Hvað kostar útlandaferðin 29. júní 2004 00:01 Spánn er vinsæll frístaður fyrir Íslendinga og á undanförnum árum hafa fluggjöld þangað sem og til annarra vinsælla áfangastaða lækkað til muna í verði. En þótt hægt sé að krækja í ódýrar pakkaferðir til Spánar kostar dvölin þar sitt. Hjón sem ferðast með tvö börn og búa á hóteli á Spáni í viku þurfa að eiga fyrir ýmsu. Verðlag á veitingastöðum er misjafnt en kvöldverður fyrir fjölskylduna án víns kostar á bilinu 3.000 til 6.000 krónur. Aðgangseyrir í sundlaugar- eða ævintýragarða 8.000 til 12.000 krónur fyrir alla fjölskylduna. Bílaleigubíll hjá spænskri bílaleigu kostar 3.000 til 6.000 þúsund krónur á dag. Leiga á hjólabát fyrir fjóra í klukkutíma kostar 1.000 krónur en jet-ski í fimmtán mínútur fyrir tvo kostar 4.000 krónur. Ís í sjoppu eða sjálfsala kostar 100 til 200 krónur en í ísbúð 400 til 700 krónur. Kaffi eða gos kostar 120 til 200 krónur. Leiga á sólbekk á ströndinni kostar 250 til 500 krónur. Verð á bjór er háð því hvar verslað er, stór bjór á bar kostar 300 til 500 krónur en í matvöruverslun kostar flöskubjór 150 til 250 krónur. Skipulagðar dagsferðir á vegum ferðaskrifstofu kosta mismikið eftir því hvort máltíðir eru innifaldar eða ekki. Meðalverð á slíkum ferðum er 2000-5000 krónur á mann. Það er því varlegt að gera ráð fyrir 100.000 krónum að algeru lágmarki í eyðslueyri fyrir fjölskylduna í viku og líklega er 150.000 nær raunveruleikanum. Fjármál Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Spánn er vinsæll frístaður fyrir Íslendinga og á undanförnum árum hafa fluggjöld þangað sem og til annarra vinsælla áfangastaða lækkað til muna í verði. En þótt hægt sé að krækja í ódýrar pakkaferðir til Spánar kostar dvölin þar sitt. Hjón sem ferðast með tvö börn og búa á hóteli á Spáni í viku þurfa að eiga fyrir ýmsu. Verðlag á veitingastöðum er misjafnt en kvöldverður fyrir fjölskylduna án víns kostar á bilinu 3.000 til 6.000 krónur. Aðgangseyrir í sundlaugar- eða ævintýragarða 8.000 til 12.000 krónur fyrir alla fjölskylduna. Bílaleigubíll hjá spænskri bílaleigu kostar 3.000 til 6.000 þúsund krónur á dag. Leiga á hjólabát fyrir fjóra í klukkutíma kostar 1.000 krónur en jet-ski í fimmtán mínútur fyrir tvo kostar 4.000 krónur. Ís í sjoppu eða sjálfsala kostar 100 til 200 krónur en í ísbúð 400 til 700 krónur. Kaffi eða gos kostar 120 til 200 krónur. Leiga á sólbekk á ströndinni kostar 250 til 500 krónur. Verð á bjór er háð því hvar verslað er, stór bjór á bar kostar 300 til 500 krónur en í matvöruverslun kostar flöskubjór 150 til 250 krónur. Skipulagðar dagsferðir á vegum ferðaskrifstofu kosta mismikið eftir því hvort máltíðir eru innifaldar eða ekki. Meðalverð á slíkum ferðum er 2000-5000 krónur á mann. Það er því varlegt að gera ráð fyrir 100.000 krónum að algeru lágmarki í eyðslueyri fyrir fjölskylduna í viku og líklega er 150.000 nær raunveruleikanum.
Fjármál Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira