Besta fjárfestingin 29. júní 2004 00:01 Jóhanna Jónas fjárfesti í sjálfri sér fyrir átján árum og hefur aldrei iðrast þess. "Besta fjárfestingin sem ég hef gert var leiklistarnámið sem ég fór í til Bandaríkjanna. Skólinn hét School for the Arts at Boston University og það var blómsturupplifun að vera í þessum skóla í fjögur ár. Námið umbreytti mér bókstaflega og það myndaðist alveg splunkuný manneskja. Skólagjöldin voru svakalega há en ég fékk styrk frá skólanum og tók svo námslán sem ég er enn að borga og verð alla ævi. En ég borga af þeim með glöðu geði því þessi menntun er mér svo dýrmæt. Ég fékk alls konar skemmtilega vinnu í framhaldi af náminu, lék í sápuóperu í Ameríku og á sviði í New York og Los Angeles og svo hef ég fengið fjöldann allan af spennandi verkefnum hér á Íslandi eftir að ég kom heim. Ég er til dæmis núna að leika í söngleiknum Á framabraut en skólinn þar er ekki ólíkur skólanum sem ég fór í. Ég leik skólastýruna svo það er hægt að segja að ég sé komin í hring á vissan hátt. Fjárfestingin hefur ekki bara skilað sér í veraldlegum hlutum heldur í ótrúlegum þroska og lífsreynslu, því dýrmætasta sem ég á." Fjármál Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Jóhanna Jónas fjárfesti í sjálfri sér fyrir átján árum og hefur aldrei iðrast þess. "Besta fjárfestingin sem ég hef gert var leiklistarnámið sem ég fór í til Bandaríkjanna. Skólinn hét School for the Arts at Boston University og það var blómsturupplifun að vera í þessum skóla í fjögur ár. Námið umbreytti mér bókstaflega og það myndaðist alveg splunkuný manneskja. Skólagjöldin voru svakalega há en ég fékk styrk frá skólanum og tók svo námslán sem ég er enn að borga og verð alla ævi. En ég borga af þeim með glöðu geði því þessi menntun er mér svo dýrmæt. Ég fékk alls konar skemmtilega vinnu í framhaldi af náminu, lék í sápuóperu í Ameríku og á sviði í New York og Los Angeles og svo hef ég fengið fjöldann allan af spennandi verkefnum hér á Íslandi eftir að ég kom heim. Ég er til dæmis núna að leika í söngleiknum Á framabraut en skólinn þar er ekki ólíkur skólanum sem ég fór í. Ég leik skólastýruna svo það er hægt að segja að ég sé komin í hring á vissan hátt. Fjárfestingin hefur ekki bara skilað sér í veraldlegum hlutum heldur í ótrúlegum þroska og lífsreynslu, því dýrmætasta sem ég á."
Fjármál Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira