Viðskipti erlent

Emirates leggur inn nýja pöntun hjá Boeing

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur gengið frá samningi við stærsta flugfélag Mið-Austurlanda, Emirates. Boeing mun afhenda flugfélaginu fimmtíu 777 breiðþotur að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Samningur vegna þessara kaupa er upp á 18 milljarða dollara eða sem nemur um 207 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Blair varar við "katastroffu"

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins, varar við því að evrusvæðið geti liðast í sundur með afleiðingum sem best sé lýs sem "katastroffu". Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Berlusconi sagði af sér

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér embætti nú í kvöld. Hann hafði verið forsætisráðherra í 17 ár. Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu, veitti honum lausn úr embætti en líklegt þykir að Napolitano muni skipa Mario Monti sem arftaka hans, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.

Viðskipti erlent

Warren Buffett ríkasti eldri borgari í heimi

Fjárfestirinn Warren Buffett er ríkasti eldri borgari í heimi. Hans helsta eign er hlutur í fjárfestingarfélaginu Bershire Hathaway en heildareignir eru metnar á 39 milljarða dollara, eða sem nemur um tæplega 4.500 milljörðum króna. Það jafngildir þremur íslenskum landsframleiðslum.

Viðskipti erlent

Ítalir undir miklum þrýstingi frá ESB

Búist er við því að neðri deild ítalska þingsins afgreiði í dag frumvarp ríkisstjórnarinnar um tæplega sextíu milljarða evra niðurskurð í opinberum útgjöldum, eða sem um níu þúsund og fimm hundruð milljörðum króna. Ítalir eru undir miklum þrýstingi frá Evrópusambandinu til að klára málið en efri deild þingsins samþykkti frumvarpið í gær.

Viðskipti erlent

Einn af hverjum fimm vill vinna meira

Einn af hverjum fimm hlutastarfsmönnum innan Evrópusvæðisins gat hugsað sér að taka að sér meiri vinnu en var að fá á síðasta ári, en flestir þeirra voru í Lettlandi, Grikklandi og á Spáni þar sem um eða yfir helmingur hlutastarfsmanna vildi vinna meira.

Viðskipti erlent

Atkvæðagreiðslan á Ítalíu færir fjárfestum von

Hlutabréfamarkaðir hækkuðu í dag eftir að ítalska þingið samþykkti aðgerðaráætlun i efnahagsmálum. Um leið og markaðir í Bandaríkjunum og í Evrópu hækkuðu, lækkaði skuldatryggingarálagið á Ítalíu. Það hafði náð methæðum í vikunni, eftir því sem fram kemur á BBC.

Viðskipti erlent

Facebook verður að fá leyfi notenda

Samskiptasíðan Facebook nálgast nú samkomulag við Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna. Nýja samkomulagið gerir ráð fyrir að Facebook verði að biðja um leyfi notenda sinna ef til breytinga kemur á friðhelgi þeirra.

Viðskipti erlent

Allt stopp á Spáni

Spænska hagkerfið er í mikilli lægð og mælist hagvöxtur tæplega í landinu, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Omnis opnar í Reykjavík

Í dag, hinn 11. nóvember 2011 opnar Omnis ehf. tölvuverslun og tölvuverkstæði í Ármúla 11. Omnis er á sínu 10. starfsári en fyrirtækið hefur undanfarin ár rekið verslanir á þremur stöðum á landsbyggðinni, í Borgarnesi, á Akranesi og í Keflavík.

Viðskipti erlent

Geithner hvetur til aðgerða

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gærkvöldi ráðamenn í Asíu og Evrópu til þess að bregðast við þeim slaka sem hagkerfi heimsins glíma nú við. Þetta kom fram á fundi Geithners með leiðtogum Asíuríkja, sem breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Viðskipti erlent

Hægri og vinstri menn "grilla" forstjóra Lehman

Ólíkt því sem þingið ákvað að gera hér á landi, þá kölluðu bandarískir þingmenn bankastjóranna af Wall Street í opnar yfirheyrslur. Richard Fuld, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri Lehman Brothers, fékk að finna fyrir því frá bæði demókrötum og repúblikönum þegar hann kom fyrir þingið árið 2009.

Viðskipti erlent

Papademos nýr forsætisráðherra Grikklands

Grikkinn Lucas Papademos, fyrrverandi varabankastjóri Seðlabanka Evrópu, var í dag skipaður forsætisráðherra Grikkja, samkvæmt frétt BBC. Mynduð hefur verið ný samsteypustjórn þriggja flokka í Grikklandi til að fást við þá skelfilegu stöðu sem komin er upp í efnahagslífi landsins.

Viðskipti erlent

Tóku skortstöðu gegn viðskiptavinunum

Carl Levin, öldungardeildarþingmaður bandaríkjaþings, spurði Llyod Blankfein, stjórnarformann og forstjóra Goldman Sachs spjörunum úr í bandaríska þinginu um afleiður og tryggingar, fyrr á þessu ári. "Þið voruð að taka skortstöðu gegn viðskiptavinum ykkar,“ sagði Levin og gekk á Blankfein. Þessi starfsemi Goldman Sachs er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Hvað sagði Jobs við Zuckerberg?

Mark Zuckerberg stofnandi Facebook segir að hann hafi oft leitað ráða hjá Steve Jobs stofnanda Apple áður en hann lést en þeir urðu ágætis félagar síðustu árin. Hann segist hafa spurt Jobs hvernig ætti að byggja upp gott starfslið og hvernig eigi að framleiða frábærar vörur. Hann neitar því hinsvegar að þeir hafi nokkurn tíma rætt um að Apple myndi kaupa Facebook. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Charlie Rose á PBS við Zuckerberg þar sem farið er yfir víðan völl. Þar kemur meðal annars fram að Facebook muni aldrei fara út í framleiðslu á tölvuleikjum.

Viðskipti erlent

Hrun á hlutabréfamörkuðum

Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Þannig lækkaði Nasdaq vísitalan um tæplega fjögur prósent og S&P 500 vísitalan um 3,8% prósent. Erlendir fjölmiðlar tala margir hverjir um hrun fremur en lækkun.

Viðskipti erlent

Adobe segir skilið við Flash

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Adobe Systems tilkynnti í dag að fyrirtækið muni hætta þróun á Flash margmiðlunarhugbúnaðinum fyrir snjallsíma. Flash er þungamiðja fjölmiðlunar í stýrikerfum margra snjallsíma, þar á meðal í Android og BlackBerry.

Viðskipti erlent

Áhyggjur vegna vanda Ítalíu magnast

Áhyggjur fjárfesta af fjárhagsvanda Ítalíu hafa magnast í dag, þvert á það sem margir höfðu spáð fyrir um fyrir sólarhring síðan. Á vefsíðu Wall Street Journal í gær kom meðal annars fram að fjárfestar horfðu til þess með tilhlökkun að Silvio Berlusconi væri að hætta störfum.

Viðskipti erlent

Lækkanir á mörkuðum

Miklar lækkanir hafa verið í dag á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Flestar vísitölur hafa lækkað um á bilinu 1,5% til 2,5%. Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum lokar ekki fyrr en í kvöld og því ekki hægt að útiloka að hann rétti úr kútnum.

Viðskipti erlent

Papandreou á fund forseta

Svo virðist sem ný ríkisstjórn verði kynnt í Grikklandi síðar í dag en George Papandreou, forsætisráðherra, mun ganga á fund forseta landsins, Carolos Papoulias, klukkan 15, samkvæmt frásögnum erlendra fjölmiðla. Papandreou mun á fundinum afhenda afsagnarbréf sitt, samkvæmt fréttum erlendra miðla.

Viðskipti erlent

Facebook getur komið þér í steininn - nokkrir örlagaríkir statusar

Facebook statusar geta verið varhugaverðir. Stundum virðist fólk ekki átta sig á því að það sem sett er sem status á Facebook síðunni getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Vefsíðan Mental Floss hefur tekið saman nokkrar stöðuuppfærslur sem eiga það sameiginlegt að hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi.

Viðskipti erlent