Viðskipti erlent

S&P: Grikkland tæknilega gjaldþrota

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur lækkað lánshæfi Grikklands enn meira og segir fyrirtækið að ríkissjóður Grikklands sé nú "tæknilega gjaldþrota“. Er þar meðal annars vitnað til þess kröfuhafar landsins hafi þegar samið um að gefa eftir stóran hluta skulda landsins þar sem útilokað er talið að ríkissjóður landsins geti komist á rétt kjöl, nema afskriftir komi til.

Viðskipti erlent

Alþjóðabankinn um Kína: Þetta gengur ekki lengur

Alþjóðabankinn segir að kínverska hagkerfið standi nú á tímamótum og þurfi að aðlaga sig að hefðbundnum frjálsum alþjóðaviðskiptum ef ekki á illa að fara. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðabankinn hefur unnið um stöðu mála í Kína, en vitnað er til hennar í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld.

Viðskipti erlent

Arsenal sýnir góðan hagnað

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hagnaðist um 41,6 milljónir punda, eða sem nemur tæplega 9,3 milljarða króna, á seinni helmingi ársins í fyrra. Sala leikmönnum skipti sköpum fyrir reksturinn, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Íran gjörbreytti efnahagnum með nýrri áætlun

Fyrir um einu og hálfu ári gripu stjórnvöld í Íran til róttækra efnahagaðgerða til þess að rétta við efnhag landsins, sem er viðkvæmur, þrátt fyrir miklar náttúruauðlindir. Í áætlunni fólst m.a. hækkun á orkuverði til almennings. Það hefur frá upphafi mætt mikilli andstöðu.

Viðskipti erlent

Fjármögnun björgunarsjóðs Evrópu ekki enn tryggð

Fjármálaráðherrar tuttugu helstu iðnríkja heims, G20, segja að nauðsynlegt sé að setja meiri pening inn í björgunarsjóð fyrir evruríkin, ef ríkustu þjóðir heimsins eigi að taka þátt í björgunaraðgerðunum. Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Buffett segist vera búinn að finna eftirmann sinn

Warren Buffett, annar ríkasti maður Bandaríkjanna á eftir Bill Gates stjórnarformanni Microsoft, segist vera búinn að finn eftirmann sinn í starfi hjá fjárfestingafélaginu þar sem hann er stærsti eigandi, Berkshire Hathaway. Frá þessu greindi Wall Street Journal í dag, en Buffett hefur enn ekki staðfest hver það er sem á að taka við af honum sem starfandi stjórnarformaður.

Viðskipti erlent

Volkswagen skilar miklum hagnaði

Bílarisinn Volkswagen skilaði tvöfalt meiri hagnaði á síðasta ári en árið áður. Fyrirtækið hefur aldrei selt fleiri bíla á einu ári eins og í fyrra og skilaði hagnaði upp á 15,8 milljarða evra, samanborið við 7,2 milljarða árið áður. Þýski bílaframleiðandinn seldi rúmlega átta milljónir bíla á síðasta ári, sem er met. Fyrirtækið hefur tilkynnt að það muni greiða meiri arð til hluthafa vegna þessarar miklu velgengni.

Viðskipti erlent

"Apple á meira en nóg af peningum"

Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í gær að stjórn fyrirtækisins íhugi nú að greiða hluthöfum arð. Hann sagði að Apple hafi meira en nóg af peningum til ráðstöfunar. Talið er að Apple eigi um 98 milljarða dollara.

Viðskipti erlent

Buffett: Mönnum var leyft að skuldsetja sig í botn

Warren Buffett, einn þekktasti fjárfestir heims og annar ríkasti maður Bandaríkjanna á eftir Bill Gates, segir að engin yfirsýn hafi verið fyrir hend þegar kom að skuldsetningu í bandarísku efnahagslífi. Þetta hafi ekki síst átt við markað með tryggingar og afleiður.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar látlaust

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu þessa stundina. Bandaríska léttolían er komin í 108,5 dollara á tunnuna en fyrir þremur vikum var það verð komið niður í tæpa 96 dollara á tunnuna. Verðið á Brentolíunni stendur í 124 dollurum á tunnuna.

Viðskipti erlent

Hækkanir og lækkanir á mörkuðum

Hlutabréfavísitölur hækkuðu í Bandaríkjunum í dag á meðan þær lækkuðu víðast hvar í Evrópu. Þannig hækkaði Nasdaq vísitalan vestanhafs um 0,81 prósent á meðan DAX vísitalan í Evrópu lækkaði um 0,5 prósent. Hér á Íslandi var lítil hreyfing á gengi bréfa í skráðum félögum, en gengi bréfa í Högum hækkuðu þó lítillega, eða um 0,29 prósent og er gengið nú 17,2.

Viðskipti erlent

0,3% samdráttur á evrusvæðinu

Samdrátturinn í hagkerfinu á evrusvæðinu verður 0,3% á þessu ári, samkvæmt spá framkvæmdastjórnar Evrópusambands Íslands. Fyrri spá gerðu ráð fyrir að hagvöxtur yrði 0,5%. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur skýrt fram að þarna sé um að ræða einungis lítilsháttar samdrátt og að merkja mætti stöðugleika i nálægri framtíð. Eins og við er að búast er það Grikkland sem mun hamla mest vexti á evrusvæðinu.

Viðskipti erlent

4G-farsímar valda truflun

Koma þarf tæknibúnaði fyrir í hátt í milljón breskra heimila til að koma í veg fyrir að bylgjur úr 4G-farsímum trufli ekki sjónvarpsútsendingar. Þessi aðgerð mun kosta rúma tuttugu milljarða króna, samkvæmt frétt BBC.

Viðskipti erlent

Evrópudómstóll fjallar um ACTA

Evrópudómstóll hefur verið beðinn um að fjalla um lögmæti viðskiptasamningsins ACTA. Samningurinn felur í sér úrbætur á viðurlögum og eignaupptöku í tilfellum höfundarlagabrota á internetinu.

Viðskipti erlent