Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Óttar Kolbeinsson Proppé, verkefnastjóri hjá Almannarómi og fyrrverandi fréttamaður, þakkar vinum sínum fyrir afmæliskveðjurnar í tilefni 27 ára afmælis hans í síðustu viku en skammar um leið þá vini sína sem sendu honum kveðju á ensku. Menning 19.8.2025 17:02
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ný göngubrú er risin yfir Sæbraut og hafa margir skoðun á útliti hennar. Einn þeirra sem klórar sér í kollinum yfir brúnni er rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem telur hönnunina merki um of afgerandi áhrif íslenskrar verkfræði í borgarlandslaginu. Fjölmargir leggja orð í belg. Menning 19.8.2025 15:09
Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Vigdís Jakobsdóttir hefur verið ráðin verkefna – og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi. Menning 18.8.2025 14:03
Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning 14.8.2025 14:41
Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Barnakór Hallgrímskirkju verður stofnaður í haust undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Kórinn er ætlaður börnum í þriðja til fimmta bekk og tekur þátt í helgihaldi kirkjunnar tvisvar á önn og heldur einnig sína eigin tónleika. Menning 24.7.2025 11:59
Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Bogi Ágústsson birtist óvænt á sviðinu þegar farsinn Ber er hver að baki var frumsýndur í Háskólabíó um helgina og vafði áhorfendum þar um fingur sér. Menning 13.7.2025 22:47
Risastór menningarhátíð á Flateyri Listalífið á Flateyri iðar sem aldrei fyrr en næstkomandi laugardag hefst þar menningarhátíðin ListaVestrið. Fjöldi íslenskra kanóna koma að hátíðinni og má þar nefna Gabríelu Friðriksdóttur og Hrafnkel Sigurðsson. Menning 8.7.2025 10:18
Ofboðslega falleg berskjöldun „Fyrir mér þýðir þetta bara að ég sé að fylgja sjálfri mér og gera það sem ég elska að vera gera,“ segir fjöllistakonan Bryndís Magnúsdóttir sem var að opna sína fyrstu einkasýningu. Menning 7.7.2025 18:03
Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Nýjum listaverkum eftir þá Sigurð Árna Sigurðsson og Helga Má Kristinsson hefur verið komið upp við Center hótelið á Héðinsreit í Reykjavík. Menning 1.7.2025 13:42
„Ég er sáttur við það dagsverk“ Helgi Jónsson, ritstjóri Glatkistunnar, vonar að einhver taki að sér að reka tónlistargagnagrunninn þó hann hyggist sjálfur ekki lengur halda honum úti. Að óbreyttu ratar Glatkistan í glatkistuna eftir ár, en Helgi gengur sáttur frá borði. Menning 30.6.2025 17:46
Glatkistunni lokað Glatkistunni, stærsta gagnagrunni sem er að finna um tónlistarlíf á Íslandi, verður að óbreyttu lokað eftir ár. Illa hefur gengið að fá auglýsendur til að styðja við verkefnið og styrkir frá hinu opinbera hafa verið fáir. Fleira efni mun ekki birtast á síðunni „nema auðvitað eitthvað stórkostlegt gerist,“ segir ritstjórinn. Menning 30.6.2025 12:09
Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Um helgina eru síðustu forvöð að sjá ljósmyndasýninguna „Veiðidagur í Óseyrarnesi 1993“ í Gömlu kartöflugeymslunni við Búðarstíg á Eyrarbakka. Menning 27.6.2025 11:03
Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri útnefndi í dag Ragnhildi Gísladóttur tónlistarkonu, borgarlistamann Reykjavíkur 2025 við hátíðlega athöfn í Höfða. Menning 17.6.2025 14:47
Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Það er mikil dansveisla í vændum í Reykjavík en 19. og 20. júní næstkomandi mun listahópurinn Source Material frumsýna verkið Life in this House is Over í Tjarnarbíói. Leikstjóri er Samantha Shay og á verkið rætur sínar að rekja í samvinnu hennar við sögulega dansflokkinn Pina Bausch. Menning 16.6.2025 17:02
Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur og dagskrárgerðarkona hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Menning 13.6.2025 13:55
„Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ „Það er svo auðvelt að láta streituna heltaka sig en listsköpunin er þvílík núvitund frá hversdagslega amstrinu,“ segir hönnuðurinn og listakonan Sunna Dögg Ásgeirsdóttir. Sunna hefur komið víða við í hinum skapandi heimi og sýnt verk sín víða utan landsteinanna en var að opna einkasýninguna Ilmur í tvívídd í Gallerí Gróttu. Menning 13.6.2025 07:02
Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Einar Björn Magnússon bóksali í Skáldu segir að sér hafi fyrir skömmu borist brúnn böggull merktan Skáldu. Þetta var dularfullur böggull, í var dularfull bók eftir afar dularfullan höfund. Öðru bókmenntafólki hefur borist samskonar böggull og nú velta menn því fyrir sér hvað sé að gerast? Menning 11.6.2025 14:04
Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Grímuverðlaunin voru veitt í 23. skiptið við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Flest verðlaun, eða þrenn, hlutu sýningarnar Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður. Menning 11.6.2025 00:05
Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, mun leikstýra nýjum íslenskum söngleik sem byggir á Gunnlaugs sögu Ormstungu. Verkið verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins á næsta leikári og fjallar um hinn fræga ástarþríhyrning Gunnlaugs, Hrafns og Helgu hinnar fögru. Menning 10.6.2025 17:12
Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar notaði íslenska gervigreindarforritið Viskubrunn til að finna ljóðlínur eftir skáldið Jón Örn Loðmfjörð. Jón Örn, betur þekktur sem Lommi, kannaðist hins vegar ekkert við ljóðlínurnar og virðist gervigreindin hafa skáldað fram textann. Menning 10.6.2025 14:48
Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Hin norska Eva Fretheim hlýtur Glerlykilinn, verðlaun fyrir bestu norrænu glæpasöguna, í ár fyrir glæpasögu sína Fuglekongen, eða Glókollinn. Menning 10.6.2025 08:00
Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega Það er í raun stórmerkilegt hvernig listamaður sem var jafn atkvæðamikill í íslensku menningarlífi á sínum tíma og Kristján H. Magnússon vissulega var, það er á fjórða áratug síðustu aldar, geti nánast og svo gott sem gleymst með öllu. Menning 8.6.2025 07:00
„Ekkert gengið að casha út á pabba“ Júlía Margrét Einarsdóttir var að senda frá sér sína þriðju skáldsögu sem heitir Dúkkuverksmiðjan. Blaðamaður áttar sig ekki á því hvort hann er að verða svona hrifnæmt gamalmenni eða hvað, en þessi bók er algjörlega glimrandi. Ég gef henni fimm stjörnur. Menning 7.6.2025 07:01
Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Hildur Guðnadóttir verður hátíðarlistamaður á Listahátíð í Reykjavík sumarið 2026. Á fjögurra daga hátíðinni verður ferill margverðlaunaða tónskáldsins og tónlistarkonunnar fagnað með þremur viðburðum með tónlist Hildar í fyrirrúmi. Menning 6.6.2025 15:51
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fer fram í átjánda sinn um helgina. Alda Hrannardóttir sér um praktísku hlið hátíðarinnar og er búin að vera á haus að redda gistiplássi fyrir áttatíu manns. Menning 6.6.2025 14:04