Lífið

Fann fyrir nær­veru hinna látnu í Auschwitz

„Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram,“ segir ljósmyndarinn Hilmar Þór Norðfjörð. Hann heimsótti á dögunum útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz með myndavélina við höndina.

Lífið

Travis Scott hand­tekinn í Miami

Rapparinn Travis Scott var handtekinn í Miami í nótt vegna drykkjuláta og rifrildis sem virðist hafa orðið til þess að rapparinn fór óleyfilega um borð í snekkju sem hann átti ekki. Rapparinn var handtekinn um klukkan 01:45 í nótt að staðartíma.

Lífið

Börn verði tekin fram­yfir gælu­verk­efni

Sylvía Briem Friðjóns þriggja barna móðir sem komin er með nóg af dagvistunarvandræðum foreldra segir að hjarta sitt brotni vegna allra þeirra frásagna sem hún hefur fengið frá foreldrum í vandræðum. Hún segir dæmi um að fólk hafi valið að fara í þungunarrof vegna dagvistunarvandans og hvetur stjórnmálamenn til að láta af gæluverkefnum og leysa vanda foreldra í eitt skiptið fyrir öll.

Lífið

„Marg­oft verið haldið fram­hjá mér“

Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér.

Lífið

Egill og villta vestrið í Víkinni

Glaðlegi útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu síðastliðið fimmtudagskvöld í Víkingsheimilinu í Fossvogi. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta þar sem um hundrað manns mættu og samfögnuðu í sannkallaðri country-stemningu.

Lífið

Kevin Costner opnar sig um slúðrið

Kevin Costner hefur opnað sig um þrálátan orðróm þess efnis að hann sé nú að hitta söngkonuna Jewel. Stutt er síðan leikarinn skildi að borði og sæng við tískuhönnuðinn Christine Baumgartner og hefur hann nokkrum sinnum sést á opinberum vettvangi með Jewel.

Lífið

Getur varla lesið Sjálf­stætt fólk lengur

Rithöfundurinn Einar Kárason segir það reyna frekar á hann í seinni tíð að lesa Sjálfstætt fólk eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Mögulega sé hækkandi aldri um að kenna. Hann hallast enn frekar að því en áður að bókin sé með undarlegum hætti ástarsaga Bjarts og Ástu Sólilju.

Lífið

„Þetta líf er bara eitt augnabliksstopp“

„Low er lag sem fjallar um ferðalagið í gegnum lífið og hvernig það einkennist af breytilegum væntingum, tilfinningum og upplifunum. Þegar það verður erfitt er ekkert annað að gera en að grafa sig út úr erfiðleikunum og dansa og syngja. Þetta líf er bara eitt augnabliksstopp og þegar það er búið þá er það búið,“ segir gítarleikarinn Þór Freysson sem er meðlimur sveitarinnar Hvítár. 

Lífið

Það mikil­vægasta og það auð­veldasta til að gera í garðinum

Hjörleifur Björnsson framkvæmdastjóri Garðaþjónustu Reykjavíkur segir ekki of seint að ráðast í að gera garðinn huggulegan þetta árið. Mikilvægt sé að huga að garðinum til að viðhalda virði eignarinnar. Hjörleifur er með ráð undir rifi hverju um hvað sé mikilvægast að gera og hvað sé auðveldast.

Lífið

„Fann svo til með okkur að hann gaf okkur af­slátt“

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir söng-og leikkona segist ekki alveg hafa hugsað málin til enda þegar hún bókaði ferð fyrir alla fjölskylduna sína til Ítalíu. Yngsta dóttir hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar er einungis fjögurra vikna gömul og það reyndist þrautin þyngri að taka passamynd af þeirri litlu.

Lífið

Tví­burarnir komnir með nafn

Victor Guðmunds­son, lækn­ir og tón­list­armaður, og Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir bráðalæknir hafa nefnt tvíburasyni sína. Drengirnir heita Máni og Stormur. Victor  greindi frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í vikunni.

Lífið

Um 700 manns mættu á Apa­vatn

Um 700 manns mættu á Apavatn rétt við Laugarvatn um helgina á fjölskylduhátíð Rafiðnaðarsambands Íslands, sem er með eitt glæsilegasta orlofssvæði landsins við vatnið.

Lífið

Stjörnubrúðkaup á Siglu­firði: „Partý sem fór hálf­partinn úr böndunum“

Snorri Másson fjölmiðlamaður og Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play giftu sig við hátíðlega athöfn á Siglufirði liðna helgi þar sem þjóðlegt þema einkenndi herlegheitin í ljósi áttatíu ára lýðveldisafmælisins. Um hundrað og fimmtíu gestir mættu í gleðskapinn. Lúðrasveit, skrúðganga og íslenski fáninn settu sterkan svip á daginn.

Lífið

Justin Timberlake hand­tekinn

Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 

Lífið

Greta Salóme og Elvar greina frá kyninu

Hjónin Greta Salóme Stefánsdóttir tónlistarkona og Elvar Þór Karlsson eiga von á dreng í haust. Um að ræða þeirra annað barn saman en fyrir eiga þau Bjart Elí sem fæddist í nóvember árið 2022. Greta tilkynnti gleðitíðindin í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið

Þor­grímur Þráins selur slotið

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur hefur sett íbúð sína í einbýlishúsi í Tungugötu við Sogaveg í Reykjavík á sölu. Húsinu fylgir meðal annars vinnustofa en eigninni er lýst sem rómantískri í auglýsingu á fasteignavef Vísis.

Lífið