Menning

Hefur fitnað í sjónvarpinu

"Ég hef fitnað rosalega síðan ég byrjaði í sjónvarpi og held mér eiginlega ekki í formi," segir Hugi Halldórsson, dagskrágerðarmaður á sjónvarpsstöðinni Popptíví. "Ég held ég hafi farið út að hlaupa tvisvar sinnum í síðasta mánuði en ég reyni samt aðeins að passa mataræðið þessa dagana," segir Hugi, en hann hætti að stunda íþróttir þegar hann fluttist á mölina. "Ég ólst upp á Sauðárkróki og var þar mikið í fótbolta en nú er ég ekkert að æfa mig. Ég hygg nú samt á að breyta því á næstunni," segir Hugi, sem gerir þó alltaf armbeygjur og magaæfingar á kvöldin. "Ég held þeirri reglu til streitu þar sem ég hef gert það síðan ég var þrettán ára patti." Aðspurður um hvort það fylgi sjónvarpslífinu að hafa mikið að gera og grípa frekar í skyndibita segir Hugi það alveg vera raunin. "Þó að það sé mikið að gera og ég oft á þönum þá borða ég frekar óhollan mat þegar ég hef lítinn tíma. Málið er að ég kemst ekkert í líkamsrækt nema á morgnana sökum anna. Ég sef nú frekar á morgnana og er ólíklegastur manna til að hreyfa mig neitt svona snemma dags," segir Hugi. Hann hefur þó verið að reyna að borða meira grænmeti síðustu tvær eða þrjár vikurnar. "Það sést nú einhver munur síðan ég byrjaði að borða grænmeti þannig að það er gott mál. Núna þarf ég bara að byrja að hreyfa mig reglulega," segir Hugi að lokum. lilja@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×