Frambjóðendur á kjörstað 26. júní 2004 00:01 Forsetakosningar fara fram á Íslandi í dag, í sjötta sinn í sögu lýðveldisins. Þótt allar líkur séu á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði endurkjörinn með meirihluta atkvæða verður horft til þess hversu margir kjósendur munu nota tækifærið til að lýsa andstöðu sinni við hann. Ólafur Ragnar Grímsson kom sjálfur akandi að Álftanesskóla um hálftólfleytið í morgun og var einn á ferð. Hann hefur verið forseti Íslands í átta ár og benda kannanir eindregið til þess að hann verði nú endurkjörinn þriðja kjörtímabilið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur verið boðið fram gegn sitjandi forseta, það var gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 en nú eru tveir í framboði gegn Ólafi. Kosningarnar nú fara auk þess fram aðeins 24 dögum eftir Ólafur synjaði lögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem forseti beitti því stjórnarskrárákvæði. Margir munu eflaust líta á niðurstöður kosninganna í dag sem mælikvarða á afstöðu kjósenda til þeirrar umdeildu ákvörðunar hans. Sérstaklega verður horft til þess hve stór hluti kjósenda muni senda skilaboð sem túlkuð verði sem mótmæli gegn Ólafi Ragnari. Athygli vakti að við komuna á kjörstað sýndi forsetinn persónuskilríki þótt enginn efaðist um hver þarna væri á ferð. Hann dvaldi örstutta stund í kjörklefanum, innan við tíu sekúndur, áður en hann skilaði kjörseðlinum í kjörkassann. Kjörstaðir verða opnir til klukkan tíu í kvöld og örfáum mínútum síðar verða fyrstu tölur birtar. Ólafur sagðist ekki óttast áhugaleysi, honum hefði fundið vera töluverður áhugi á kosningunum og að umræður hefðu verið miklar en koma þyrfti í ljós hver kjörsóknin yrði. . Hann hefði hvatt fólk til að kjósa en ljóst væri að kjörsókn hefði farið minnkandi á Íslandi og nágrannalöndum. Hann vonaði þó að landsmenn notuðu daginn vel. Ástþór Magnússon var brattur að vanda þegar hann mætti til þess að kjósa, og lét ekki leiðinlegar tölur úr skoðanakönnunum hafa áhrif á sig. Og hann var ekki í vafa um hvað verður hans fyrsta verk, ef hann fer með sigur af hólmi. Hann sagðist mundu svara kalli barna í Palestínu og það yrði hans fyrsta verk að fara þangað. Baldur Ágústsson mætti í Laugardalshöllina, til þess að kjósa, ásamt eiginkonu sinni Jean Plummer. Þótt við vitum ekki hversu margir þeirra sem voru þá í höllinni kusu Baldur, var þeim hjónum hlýlega tekið, og menn brostu til þeirra og kinkuðu kolli. Eins og Ástþór, var Baldur viss um hvað yrði hans fyrsta verk, í embætti. Hann sagði sitt fyrsta verk yrði að kalla saman fólk sem vinnur gegn fíkniefnamálum til að reyna að koma því máli á skrið. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Forsetakosningar fara fram á Íslandi í dag, í sjötta sinn í sögu lýðveldisins. Þótt allar líkur séu á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði endurkjörinn með meirihluta atkvæða verður horft til þess hversu margir kjósendur munu nota tækifærið til að lýsa andstöðu sinni við hann. Ólafur Ragnar Grímsson kom sjálfur akandi að Álftanesskóla um hálftólfleytið í morgun og var einn á ferð. Hann hefur verið forseti Íslands í átta ár og benda kannanir eindregið til þess að hann verði nú endurkjörinn þriðja kjörtímabilið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur verið boðið fram gegn sitjandi forseta, það var gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 en nú eru tveir í framboði gegn Ólafi. Kosningarnar nú fara auk þess fram aðeins 24 dögum eftir Ólafur synjaði lögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem forseti beitti því stjórnarskrárákvæði. Margir munu eflaust líta á niðurstöður kosninganna í dag sem mælikvarða á afstöðu kjósenda til þeirrar umdeildu ákvörðunar hans. Sérstaklega verður horft til þess hve stór hluti kjósenda muni senda skilaboð sem túlkuð verði sem mótmæli gegn Ólafi Ragnari. Athygli vakti að við komuna á kjörstað sýndi forsetinn persónuskilríki þótt enginn efaðist um hver þarna væri á ferð. Hann dvaldi örstutta stund í kjörklefanum, innan við tíu sekúndur, áður en hann skilaði kjörseðlinum í kjörkassann. Kjörstaðir verða opnir til klukkan tíu í kvöld og örfáum mínútum síðar verða fyrstu tölur birtar. Ólafur sagðist ekki óttast áhugaleysi, honum hefði fundið vera töluverður áhugi á kosningunum og að umræður hefðu verið miklar en koma þyrfti í ljós hver kjörsóknin yrði. . Hann hefði hvatt fólk til að kjósa en ljóst væri að kjörsókn hefði farið minnkandi á Íslandi og nágrannalöndum. Hann vonaði þó að landsmenn notuðu daginn vel. Ástþór Magnússon var brattur að vanda þegar hann mætti til þess að kjósa, og lét ekki leiðinlegar tölur úr skoðanakönnunum hafa áhrif á sig. Og hann var ekki í vafa um hvað verður hans fyrsta verk, ef hann fer með sigur af hólmi. Hann sagðist mundu svara kalli barna í Palestínu og það yrði hans fyrsta verk að fara þangað. Baldur Ágústsson mætti í Laugardalshöllina, til þess að kjósa, ásamt eiginkonu sinni Jean Plummer. Þótt við vitum ekki hversu margir þeirra sem voru þá í höllinni kusu Baldur, var þeim hjónum hlýlega tekið, og menn brostu til þeirra og kinkuðu kolli. Eins og Ástþór, var Baldur viss um hvað yrði hans fyrsta verk, í embætti. Hann sagði sitt fyrsta verk yrði að kalla saman fólk sem vinnur gegn fíkniefnamálum til að reyna að koma því máli á skrið.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira