
Innlent
Lokatölur úr Reykjavík og Kraga

Talningu er lokið í Reykjavíkurkjördæmi suður og í Suðvesturkjördæmi. Í báðum kjördæmum hlaut Ólafur Ragnar Grímsson um 64% atkvæða. Auðir seðlar voru tæpur fjórðungur greiddra atkvæða. Í Reykjavíkurkjördæmi suður voru 42.202 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 26.327 eða 63,28% Þau skiptast þannig að Ástþór Magnússon er með 481 atkvæði eða 1,83 %, Baldur Ágústsson er með 2.468 atkvæði eða 9,37 % og Ólafur Ragnar Grímssson 16.671 atkvæði eða 63,32 %. Auðir seðlar voru 6.521 eða 24,77 %. Ógildir seðlar voru 186 eða 0,71%. Í Suðvesturkjördæmi voru 50.109 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 32.095 eða 64,05% Þau skiptast þannig að Ástþór Magnússon er með 437 atkvæði eða 1,36 %, Baldur Ágústsson er með 3.061 atkvæði eða 9,5 % og Ólafur Ragnar Grímssson 20.578 atkvæði eða 64,1 %. Auðir seðlar voru 7.832 eða 24,4 %. Ógildir seðlar voru 18 eða 0,6%.