Viðskipti

Segir nýja Bjarna gagn­rýna gamla Bjarna

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, segist ósammála Bjarna Benediktssyni, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, um Kveiksþátt sem var sýndur í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Bjarni deildi þeirri skoðun sinni í dag að þátturinn innihéldi áróður og væri „eiginlega hneyksli“, en Sigmar segir hins vegar þáttinn stórfínan og hið raunverulega hneyksli vera gagnrýni Bjarna.

Viðskipti innlent

Túr­isti verður FF7

Ferðamálavefurinn Túristi fær innan tíðar nýtt nafn, FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verður ferðamál í öndvegi en til stendur að leita fanga víðar með tilliti til áhuga áskrifenda miðilsins.

Viðskipti innlent

Fjármálaskilyrði hafa versnað

Fjármálaskilyrði á Íslandi hafa versnað samhliða því sem hægt hefur á efnahagsumsvifum. Aftur á móti er skuldahlutfall bæði heimila og fyrirtækja hóflegt, hvort heldur miðað er við tekjur eða eiginfjárstöðu.

Viðskipti innlent

Þriðjudagstilboðið heldur á­fram að hækka í verði

Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári.

Neytendur

Ballið búið hjá Taco Bell

Veitingastöðum alþjóðlegu keðjunnar Taco Bell, sem reknir hafa verið samhliða veitingastöðum KFC hér á landi, verður lokað að óbreyttu. Helgi Vilhjálmsson, sem ávallt er kenndur við Góu, segir sérfræðinga KFC á alþjóðavísu hafa bannað rekstur staðanna í sama húsnæði.

Viðskipti innlent