Líflegar bóndarósir 25. júní 2004 00:01 Þær eru blómlegar bóndarósirnar í garðinum hans Kristjáns Vídalín Jónssonar, skrúðgarðyrkjumeistara þar sem þær standa útsprungnar í góðu skjóli sunnan við hús hans í Barmahlíðinni. Liturinn djúpur og hreinn, hvort sem um er að ræða bleikar, rauðar eða dökkrauðar. Kristján á mörg afbrigði því alls lumar hann á 26 bóndarósum en þær eru mislangt á veg komnar í blómguninni. "Ég ætlaði bara að eiga þrjú stykki, rauða, bleika og hvíta en fékk aldrei þá hvítu því þær reyndust alltaf rauðar eða bleikar þegar þær sprungu út. Eina fékk ég í vor sem ég taldi vera hvíta en hún hefur misfarist í kuldanum í maí," segir Kristján. Hann segir rósirnar stundum hafa verið stærri en nú og sýnir eina sem hann kallar Cinesis sem nú er með tvo smáa knúbba en bar 25 blóm í fyrra. En hver er hans aðferð við ræktunina? "Hún er sú að á þurrum degi á vorin, meðan laukar rósarinnar eru enn í dvala niðri í moldinni, tek ég skrælnuðu laufin af henni frá fyrra ári og myl þau niður yfir beðið. Það er góður áburður. Geri svo um fimm sentimetra djúpa rás kringum hverja rós og helli þörungamjöli í hana því það er næringaráburður en ekki köfnunarefni. Þetta tel ég vera lykilinn að þessum tæra lit blómanna," svarar Kristján. Hann kveðst hafa svipaðan hátt á við aðra hluta garðsins. Þar hefur ekki komið korn af tilbúnum áburði í tíu ár heldur einungis fölnuðu laufin sem mulin eru niður þannig að úr verður stöðug hringrás. Grasbalann slær hann að minnsta kosti á fimm daga fresti og lætur afraksturinn ganga ofan í svörðinn. Þannig elur hann ánamaðkana sem aftur launa fyrir sig með mosalausri grasrót. "Maðkarnir eru mínir vinnukallar, þeir hleypa súrefninu inn í moldina," segir meistarinn að lokum. gun@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þær eru blómlegar bóndarósirnar í garðinum hans Kristjáns Vídalín Jónssonar, skrúðgarðyrkjumeistara þar sem þær standa útsprungnar í góðu skjóli sunnan við hús hans í Barmahlíðinni. Liturinn djúpur og hreinn, hvort sem um er að ræða bleikar, rauðar eða dökkrauðar. Kristján á mörg afbrigði því alls lumar hann á 26 bóndarósum en þær eru mislangt á veg komnar í blómguninni. "Ég ætlaði bara að eiga þrjú stykki, rauða, bleika og hvíta en fékk aldrei þá hvítu því þær reyndust alltaf rauðar eða bleikar þegar þær sprungu út. Eina fékk ég í vor sem ég taldi vera hvíta en hún hefur misfarist í kuldanum í maí," segir Kristján. Hann segir rósirnar stundum hafa verið stærri en nú og sýnir eina sem hann kallar Cinesis sem nú er með tvo smáa knúbba en bar 25 blóm í fyrra. En hver er hans aðferð við ræktunina? "Hún er sú að á þurrum degi á vorin, meðan laukar rósarinnar eru enn í dvala niðri í moldinni, tek ég skrælnuðu laufin af henni frá fyrra ári og myl þau niður yfir beðið. Það er góður áburður. Geri svo um fimm sentimetra djúpa rás kringum hverja rós og helli þörungamjöli í hana því það er næringaráburður en ekki köfnunarefni. Þetta tel ég vera lykilinn að þessum tæra lit blómanna," svarar Kristján. Hann kveðst hafa svipaðan hátt á við aðra hluta garðsins. Þar hefur ekki komið korn af tilbúnum áburði í tíu ár heldur einungis fölnuðu laufin sem mulin eru niður þannig að úr verður stöðug hringrás. Grasbalann slær hann að minnsta kosti á fimm daga fresti og lætur afraksturinn ganga ofan í svörðinn. Þannig elur hann ánamaðkana sem aftur launa fyrir sig með mosalausri grasrót. "Maðkarnir eru mínir vinnukallar, þeir hleypa súrefninu inn í moldina," segir meistarinn að lokum. gun@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira