Viðskipti

Kauphegðun hefur breyst til frambúðar

Nettó er netverslun vikunnar á Vísi. Framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa segir sölu á matvöru á netinu hafa tífaldast á einum degi þegar samgöngutakmarkanir hófust í vor. Kauphegðun Íslendinga hafi breyst til frambúðar.

Samstarf

Árni strípaður af Nova

Árni Snævarr blaðamaður segir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við fjarskiptafyrirtækið Nova en á 18 dögum var hann rukkaður um rúmar 76 þúsund krónur fyrir netnotkun. Árni greindi frá ævintýrinu á Facebook í dag en í samtali við Vísi sagði hann málið ekki snúast um sig persónulega, heldur þær spurningar sem það vekur um viðskiptahætti Nova.

Neytendur

Undirrituðu samning um stærstu viðskiptablokk í heimi

Íbúar aðildarríkja RCEP nemur hátt í þriðjungi heimsbyggðarinnar og hagkerfin bera samanlagt uppi um 29% af þjóðarframleiðslu í heiminum og er hin nýja viðskiptablokk þar með stærri en bæði fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og Evrópusambandið.

Viðskipti erlent

Það breyttist allt með Covid

Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990.

Atvinnulíf

„Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“

Þorsteinn Víglundsson segir þrjá espresso þurfa alla morgna til að rífa sig í gang. Honum leiðist tímasóun og segir hana of mikla á þingi. Að sitja á þingi sé þó mikill heiður. Í forstjórastarfinu í dag eru það hins vegar umhverfismálin sem eru hvað brýnust.

Atvinnulíf

„Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði“

Gestir Heimsþings kvenleiðtoga segja þingið afar mikilvægt fyrir stjórnendur í atvinnulífinu og alla umræðu um jafnréttismálin. Þangað sækja stjórnendur sér fræðslu, þekkingu, dæmisögur, niðurstöður rannsókna auk innblásturs, kraft og gleði.

Atvinnulíf

„Höfum aldrei lent í öðru eins“

„Þetta gekk rosalega vel hjá okkur og við höfum bara aldrei lent í öðru eins,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi gjafavöruverslunarinnar Hrím, um söluna á svokölluðum Singles Day í gær en dagurinn er einn þriggja stórra netútsöludaga sem allir lenda í nóvember.

Viðskipti innlent

Bréf í Icelandair hækkað um rúmlega þriðjung frá útboði

Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun.

Viðskipti innlent