Lífið

Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið

Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar.

Lífið

Finnar gerðu skýrar kröfur til Íslendinga

Finnar létu sitt ekki eftir liggja í umdeildum skilaboðum í kynningarglugga sínum við lok atkvæðagreiðslunnar í Eurovision í kvöld. Þegar kom að þeim drógu þeir skyndilega upp skilti þar sem á stóð: „Play Jaja Ding Dong.“

Lífið

Daði og Gagnamagnið komust áfram

Ísland er á meðal þeirra þjóða sem komast áfram í lokakeppni Eurovision. Þetta varð ljóst rétt í þessu þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar voru kynnt. 10 þjóðir komust áfram af 16 keppendum.

Lífið

Nóg væntanlegt í bíó

Í gær safnaðist allt helsta fólkið í Hollywood saman og fagnaði því að dyrnar að kvikmyndahúsum séu nú galopnar. Þar kynntu kvikmyndaverin sínar helstu væntanlegu myndir, en margar þeirra urðu frestunum að bráð vegna Covid-19.

Lífið

„Þetta er bara þyngra en tárum taki“

„Við erum að fara keppa í kvöld og hér er verið að undirbúa græna herbergið á hótelinu þar sem að þeir Gagnamagnsmeðlimir sem geta verið geta verið og veifað Evrópu,“ segirFelix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í Rotterdam, í samtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í morgun.

Lífið

Enn einn greinist smitaður í Euro­vision-búðunum

Duncan Laurence, sigurvegari Eurovision árið 2019, hefur greinst smitaður af Covid-19. Laurence sigraði í keppninni fyrir hönd Hollands í Tel Aviv árið 2019 en til stóð að hann stigi á svið á laugardag til þess að flytja sigurlag sitt eins og hefð er fyrir.

Lífið

Stað­festa loks ástar­sam­bandið

Bandaríski rapparinn ASAP Rocky hefur staðfest að hann og söngkonan Rihanna eigi í ástarsambandi. Rapparinn segir frá því í viðtali við GQ að söngkonan sé „ást lífs síns“.

Lífið

Guðni á gos­stöðvunum: „Ó­lýsan­leg og ó­gleyman­leg stund“

„Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný.

Lífið

Einn í Gagnamagninu með Covid-19

Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Svo segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Lífið