Viðskipti erlent

Bjórsala minni vegna átaka

Sala á Carlsberg hefur minnkað að undanförnu vegna minni neyslu á bjór í Rússlandi og Úkraínu. Í afkomutilkynningu frá Carlsberg, sem BBC vísar til, segir að neysla á bjór í Rússlandi hafi minnkað um 6-7% vegna óhagstæðra efnahagsaðstæðna og neysla í Úkraínu um 10% vegna átakanna í Austur-Evrópu.

Viðskipti erlent

Vonbrigði í Færeyjum

Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja í dag, um nýjustu olíuborun við eyjarnar.

Viðskipti erlent

Hlutabréf African Bank hríðfalla

African Bank Investments sendi frá sér afkomuviðvörun til Kauphallarinnar í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær þar sem varað var við því að tap ársins hjá bankanum gæti orðið allt að 7,6 milljarðar randa (81,4 milljarðar íslenskra króna). Þá var frá því greint að stofnandi og forstjóri bankans, Leon Kirknis, hefði látið af störfum.

Viðskipti erlent