Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Hjónin Inga Lára Baldvinsdóttir og Magnús Karel Hannesson hlutu menningarviðurkenningu Árborgar árið 2025. Þau hafa eflt menningarlíf Eyrarbakka síðustu áratugi með ljósmyndasýningum, sögugöngum, bókaútgáfu og rekstri Laugabúðar. Menning 29.10.2025 16:00
Cecilie tekur við af Auði Cecilie C. Ragnheiðardóttir Gaihede hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar til fimm ára frá 1. desember 2025. Menning 29.10.2025 09:54
Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Þórdís Dröfn Andrésdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2025 fyrir ljóðahandritið Síðasta sumar lífsins. Upphæð verðlaunafjár nemur einni milljón króna og kemur bókin út hjá bókaútgáfunni Benedikt. Menning 27.10.2025 15:18
Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson furðar sig á nýjum Línu Langsokks-frostpinnum og spyr hvort það sé hlutverk Þjóðleikhússins að „markaðssetja sykurdrullu“. Þjóðleikhússtjóri segir ísinn hluta af almennu kynningarstarfi sem hafi viðgengist um árabil hjá íslenskum leikhúsum. Hann segir þó sjálfsagt að endurskoða slíkt fyrirkomulag. Menning 21.10.2025 08:01
Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu að lista með Magnús Ragnarsson sem formannsefni. Því stefnir í kosningabaráttu um stjórnina. Menning 17.10.2025 13:25
Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menningarvaktin, nýtt menningarhlaðvarp, hefur hafið göngu sína á Vísi. Símon Birgisson, leikhúsgagnrýnandi, fær þar til sín góða gesti fyrir heiðarlegar, frjálsar og öðruvísi umræður um það sem er efst á baugi í menningunni. Menning 16.10.2025 15:18
Trylltust við taktinn í barokkbúningum Færri komust að en vildu á næturklúbbnum Auto síðastliðinn laugardag þegar tónleikarnir Barokk á klúbbnum fóru fram í annað sinn. Þakið ætlaði að rifna af þegar helstu slagarar barokk tímabilsins 1600-1750 voru fluttir í raftónlistarbúningi. Menning 14.10.2025 16:02
László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Ungverski rithöfundurinn og handritshöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Menning 9.10.2025 11:06
Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Menning 9.10.2025 10:28
„Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Fólk sem bölvaði því að plakat af Elly Vilhjálms hefði verið skapað með gervigreind reyndist hafa rangt fyrir sér. Teiknarar af holdi og blóði báru ábyrgðina. Hugkvæmdastjóri Brandenburg segir að fólk sem finnist hlutir „gervigreindarlegir“ dæmi þá greinilega fyrirfram. Hann spyr hvort vitneskjan um ferlið hafi áhrif á skoðanir fólks. Menning 7.10.2025 12:04
Áhersla á hæglæti á Sequences Listahátíðin Sequences hefst á föstudag og stendur í tíu daga. Hátíðin er haldin annað hvert ár og er eina myndlistarhátíð landsins þar sem fjallað er um nútímalist. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Pása“. Daría Sól Andrews er sýningarstjóri hátíðarinnar. Menning 7.10.2025 10:02
Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Það var húsfyllir og góð stemning þegar kvikmyndaframleiðandinn Lilja Ósk Snorradóttir fagnaði útgáfu sinnar fyrstu bókar, Heimsins besti dagur í helvíti, með teiti í bókabúð Sölku á dögunum. Menning 6.10.2025 18:02
Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Tólf klukkustunda sviðslistarhátíðin „Komum út í mínus“ fer fram laugardaginn 4. október frá hádegi til miðnættis. Markmiðið er lyfta upp grasrót íslenskra sviðslista og geta áhorfendur kíkt á dansverk um fótbolta, hlustað á uppistand, sánað sig eða fengið sér pulsu. Menning 3.10.2025 14:03
Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina Linda Ólafsdóttir, rit- og myndhöfundur, opnar um helgina sýninguna Ég þori! Ég get! Ég vil! á Borgarbókasafninu í Grófinni. Á sýningunni verður hægt að sjá frummyndir og skissur úr bókinni sem kom út árið 2023. Myndirnar hafa áður verið sýndar í New York og á bókahátíðinni í Bologna á Ítalíu. Menning 2.10.2025 11:01
„Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Andri Snær Magnason hafnar boði Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns í það sem hann segir „einhvers konar einvígi.“ Hann setur út á það að upphafleg grein, þar sem ansi frjálslega er farið með stærðfræðina, hafi ekki verið leiðreitt heldur að þess í stað hafi honum verið boðið í viðtal til að breiða rangfærslurnar enn frekar út. Menning 1.10.2025 16:24
„Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Andri Snær Magnason rithöfundur segir það rangt að hann hafi einungis skrifað fimm bækur á 25 árum líkt og fullyrt var í umfjöllun Morgunblaðsins um helgina. Þrátt fyrir ábendingar um rangfærslur segir hann blaðamanninn Stefán Einar Stefánsson ekki hafa leiðrétt mistök sín. Hann segir Stefán eitt sinn hafa reynt að komast yfir umsóknir hans í Launasjóð rithöfunda og segir hann hafa getað valdið miklu tjóni. Menning 1.10.2025 09:45
Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Hljómsveitin Ég kemur saman á ný og heldur sérstaka tónleika í Bæjarbíói, Hafnarfirði þann 30. október 2025, til heiðurs leiðtoga, söngvara, laga- og textahöfundi sveitarinnar, Róberti Erni Hjálmtýssyni. Meðlimir Ég fá til liðs við sig á tónleikunum fjölda gestasöngvara eins og Valdimar Guðmundsson, Eyþór Inga, Heiðu Eiríks, Bjarka Sig, Ara Eldjárn, Örn Eldjárn og Sverri Þór Sverrisson (Sveppi). Menning 30.9.2025 13:57
Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Formaður Rithöfundasambands Íslands segist fagna nýrri úttekt Samtaka skattgreiðenda á ritlaunum en bendir þó á að ekki sé hægt að meta afköst rithöfunda út frá útgefnum bókum eða fjölda blaðsíðna. Fleira sé skrifað heldur en bara bækur. Blaðamaður Morgunblaðsins segir að sér þyki hörð viðbrögð rithöfunda benda til þess að hópurinn vilji í lengstu lög forðast umræðu um launin. Menning 29.9.2025 16:50
Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Norræni skálinn á heimssýningunni EXPO 2025 í Osaka hlaut gullverðlaun í flokknum „Best Exhibit / Display“ á World Expolympics. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi útfærslur í nýsköpun og upplifunarhönnun á Heimssýningunni en þar eru 193 sýningar. Menning 25.9.2025 21:02
Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram „Þetta verður upplifun sem enginn vill lenda í að sjá bara á Instagram morguninn eftir,“ segir píanósnillingurinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem stendur fyrir menningarhátíðinni State of the Art í október. Blaðamaður ræddi við hann um mjög svo einstaka dagskrána þar sem barokk og klúbburinn blandast til dæmis saman og tennishöllin verður að dansrými. Menning 22.9.2025 14:01
Með Banksy í stofunni heima „Mamma er listsafnari og mjög dugleg að spotta alls konar sniðugt,“ segir klínískri barnasálfræðineminn og listsafnarinn Snæfríður Blær Tindsdóttir sem fékk lítið og mjög svo einstakt verk í gjöf frá móður sinni eftir alræmda listamanninn Banksy. Menning 22.9.2025 11:31
Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Ný sýning Johönnu Seeleman, Vitrum, opnaði í HAKK gallerý við Óðinsgötu 1 á föstudag. Á sýningunni vinnur hún með Íspan-Glerborg, Anders Vange glerlistamanni og Hildiberg lýsingarhönnuðum að því að gefa gleri sem annars væri urðað, nýtt líf. Menning 21.9.2025 12:07
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Andri Snær Magnason rithöfundur hvetur íslenska stráka á miðlinum X (Twitter) til að hætta að neyta bandarísks efnis og lesa frekar íslenskar bækur, hlusta á þjóðsögur og tala við eldri borgara. Nafnleysingjarnir taka misvel í hvatninguna. Menning 19.9.2025 09:44
Innblástur frá handanheiminum Það var líf og fjör á Listasafni Árnesinga á dögunum þegar nokkur fjöldi sýninga opnaði undir sama þaki. Fjöldi fólks leit við og menningin tók yfir í samtali við náttúrukrafta og handanheiminn. Menning 17.9.2025 17:02