Viðskipti erlent

Hrollvekjandi tölur að koma um hagvöxtinn í Kína

Tölulegar upplýsingar um landsframleiðslu Kína á fjórða ársfjórðungi síðasta árs verða birtar á morgun. Greinendur og sérfræðingar segja að þessar tölur muni verða hrollvekjandi fyrir efnahagskerfi heimsins því reiknað er með að hagvöxtur Kína á þessu tímabili hafi í besta falli verið í kringum núllið.

Viðskipti erlent

Íslensku bankarnir skildu eftir lánaþurrð í Bretlandi

Lánsfjárkreppa hefur leikið breskt atvinnulíf hart að undanförnu enda hafa helstu lánveitendur til fyrirtækja þar í landi, íslensku bankarnir þrír og Lehman Brothers horfið á sjónvarsviðinu. Íslenska bankahrunið skapaði sem sagt lánaþurrð í Bretlandi að því er segir í Financial Times.

Viðskipti erlent

Asíubréf lækkuðu í morgun

Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu í verði í morgun og fundu fjármálafyrirtæki og málmframleiðendur mest fyrir lækkuninni. HSBC-bankasamsteypan, sem á tvo banka í Hong Kong, lækkaði um 3,5 prósent og stærsta líftryggingafyrirtæki Kína um 5,9 prósent í kjölfar yfirlýsingar þess um að tekjur þess muni dragast saman um nær helming milli ára.

Viðskipti erlent

Bandarísk hlutabréf hríðféllu í gær

Bandarísk hlutabréf hríðféllu í verði í gær og er áhyggjum af hag bankastofnana kennt um. Svo mikil var lækkunin að Dow Jones-vísitalan hefur aldrei fallið jafnmikið, þann dag sem bandarískur forseti sver embættiseið, þau 112 ár sem liðin eru síðan vísitalan var fyrst gefin út árið 1896 en hún féll um fjögur prósent.

Viðskipti erlent

Hlutabréf lækka víða vegna taps Skotlandsbanka

Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og það sama gerðu bréf á Wall Street og í Bretlandi í gær eftir að fréttir bárust af gríðarlegu tapi Skotlandsbanka en fjárfestar óttast að mun fleiri fjármálastofnanir séu á sömu leið.

Viðskipti erlent

Breskir bankar á fallandi fæti

Hlutabréf banka og fjármálastofnana í Bretlandi hríðféllu á mörkuðum í gær. Fallið varð þrátt fyrir nýja áætlun til bjargar fjármálakerfinu sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, kynnti í gær.

Viðskipti erlent

Íhaldsstjóri ráðlagði Bretum að leggja inn á Icesave

Michael Spencer fjármálastjóri breska Íhaldsflokksins ráðlagði sveitarstjórnum í Bretlandi að leggja fé sitt inn á Icesave reikninga Landsbankans þar í landi og Edge hjá Kaupþingi. Jafnframt þáði hann umboðslaun frá þessum bönkum fyrir hvern viðskiptavin sem hann útvegaði þeim.

Viðskipti erlent

Pólskur banki afskrifar lán á Íslandi

Það bætist stöðugt við þá flóru landa þar sem bankar og fjármálafyrirtæki þurfa að afskrifa milljónir eða milljarða vegna hruns íslenska bankakerfisins. Nú hefur BRE bankinn í Póllandi bætst í hópinn en hann er þriðji stærsti banki Póllands.

Viðskipti erlent

Bretar reyna að bjarga bankakerfinu

Stjórnvöld í Bretlandi kynnu í morgun nýjar aðgerðir til bjargar bankakerfinu þar í landi. Þetta er í annað sinn sem það er gert á þremur mánuðum. Með þessu á að fá fjármálastofnanir til að lána fólki og fyrirtækjum aftur.

Viðskipti erlent

Norðmenn undirbúa sig fyrir umsókn Íslands í ESB

Norska sjávarútvegsráðuneytið undirbýr sig nú fyrir væntanlegar aðildarviðræður Íslands að Evrópubandalaginu. "Við trúum því að skynsamlegt sé að vera undirbúin fyrir þetta," segir Magnor Nerheim skrifstofustjóri ráðuneytisins í samtali við Aftenposten.

Viðskipti erlent

Asísk hlutabréf hækka í verði

Hlutabréf í Asíu hækkuðu í verði í morgun og leiddu fjármálafyrirtæki þá hækkun. Bréf japanska bílaframleiðandans Honda hækkuðu samhliða veikingu jensins þar sem rúmlega helmingur sölutekna fyrirtækisins á rót sína í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent