Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Þorsteinn J. Vilhjálmsson, eða Þorsteinn J., opnaði á dögunum nýjan fjölmiðil, TV1. Fjölmiðlinum er ætlað að vera vettvangur ólíkra blaðamanna fyrir fjölbreyttar sögur. Þorsteinn segir að þar verði hægt að nýta nýja tækni og leiðir til dreifingar til að ná til fólks. Þorsteinn segir þetta vera spennandi tíma í fjölmiðlum. Viðskipti innlent 27.9.2025 15:01
Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Stjórnir Lífsverks og Almenna lífeyrissjóðsins skrifuðu í dag undir samrunasamning. Ekki verður þó af samrunanum nema hann verði samþykktur á sjóðfélagafundum og af fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Viðskipti innlent 26.9.2025 16:26
Lagning gjaldþrota Lagning sem hefur lagt bílum ferðalanga á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár er gjaldþrota. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrirtækið var auglýst til sölu í október í fyrra. Kvartanir streyma til Neytendasamtakanna vegna gjalda sem ISAVIA innheimtir vegna bíla sem voru í geymslu Lagningar. Viðskipti innlent 26.9.2025 13:58
Bein útsending: Framsýn forysta Forseti Íslands, forseti ÍSÍ og forstjórar Amaroq og Landsnets halda erindi á haustráðstefnu Stjórnvísi sem ber yfirskriftina Framsýn forysta sem er þema félagsins starfsárið 2025 til 2026. Viðskipti innlent 25.9.2025 08:02
Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Parið Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir hyggjast opna veitingastað á neðri hæð verslunarkjarnans Grímsbæjar. Hjónin hafa verið með hugmyndina í maganum lengi en þurft að bíða eftir réttu staðsetningunni. Hvorki er um sportbar né skemmtistað að ræða heldur notalegan hverfisstað. Viðskipti innlent 24.9.2025 16:00
Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. Viðskipti innlent 24.9.2025 14:22
Sexfölduðu veltuna á einu ári Sprotafyrirtækið Aldin Dynamics hlaut í dag viðurkenningu sem Vaxtarsproti ársins fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Velta jókst um 514 prósent milli ára, fór úr 151 milljón króna í 929 milljónir króna. Viðskipti innlent 24.9.2025 14:02
Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Seðlabankastjóri segir útlit fyrir að fasteignamarkaðurinn sé á leið í nokkuð jafnvægi. Ekki hefur verið slakað á lántökuskilyrðum en það kunni að verða tekið til skoðunar á árinu. Gjaldeyrisforði bankans sé vel í stakk búinn til að bregðast við ytri aðstæðum. Viðskipti innlent 24.9.2025 11:50
Rúna nýr innkaupastjóri Banana Rúna Sigurðardóttir hefur verið ráðin innkaupastjóri Banana, dótturfélags Haga hf. og hefur þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 24.9.2025 09:53
Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Eldar Ástþórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Faxaflóahafna en þangað fór hann frá CCP. Þar starfaði Eldar að kynningar- og markaðsmálum í yfir áratug og síðustu ár sem aðal vörumerkjastjóri. Hann hefur þar að auki leitt markaðs- og kynningarstörf hjá Iceland Airwavex, nýsköpunarfyrirtækinu Gogoyoko og Forlaginu. Viðskipti innlent 24.9.2025 09:34
Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og ræða yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var í morgun. Viðskipti innlent 24.9.2025 09:03
Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Aztiq, eignarhaldsfélag Róberts Wessman, og aðrir hluthafar í New Alvogen Group Holdings Inc. (NAGH), sem eiga lyfjafyrirtækið Alvogen US í Bandaríkjunum, hafa gengið að tilboði um kaup alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Lotus á öllu hlutafé í NAGH. Með viðskiptunum verður til eitt af tuttugu stærstu samheitalyfjafyrirtækjum í heimi. Viðskipti innlent 24.9.2025 08:55
Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Umtalsverð óvissa er þó í alþjóðamálum og langtímavextir hafa víða hækkað vegna vaxandi efasemda um sjálfbærni opinberra fjármála. Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða. Viðskipti innlent 24.9.2025 08:32
SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, segir samtökin ekki muna þurfa að greiða dagsektir. Samtökin muni afhenda Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem þau vilja. Viðskipti innlent 23.9.2025 20:46
SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að dagsektir upp á milljón krónur skuli leggjast á Samtök fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT) ef félagið afhendir Samkeppniseftirlitinu ekki gögn í seinasta lagi 6. október. Gögnin snúa að rannsókn á meintum samkeppnisbrotum. Viðskipti innlent 23.9.2025 18:03
Bætist í eigendahóp Strategíu Unnur Helga Kristjánsdóttir hefur bæst í hóp eiganda ráðgjafafyrirtækisins Strategía. Viðskipti innlent 23.9.2025 14:44
Guðrún til Landsbankans Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 23.9.2025 12:37
Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? 41 árs kona spyr: Ég er sjálf vinnusöm og fer vel með peninga. Ég hef lagt áherslu á að dætur mínar upplifi öryggi og eigi gott líf. Nú eru þær unglingar og í sumar þá vilja þær helst glápa á þætti og chilla. Á sama tíma er ég að slá blettinn, þvo þvott og dytta að húsinu. Þær hjálpa til ef ég æsi mig, en það endist stutt og ég er alltaf „vondi karlinn“. Ég hef áhyggjur af að þær hafi það of gott og er að velta fyrir mér hvernig ég kenni þeim að þær þurfi sjálfar að vinna fyrir hlutunum. Áttu ráð fyrir mig? Viðskipti innlent 23.9.2025 07:02
„Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Eigendur fyrirtækja eru að drukkna í beiðnum frá fólki sem vill fá allt fyrir ekkert að sögn verslunareiganda. Ákveðin betlmenning hafi hreiðrar um sig sem alltof mikill tími fari í að sinna. Viðskipti innlent 22.9.2025 21:13
Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. Viðskipti innlent 22.9.2025 15:50
Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Meirihluti félagsmanna í Samtökum atvinnulífsins er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup fyrir samtökin, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. Viðskipti innlent 22.9.2025 14:30
Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Advania hefur ráðið Daníel Sigurð Eðvaldsson í stöðu tækni- og þjónustustjóra. Viðskipti innlent 22.9.2025 11:18
Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur fest kaup á sænska fyrirtækinu IT-Säkerhetsbolaget, sem sagt er eitt traustasta netöryggisfyrirtæki Svíþjóðar. Kaupin eiga að styðja við vöxt Syndis og aukna eftirspurn eftir þjónustu fyrirtækisins á Norðurlöndum. Viðskipti innlent 22.9.2025 11:13
Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Tveir nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til starfa hjá Símanum. Hjörtur Þór Steindórsson tekur við starfi fjármálastjóra fyrirtækisins og þá hefur Sæunn Björk Þorkelsdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans. Viðskipti innlent 22.9.2025 09:42