Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót. Viðskipti innlent 25.3.2025 21:02
„Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikið í húfi hvað sjávarútveginn varðar og því sé mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að lagabreytingum sem honum tengjast. Íslenskur sjávarútvegur sé burðarás í atvinnulífinu um allt land. Viðskipti innlent 25.3.2025 16:29
Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga. Viðskipti innlent 25.3.2025 15:50
Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent 25.3.2025 09:20
Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent 25.3.2025 09:17
Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hans Guttormur Þormar hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðræðum um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Viðskipti innlent 24.3.2025 13:24
Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2024 var jákvæð um 10,7 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 8,1 milljarð króna árið 2023. Heildarafkoma ársins var jákvæð um 5,2 milljarð króna Viðskipti innlent 24.3.2025 12:51
Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður mun taka við stöðu aðstoðarritstjóra á Heimildinni. Systir hans, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, er ritstjóri miðilsins. Viðskipti innlent 22.3.2025 13:22
Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar. Viðskipti innlent 21.3.2025 22:51
Arion lækkar vexti Arion Banki hefur tilkynnt um breytingar á inn- og útlánsvöxtum bankans í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans á miðvikudaginn. Breytingarnar taka gildi fimmtudaginn 27. mars næstkomandi. Viðskipti innlent 21.3.2025 18:14
Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Reitir fasteignafélag hefur fest kaup á félaginu L1100 ehf., sem á tæplega 3.900 fermetra hótel við Hlíðarsmára 5-7 í Kópavogi. Heildarvirði eru 1.990 milljónir króna, og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handfæru fé og lánsfé. Viðskipti innlent 21.3.2025 17:50
Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Maltneskt dótturfélag flugfélagsins Play hefur auglýst í lausar stöður flugliða, svokallaðra fyrstu freyja. Launin sem boðið er upp á eru 217 þúsund krónur á mánuði og veikindadagar eru fimm á ári. Ekki er um að ræða flugliða sem fljúga til og frá Íslandi. Viðskipti innlent 21.3.2025 17:03
Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Stjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins. Viðskipti innlent 21.3.2025 15:54
Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. Viðskipti innlent 21.3.2025 15:21
Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna. Viðskipti innlent 21.3.2025 14:31
Íslandsbanki breytir vöxtunum Íslandsbanki hefur tilkynnt um breytingar á vöxtum bankans í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans á miðvikudag. Breytingarnar taka gildi 26. mars næstkomandi. Viðskipti innlent 21.3.2025 14:05
Sameina útibú TM og Landsbankans Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast á mánudaginn næsta. Viðskipti innlent 21.3.2025 12:31
Hersir til Símans Hersir Aron Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Steindór Emil Sigurðsson hafa verið ráðnir til Símans. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Símanum Viðskipti innlent 20.3.2025 12:00
Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Forsvarsmaður Lyfjablóms ehf., sem staðið hefur í umfangsmiklum málaferlum undanfarin ár, furðar sig á því að Sólveig Guðrún Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, neiti að veita upplýsingar sem máli gætu skipt varðandi málshöfðun á hendur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis banka. Viðskipti innlent 20.3.2025 11:38
Mariam til Wisefish Mariam Laperashvili hefur verið ráðin sem markaðsstjóri Wisefish, hugbúnaðarhús í viðskiptalausnum fyrir aðfangakeðju sjávarútvegs- og eldisfyrirtækja á heimsvísu. Viðskipti innlent 20.3.2025 10:07
Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Innlendir framleiðendur munu að óbreyttu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins upp á 70 prósent. Viðskipti innlent 20.3.2025 08:00
Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Alvotech hefur keypt þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma AB (“Xbrane”). Umsamið kaupverð er 275 milljónir sænskra króna, um 3,6 milljarðar íslenskra króna. Viðskipti innlent 20.3.2025 07:26
Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Matthías Stephensen hefur tekið við stöðu fjármálastjóra alþjóðlega innviðafyrirtækisins Set ehf. Viðskipti innlent 20.3.2025 07:21
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi forstjóri Nova, segir yfirlýsingar Guðjóns Más Guðjónssonar, stofnanda OZ og Íslandssíma, um aðkomu hans að uppbyggingu Nova vera sögufölsun og trúi hann því sjálfur stappi það „nærri siðblindu“. Viðskipti innlent 19.3.2025 20:48
Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa í úrskurði sínum í dag. Þar er Samskipum gert að greiða 2,3 milljarða króna í ríkissjóð og 100 milljón króna sekt fyrir að brjóta gegn upplýsingaskyldu. Viðskipti innlent 19.3.2025 20:00
Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Makkland ehf., sem rak tölvu- og símabúðina vinsælu Macland um árabil, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Eigandinn segir brunann í Kringlunni hafa gert út af við reksturinn. Starfsmenn hafi þegar fengið laun greidd og hann vonist til þess að birgjar fái sitt út úr þrotabúinu. Viðskipti innlent 19.3.2025 14:10