Níu til fimm manneskja? 25. júní 2004 00:01 Ef reglulegur vinnutími hentar þér ekki þá ættir þú að reyna að leita að óvenjulegri vinnu þar sem þú veist aldrei hvenær þín er þörf eður ei. Svo er líka svo gaman að vinna spennandi vinnu því allir öfunda þig og þú verður strax merkilegri fyrir vikið - þó vinnan sé ekkert flókin í sjálfu sér. Prófaðu að búa til heillaóskakort. Ef þú getur samið sniðuga texta og fundið upp á einhverju fyndnu þá er þetta tilvalin vinna fyrir þig. Í þessari vinnu getur þú nokkurn veginn ráðið þínum vinnutíma og haft þína hentisemi. Grennslastu samt fyrir um hvort einhver vilji gefa kortin út áður en þú býrð þau til þar sem þú þarf að lifa af þessari iðn. Reyndu fyrir þér sem einkaspæjari. Hvort sem þú gerir það innan landsteinanna eða utan þeirra þá þarftu fyrst að afla þér upplýsinga og æfa þig áður en þú hellir þér í fyrsta málið. Margir einkaspæjarar eru fyrrum löggur, en það er þó engin regla. Í þessari vinnu getur þú líka unnið þegar þú vilt og sett upp feikihátt verð fyrir þjónustuna sem þú veitir. Gakktu í sirkus! Það er nú ekki mikið um sirkusa á Íslandi en það er fullt af þeim í útlöndum. Sirkuslífið er þó ekki bara vinna heldur lífsstíll og því muntu eyða meirihluta tíma þíns í vinnunni. Engin skilyrði þarf að uppfylla til að ganga í sirkus en hæfileikar þínir verða metnir í þar til gerðum inntökuprófum. Um að gera að vera bara nógu litrík og skemmtileg persóna og þá flýgur þú inn. Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ef reglulegur vinnutími hentar þér ekki þá ættir þú að reyna að leita að óvenjulegri vinnu þar sem þú veist aldrei hvenær þín er þörf eður ei. Svo er líka svo gaman að vinna spennandi vinnu því allir öfunda þig og þú verður strax merkilegri fyrir vikið - þó vinnan sé ekkert flókin í sjálfu sér. Prófaðu að búa til heillaóskakort. Ef þú getur samið sniðuga texta og fundið upp á einhverju fyndnu þá er þetta tilvalin vinna fyrir þig. Í þessari vinnu getur þú nokkurn veginn ráðið þínum vinnutíma og haft þína hentisemi. Grennslastu samt fyrir um hvort einhver vilji gefa kortin út áður en þú býrð þau til þar sem þú þarf að lifa af þessari iðn. Reyndu fyrir þér sem einkaspæjari. Hvort sem þú gerir það innan landsteinanna eða utan þeirra þá þarftu fyrst að afla þér upplýsinga og æfa þig áður en þú hellir þér í fyrsta málið. Margir einkaspæjarar eru fyrrum löggur, en það er þó engin regla. Í þessari vinnu getur þú líka unnið þegar þú vilt og sett upp feikihátt verð fyrir þjónustuna sem þú veitir. Gakktu í sirkus! Það er nú ekki mikið um sirkusa á Íslandi en það er fullt af þeim í útlöndum. Sirkuslífið er þó ekki bara vinna heldur lífsstíll og því muntu eyða meirihluta tíma þíns í vinnunni. Engin skilyrði þarf að uppfylla til að ganga í sirkus en hæfileikar þínir verða metnir í þar til gerðum inntökuprófum. Um að gera að vera bara nógu litrík og skemmtileg persóna og þá flýgur þú inn.
Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira