Tónlist

Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út

Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar.

Tónlist

Magnaðir minningartónleikar Ellýjar Vilhjálms

Meðfylgjandi myndir voru teknar á minningartónleikum Ellýjar Vilhjálms fyrir troðfullu húsi - í Laugardalshöllinni á laugardaginn var. Gríðarlega góð stemning var í höllinni og tónleikagestir skemmtu sér konunglega. Stórsöngvarar Íslands sáu um að rifja upp feril Ellýjar og fjölmiðlakonan Margrét Blöndal var frábær sem kynnir sýningarinnar en Margrét skrifaði einnig ævisögu Ellýjar sem gefin er út af Senu - lesa meira um bókina hér.

Tónlist

Samdi lag við ljóð mömmu

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson samdi lag við ljóð móður sinnar Rögnu Erlendsdóttir á þriðju sólóplötu sinni, Þar sem himinn ber við haf, sem kemur út á næstu dögum.

Tónlist

Mahler sunginn í Salnum

Á tónleikunum flytja Sesselja, Ágúst og Eva Þyri meðal annars lögin Wo die schönen Trompeten blasen, Urlicht og Wer hat dies Liedlein erdacht.

Tónlist

Snow Patrol bauð Sykri að "remixa”

Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody.

Tónlist

Feit hiphop-veisla á Airwaves

Hiphop-kvöld undir merkjum Kronik er fastur liður á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þau hafa oft verið góð, en í ár er dagskráin þéttari en stundum áður. Það eru tvær sveitir frá Seattle sem eru stærstu númerin, en að auki koma fram Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti, hinn sjóðheiti Gísli Pálmi og nýja bandið hans Sölva Blöndal og Tiny úr Quarashi, Halleluwah.

Tónlist

Stuðmenn fá fullt hús stiga

Það ríkti mikil gleði í Hörpu á föstudags- og laugardagskvöld þegar Stuðmenn fögnuðu þrjátíu ára afmæli myndarinnar Með allt á hreinu og það var vægast sagt áberandi á samskiptasíðunni Facebook um helgina að fólk var almennt ánægt með tónleikana. Friðrik Ómar, Ólafur Páll og Selma Björns lifa og hrærast í tónlistarbransanum - þetta var það sem þau sögðu um Stuðmannatónleikana:

Tónlist

Bæði djörf og saklaus

Söngkonan Taylor Swift, 22 ára, mætti á tónlistarverðlaunahátíðina Teen Awards á Wembley leikvanginn klædd í hvítan kjól með hárið tekið í tagl í Lundúnum í gær. Þá mætti söngkonan nokkrum klukkustundum síðar á svið klædd í stuttar buxur, gegnsæjan topp, með eldrauðan varalit og hárið slegið. Það verður ekki annað sagt en að hún hafi verið sakleysið uppmálað þegar hún sinnti aðdáendum fyrir utan tónleikahöllina en þegar inn var komið og hún mætti á sviðið var hún heldur djarfari.

Tónlist

RafKraumur í fyrsta sinn

Hljómsveitin Ghostigital í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð heldur tónleika á Faktorý í kvöld, laugardag, undir formerkinu RafKraumur. Það er nýtt samstarfsverkefni með það að markmiði að vinna að framþróun og fræðslu um lifandi flutning raftónlistar. Auk Ghostigital stíga Captain Fufanu og Bypass á svið og einnig plötusnúðarnir Gunni Ewok og Árni Skeng.

Tónlist

Mumford slær sölumet

Enska hljómsveitin Mumford and Sons hefur slegið sölumetið á þessu ári í Bandaríkjunum með nýjustu plötu sinni Babel. Samkvæmt Billboard hefur hún selst í sex hundruð þúsund eintökum á einni viku og þar með slegið út Believe með Justin Bieber sem seldist í 226 þúsundum.

Tónlist

Hlustaðu á nýja Bond lagið

Meðfylgjandi má heyra titillag nýjustu kvikmyndarinnar um spæjarann James Bond í flutningi bresku söngkonunnar Adele en hún er einn vinsælasti tónlistarmaður veraldar svo vægt sé til orða tekið. Adele viðurkennir þó að hafa verið efins um að taka að sér verkefnið enda fylgir því mikil ábyrgð. Kvikmyndin heitir Skyfall og verður þetta í þriðja sinn sem leikarinn Daniel Craig bregður sér í hlutverk Bond.

Tónlist

YOLO fyrir unglingana

Aukatónleikum hefur verið bætt við hipphopphátíðina YOLO sem verður haldin á Þýska barnum 7. til 10. nóvember. Tónleikarnir verða fyrir unglinga og fara þeir fram í Stapanum í Reykjanesbæ 7. nóvember.

Tónlist

Tuttugasta platan frá Kiss

Goðsagnirnar í Kiss gefa út sína tuttugustu hljóðversplötu í næstu viku. Tæp fjörutíu ár eru liðin frá stofnun rokksveitarinnar.

Tónlist

Sölvi og Tiny frumsýna fyrsta myndband Halleluwah

Tvíeykið Halleluwah, þeir Sölvi Blöndal og Tiny, frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið K2R. Sölvi og Tiny, sem heitir réttu nafni Egill Ólafur Thorarensen, eru því komnir á fullt undir merkjum Halleluwah en nú eru einmitt um níu ár síðan þeir hófu fyrst samstarf undir merkjum Quarashi.

Tónlist

Tónlist, uppvask og tíska í New York

"Við spiluðum á alls konar klúbbum og börum í borginni og vorum alveg rosalega bókaðir, yfirleitt vorum við með upp í þrjú gigg í viku og þegar aðsóknin var góð vorum við að fá 200 dollara fyrir kvöldið,“ segir hinn 18 ára gamli Gunnar Ágúst Thoroddsen, gítarleikari hljómsveitarinnar Icarus.

Tónlist

"Næntís”-nostalgía á Gauknum

Til stendur að halda tónleika með gömlum íslenskum gruggsveitum frá tíunda áratugnum á Gamla Gauknum um miðjan desember. Staðfestar hafa verið Bone China, Dos Pilas, Quicksand Jesus, In Bloom og Dead Sea Apple.

Tónlist

Ferðast um Bandaríkin

Tilgangur ferðarinnar er að kynna Sudden Weather Change fyrir bandarískum tónlistariðnaði í von um að hljómsveitin komist á plötusamning þar í landi.

Tónlist