Frambjóðendur á kjörstað 26. júní 2004 00:01 Forsetakosningar fara fram á Íslandi í dag, í sjötta sinn í sögu lýðveldisins. Þótt allar líkur séu á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði endurkjörinn með meirihluta atkvæða verður horft til þess hversu margir kjósendur munu nota tækifærið til að lýsa andstöðu sinni við hann. Ólafur Ragnar Grímsson kom sjálfur akandi að Álftanesskóla um hálftólfleytið í morgun og var einn á ferð. Hann hefur verið forseti Íslands í átta ár og benda kannanir eindregið til þess að hann verði nú endurkjörinn þriðja kjörtímabilið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur verið boðið fram gegn sitjandi forseta, það var gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 en nú eru tveir í framboði gegn Ólafi. Kosningarnar nú fara auk þess fram aðeins 24 dögum eftir Ólafur synjaði lögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem forseti beitti því stjórnarskrárákvæði. Margir munu eflaust líta á niðurstöður kosninganna í dag sem mælikvarða á afstöðu kjósenda til þeirrar umdeildu ákvörðunar hans. Sérstaklega verður horft til þess hve stór hluti kjósenda muni senda skilaboð sem túlkuð verði sem mótmæli gegn Ólafi Ragnari. Athygli vakti að við komuna á kjörstað sýndi forsetinn persónuskilríki þótt enginn efaðist um hver þarna væri á ferð. Hann dvaldi örstutta stund í kjörklefanum, innan við tíu sekúndur, áður en hann skilaði kjörseðlinum í kjörkassann. Kjörstaðir verða opnir til klukkan tíu í kvöld og örfáum mínútum síðar verða fyrstu tölur birtar. Ólafur sagðist ekki óttast áhugaleysi, honum hefði fundið vera töluverður áhugi á kosningunum og að umræður hefðu verið miklar en koma þyrfti í ljós hver kjörsóknin yrði. . Hann hefði hvatt fólk til að kjósa en ljóst væri að kjörsókn hefði farið minnkandi á Íslandi og nágrannalöndum. Hann vonaði þó að landsmenn notuðu daginn vel. Ástþór Magnússon var brattur að vanda þegar hann mætti til þess að kjósa, og lét ekki leiðinlegar tölur úr skoðanakönnunum hafa áhrif á sig. Og hann var ekki í vafa um hvað verður hans fyrsta verk, ef hann fer með sigur af hólmi. Hann sagðist mundu svara kalli barna í Palestínu og það yrði hans fyrsta verk að fara þangað. Baldur Ágústsson mætti í Laugardalshöllina, til þess að kjósa, ásamt eiginkonu sinni Jean Plummer. Þótt við vitum ekki hversu margir þeirra sem voru þá í höllinni kusu Baldur, var þeim hjónum hlýlega tekið, og menn brostu til þeirra og kinkuðu kolli. Eins og Ástþór, var Baldur viss um hvað yrði hans fyrsta verk, í embætti. Hann sagði sitt fyrsta verk yrði að kalla saman fólk sem vinnur gegn fíkniefnamálum til að reyna að koma því máli á skrið. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Forsetakosningar fara fram á Íslandi í dag, í sjötta sinn í sögu lýðveldisins. Þótt allar líkur séu á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði endurkjörinn með meirihluta atkvæða verður horft til þess hversu margir kjósendur munu nota tækifærið til að lýsa andstöðu sinni við hann. Ólafur Ragnar Grímsson kom sjálfur akandi að Álftanesskóla um hálftólfleytið í morgun og var einn á ferð. Hann hefur verið forseti Íslands í átta ár og benda kannanir eindregið til þess að hann verði nú endurkjörinn þriðja kjörtímabilið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur verið boðið fram gegn sitjandi forseta, það var gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 en nú eru tveir í framboði gegn Ólafi. Kosningarnar nú fara auk þess fram aðeins 24 dögum eftir Ólafur synjaði lögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem forseti beitti því stjórnarskrárákvæði. Margir munu eflaust líta á niðurstöður kosninganna í dag sem mælikvarða á afstöðu kjósenda til þeirrar umdeildu ákvörðunar hans. Sérstaklega verður horft til þess hve stór hluti kjósenda muni senda skilaboð sem túlkuð verði sem mótmæli gegn Ólafi Ragnari. Athygli vakti að við komuna á kjörstað sýndi forsetinn persónuskilríki þótt enginn efaðist um hver þarna væri á ferð. Hann dvaldi örstutta stund í kjörklefanum, innan við tíu sekúndur, áður en hann skilaði kjörseðlinum í kjörkassann. Kjörstaðir verða opnir til klukkan tíu í kvöld og örfáum mínútum síðar verða fyrstu tölur birtar. Ólafur sagðist ekki óttast áhugaleysi, honum hefði fundið vera töluverður áhugi á kosningunum og að umræður hefðu verið miklar en koma þyrfti í ljós hver kjörsóknin yrði. . Hann hefði hvatt fólk til að kjósa en ljóst væri að kjörsókn hefði farið minnkandi á Íslandi og nágrannalöndum. Hann vonaði þó að landsmenn notuðu daginn vel. Ástþór Magnússon var brattur að vanda þegar hann mætti til þess að kjósa, og lét ekki leiðinlegar tölur úr skoðanakönnunum hafa áhrif á sig. Og hann var ekki í vafa um hvað verður hans fyrsta verk, ef hann fer með sigur af hólmi. Hann sagðist mundu svara kalli barna í Palestínu og það yrði hans fyrsta verk að fara þangað. Baldur Ágústsson mætti í Laugardalshöllina, til þess að kjósa, ásamt eiginkonu sinni Jean Plummer. Þótt við vitum ekki hversu margir þeirra sem voru þá í höllinni kusu Baldur, var þeim hjónum hlýlega tekið, og menn brostu til þeirra og kinkuðu kolli. Eins og Ástþór, var Baldur viss um hvað yrði hans fyrsta verk, í embætti. Hann sagði sitt fyrsta verk yrði að kalla saman fólk sem vinnur gegn fíkniefnamálum til að reyna að koma því máli á skrið.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira