Fjölbreytt og skemmtilegt starf 18. júní 2004 00:01 Þórunn Sigþórsdóttir er landvörður í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Hún hefur starfað sem skála- og landvörður víðs vegar um landið í um tíu ár og má þar nefna Landmannalaugar, Herðubreiðarlindir og Öskju. Þetta er þriðja sumar Þórunnar í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og hefur hún starfað þar sem landvörður frá stofnun hans og líkar vel. "Störf landvarða eru margvísleg og geta verið ólík frá einu svæði til annars, allt eftir aðstæðum og náttúrufari. Almennt eiga landverðir það sameiginlegt að hafa áhuga á náttúru og náttúruvernd. Ég hef starfað bæði hér og á hálendinu og finnst bæði mjög skemmtilegt og gefandi. Mér finnst bæði fróðlegt og lærdómsríkt að taka þátt í þeirri þróunarvinnu sem á sér stað hér í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Þetta er þriðja sumarið sem hann er starfræktur og felst starfið okkar að miklu leyti í uppbyggingu hans eins og að fræða fólk um svæðið, skipuleggja göngustíga, ýmiss konar viðhald og að laga gönguleiðir. Það getur því berið breytilegt frá degi til dags. Með fræðslu og góðu aðgengi er fólki auðvelduð umgengni um náttúru landsins. Þann 19. júní hefst svo hefðbundin dagskrá þjóðgarðsins. Þá verður ýmis fræðsla í boði fyrir gesti, gönguferðir verða fimm sinnum í viku og barnastundir tvisvar í viku," segir Þórunn. Þórunn segir ferðamannastrauminn á svæðið hafa aukist verulega eftir stofnun þjóðgarðsins. "Hér er ægifögur náttúra og margt að skoða. Það á að fara að opna gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum og þar munu landverðir vera til staðar og veita upplýsingar," segir hún. Á veturna hefur Þórunn verið að læra ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. halldora@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þórunn Sigþórsdóttir er landvörður í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Hún hefur starfað sem skála- og landvörður víðs vegar um landið í um tíu ár og má þar nefna Landmannalaugar, Herðubreiðarlindir og Öskju. Þetta er þriðja sumar Þórunnar í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og hefur hún starfað þar sem landvörður frá stofnun hans og líkar vel. "Störf landvarða eru margvísleg og geta verið ólík frá einu svæði til annars, allt eftir aðstæðum og náttúrufari. Almennt eiga landverðir það sameiginlegt að hafa áhuga á náttúru og náttúruvernd. Ég hef starfað bæði hér og á hálendinu og finnst bæði mjög skemmtilegt og gefandi. Mér finnst bæði fróðlegt og lærdómsríkt að taka þátt í þeirri þróunarvinnu sem á sér stað hér í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Þetta er þriðja sumarið sem hann er starfræktur og felst starfið okkar að miklu leyti í uppbyggingu hans eins og að fræða fólk um svæðið, skipuleggja göngustíga, ýmiss konar viðhald og að laga gönguleiðir. Það getur því berið breytilegt frá degi til dags. Með fræðslu og góðu aðgengi er fólki auðvelduð umgengni um náttúru landsins. Þann 19. júní hefst svo hefðbundin dagskrá þjóðgarðsins. Þá verður ýmis fræðsla í boði fyrir gesti, gönguferðir verða fimm sinnum í viku og barnastundir tvisvar í viku," segir Þórunn. Þórunn segir ferðamannastrauminn á svæðið hafa aukist verulega eftir stofnun þjóðgarðsins. "Hér er ægifögur náttúra og margt að skoða. Það á að fara að opna gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum og þar munu landverðir vera til staðar og veita upplýsingar," segir hún. Á veturna hefur Þórunn verið að læra ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. halldora@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira