Innherji
Hækka enn tilboð sitt í Marel og reikna með um 20 milljarða kostnaðarsamlegð
Stjórn Marel hefur fallist á að hefja formlegar viðræður um samruna við John Bean Technologies, sem það telur „góð rök“ fyrir, eftir að bandaríska félagið kom með uppfært og hærra verðtilboð. Greinandi Citi telur líklegt að viðskiptin gangi eftir og hlutabréfaverð Marel, ásamt öðrum félögum á markaði, hefur rokið upp en stjórnendur JBT telja að sameining félaganna geti skilað sér í kostnaðarsamlegð upp á meira en 125 milljónir Bandaríkjdala.
Að semja um launahækkanir sem reynast tálsýn
Á hinum Norðurlöndunum er það viðurkennt að stjórnmálafólk skiptir sér ekki af kjaradeilum. Það hefur því miður ekki verið leiðarstef hérlendis og nýverið kallaði verkalýðsforkólfur fyrir opinbera starfsmenn eftir þjóðsátt meðal annars um fríar tannlækningar til að hægt verði að ná kjarasamningum. Og lét þar að sjálfsögðu ekki staðar numið um hvernig ætti að haga ríkisfjármálum.
Vænta óbreyttrar arðsemi nú þegar vöxtur í vaxtatekjum banka gefur eftir
Útlit er fyrir að litlar breytingar verði á arðsemi stóru bankanna á markaði þegar þeir birta uppgjör sín fyrir síðasta fjórðung ársins 2023 sem mun litast af því að ekki er lengur fyrir að fara miklum vexti í vaxtatekjum – þær gætu dregist saman hjá Íslandsbanka í fyrsta sinn í þrjú ár – og áframhaldandi niðurfærslur lánasafna hafa áhrif á afkomuna. Tekjur af kjarnarekstri Arion banka ættu samt að aukast lítillega milli ára á meðan viðsnúningur í fjármunatekjum ýtir Íslandsbanka upp fyrir arðsemismarkmið sitt, gangi spár hlutabréfagreinenda eftir.
Virkir sjóðstjórar lutu í lægra hald fyrir vísitölum í krefjandi aðstæðum
Að baki er krefjandi ár fyrir stjórnendur hlutabréfasjóða í virkri stýringu. Slíkir sjóðir, fyrir utan einn, skiluðu lakari ávöxtun fyrir sjóðsfélaga sína í samanburði við Úrvalsvísitöluna. Kjarna má árið 2023 fyrir sjóðstjóra að landslagið hafi breyst nokkuð oft með fjölda stórra atburða og ýktum sveiflum á stöku hlutabréfum og markaðnum í heild.
Hlutabréfasjóðir með mikið undir í Alvotech í aðdraganda ákvörðunar FDA
Mikill meirihluti hlutabréfasjóða landsins, sem eru að stórum hluta fjármagnaðir af almenningi, er með hlutabréfaeign í Alvotech sem annaðhvort sína stærstu eða næstu stærstu eign núna þegar örfáar vikur eru í að niðurstaða fæst um hvort félagið fái samþykkt markaðsleyfi fyrir sitt helsta lyf í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverð líftæknilyfjafyrirtækisins hefur rokið upp á síðustu vikum, meðal annars byggt á væntingum um að Alvotech muni loksins fá grænt ljóst frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna.
Telur óvíst með samruna við JBT og mælir ekki lengur með kaupum í Marel
Bandaríski stórbankinn Citi ráðleggur fjárfestum ekki lengur að bæta við sig í Marel samkvæmt nýju verðmati, heldur að halda í bréfin, og telur sennilegt að íslenskir lífeyrissjóðir verði tregir til að samþykkja mögulegt tilboð John Bean Technologies (JBT) í allt hlutafé Marel. Stjórnendur JBT hafa nú aðeins þrjá daga til stefnu til að lýsa því yfir hvort félagið hyggist gera formlegt yfirtökutilboð í Marel.
Spáir hækkun vaxta og segir samninga um hóflegar launahækkanir ekki nóg
Það er ekki nóg að semja aðeins um hóflega launahækkanir í yfirstandandi kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði eigi að ná niður verðbólgunni heldur þarf sömuleiðis að fylgja með aðhald í opinberum fjármálum og peningastefnu Seðlabankans, að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Hann er svartsýnn á að vextir gangi niður í bráð og spáir því að meginvextir Seðlabankans muni þess í stað hækka um tvær prósentur á árinu samhliða áframhaldandi aukningu í straumi ferðamanna til landsins.
Lyfjarisar keppast um að kaupa líftæknifyrirtæki
Stærstu lyfjafyrirtæki í heimi keppast um að kaupa líftæknifyrirtæki til að efla framleiðslu sína. Stjórnendur lyfjaframleiðenda vilja hafa hraða hendur því einkaréttur á allt að 170 lyfjum mun falla úr gildi við upphaf næsta áratugar sem standa undir næstum 400 milljarða Bandaríkjadala í tekjum fyrir stærstu fyrirtækin.
Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna afstöðu gegn verðhækkunum
Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“
Viska hækkaði um 63 prósent á ári sem var rússíbanareið á rafmyntamörkuðum
Rafmyntasjóðurinn Viska skilaði sjóðsfélögum sínum um 63 prósenta ávöxtun árinu 2023, sem var árið þegar rafmyntir urðu viðurkenndar sem „alvöru“ eignaflokkur, og má telja ósennilegt að nokkur annar íslenskur fjárfestingasjóður státi af viðlíka árangri, að sögn stjórnenda Visku en sjóðurinn hefur margfaldast að stærð frá stofnun sumarið 2022. Eftir samþykki bandaríska verðbréfaeftirlitsins í gær á Bitcoin kauphallarsjóðum er búist að lágmarki við tugmilljarða dala innflæði í slíka sjóði á allra næstu árum
Kauphöllin kallar eftir nýrri umgjörð utan um erlent eignarhald í sjávarútvegi
Forsvarsmenn íslensku Kauphallarinnar mæla fyrir breytingum á umgjörð utan um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegsfyrirtækjum, sem núna dregur úr gagnsæi og girðir í reynd nánast fyrir aðkomu slíkra fjárfesta, og vilja að regluverkið um erlent eignarhald verði svipað og gildir um flugrekstur hér á landi. Núverandi fyrirkomulag hefur meðal annars valdið því að íslensku sjávarútvegsfélögin eru ekki gjaldgeng í alþjóðlegar hlutabréfavísitölur ólíkt öðrum stórum skráðum félögum.
Spá töluverðum rekstrarbata hjá VÍS
Greiningafyrirtækið Jakobsson Capital reiknar með töluverðum rekstrarbata hjá VÍS á árinu 2024. „Það er gert ráð fyrir lægra kostnaðarhlutfalli en töluverður kostnaður var í ár vegna sameiningar og annarra einskiptisliða. Sömuleiðis ætti toppi hagsveiflunnar að verða náð. Allt útlit er fyrir að það hægist á verðbólgunni sem mun hjálpa til við að lækka tjónahlutfallið. Iðgjöld dagsins í dag eru til að tryggja tjón framtíðar,“ segir í verðmati.
Kaup erlendra sjóða á ríkisbréfum jukust hröðum skrefum undir lok ársins
Erlendir fjárfestar héldu áfram að bæta við stöðu sína í íslenskum ríkisskuldabréfum á síðasta mánuði ársins 2023 eftir að hafa sýnt þeim lítinn áhuga um nokkurt skeið þar á undan. Hlutfallsleg eign þeirra á útistandandi ríkisbréfum jókst þannig um meira en helming á fjórða ársfjórðungi samhliða því að gengi krónunnar hafði gefið nokkuð eftir.
Framkvæmdastjóri KEA vísar gagnrýni Birtu á bug: „Virtum alla samninga“
Gagnrýni lífeyrissjóðsins Birtu varðandi sölu KEA á fimm prósenta hlut í Samkaupum kemur framkvæmdastjóra KEA á óvart og segir hann að engar kvaðir hafi verið til staðar á ráðstöfun eignarhlutarins í hluthafasamkomulagi. „Við fengum mjög gott tilboð í eignarhlut sem okkur var frjálst að selja og við virtum alla samninga,“ segir Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA.
Ætlar að stórauka vægi erlendra skuldabréfa sem eru „álitlegri kostur“ en áður
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hyggst bæta verulega við sig í erlendum skuldabréfum á árinu 2024 og telur að sá eignaflokkur sé orðin „mun meira aðlaðandi“ eftir langt tímabil af lágu vaxtastigi. Á móti áformar Lífeyrissjóður verslunarmanna að minnka vægi sitt í erlendum og innlendum hlutabréfum, samkvæmt nýrri fjárfestingastefnu sjóðsins, en hins vegar er útlit fyrir að Birta lífeyrissjóður muni auka lítillega við hlutfall sitt í hlutabréfum hérlendis frá núverandi stöðu.
Velur Alvotech sem eina bestu fjárfestinguna í hlutabréfum á árinu 2024
Alvotech er í „einstakri“ stöðu til að verða leiðandi í þróun og framleiðslu á líftæknilyfjum, að sögn bandarísks hlutabréfagreinenda, sem hefur útnefnt íslenska félagið sem einn besta fjárfestingakostinn á hlutabréfamarkaði á þessu ári. Hlutabréfaverð Alvotech hefur verið mikilli siglingu, upp um meira en þriðjung á innan við mánuði, en í vikunni mæta fulltrúar bandaríska Lyfjaeftirlitsins til landsins til gera úttekt á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins og mun niðurstaða hennar ráða miklu um framhaldið.
Að óttast ekki hagsældarhnignun með aðgerðaleysi í orkumálum
Gæfan er fallvölt. Engu að síður virðist hópur vinstrimanna ekki óttast hagsældarhnignun – sérstaklega þegar rætt er um orkumál. Ný framvarðarsveit Samfylkingarinnar fellur blessunarlega ekki í þann hóp.
Lífeyrissjóðir stækka við hlut sinn í Ísfélaginu eftir skráningu á markað
Tveir lífeyrissjóðir, sem voru meðal umsvifamestu þátttakenda í almennu hlutafjárútboði Ísfélagsins undir lok síðasta árs, hafa stækkað talsvert við stöðu sína í fyrirtækinu með kaupum á eftirmarkaði síðustu vikur fyrir samtals vel á annan milljarð króna. Hlutabréfaverð Ísfélagsins hefur haldist nánast óbreytt frá fyrsta degi viðskipta þegar félagið var skráð á markað fyrir einum mánuði.
Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug
Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum.
„Ekki viðskiptahættir sem okkur líkar við,“ segir næst stærsti eigandi Samkaupa
Lífeyrissjóðurinn Birta, sem fer með tæplega fimmtungshlut í Samkaupum, gagnrýnir forsvarsmenn KEA fyrir óvandaða viðskiptahætti við sölu á hlut sínum í matvörukeðjunni til SKEL fjárfestingafélags með því að virða ekki ákvæði í hluthafasamkomulagi sem félagið hafði undirgengist. Framkvæmdastjóri Birtu segir að sjóðurinn muni núna endurskoða afstöðu sína til samkomulagsins vegna breytts eignarhalds en það hefur meðal annars snúið að skipan í stjórn Samkaupa.
EpiEndo ætlar að sækja yfir 15 milljarða til að fjármagna frekari rannsóknir
Íslenska lyfjafyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals, sem vinnur að þróun á lyfi í töfluformi gegn lungnaþembu, hefur samið við alþjóðlegan fjárfestingabanka til að sjá um stóra hlutafjáraukningu síðar á árinu þar sem félagið áformar að sækja sér fjármagn upp á vel á annan tug milljarða króna. Sú fjármögnun á að standa undir kostnaði við næsta fasa af klínískum rannsóknum fram til ársins 2028 en stjórnendur EpiEndo eru bjartsýnir á að félagið geti náð verulegri hlutdeild á markaði sem gæti verið verið árlega um 30 milljarðar Bandaríkjadala að stærð.
Áforma að auka gjaldeyriseignir sínar um liðlega 150 milljarða á nýju ári
Lífeyrissjóðir landsins setja stefnuna á að auka hlutfallslegt vægi erlendra fjárfestinga í eignasöfnum sínum um meira en tvær prósentur á þessu ári, samkvæmt þeim fjárfestingastefnum sem stjórnir sjóðanna hafa samþykkt, en á sama tíma búast þeir við að minnka hlutfall ríkisbréfa og innlendra hlutabréfa. Neikvæð raunávöxtun annað árið í röð þýðir að sumir sjóðir þurfa að óbreyttu að bregðast við halla á tryggingafræðilegri stöðu.
Útleiguhlutfall Eikar nokkuð lágt en verðmat er 45 prósent yfir markaðvirði
Útleiguhlutfall Eikar er nokkuð lágt, að mati greinanda sem metur gengi fasteignafélagsins 45 prósent yfir markaðsvirði. Þriðji ársfjórðungur var „örlítið erfiðari í útleigu“ heldur en fyrstu tveir fjórðungar ársins.
Hlutabréf enn hátt verðlögð miðað við hagnað og áhættulausa kröfu
Þetta er í síðasta skipti sem CAPE-hlutfallið er birt byggt á Úrvalsvísitölunni OMXI10 en frá og með 1. janúar 2024 mun hún bera heitið OMXI15 og innihalda fimmtán félög í stað tíu. Hagsveifluleiðrétt hlutfall verðs á móti raunhagnaði (CAPE) fyrir Úrvalsvísitöluna OMXI10 endaði síðasta ár í 28,1 samanborið við 29,1 árið áður.
SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað
Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti.
Coca-Cola á Ísland fjárfesti fyrir 1,4 milljarða króna í nýrri framleiðslulínu
Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi) fjárfesti fyrir 1,4 milljarða króna í nýrri framleiðslulínu á árinu. Hún tryggir áframhaldandi framleiðslu óáfengra drykkjarvara á Íslandi og „umbylti framleiðsluferlinu okkar í öllu sem snýr að sjálfbærni,“ segir forstjóri félagsins.
„Miklar áhyggjur“ af ákvarðanafælni í orkuskiptum
Það er ótrúleg staða að við skulum standa frammi fyrir orkuskorti á komandi árum og séum að brenna olíu í stað þess að nýta umhverfisvænt rafmagn, segir framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar EFLU sem fagnaði 50 ára afmæli í árinu.
Fjárfestar selt í hlutabréfasjóðum fyrir meira en tíu milljarða á árinu
Þrátt fyrir viðsnúning á mörkuðum undir lok síðasta mánaðar þegar fréttir af mögulegu yfirtökutilboði í Marel bárust þá var ekkert lát á áframhaldandi útflæði fjármagns úr hlutabréfasjóðum. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins hafa fjárfestar minnkað stöðu sína í slíkum sjóðum umtalsvert meira en allt árið 2022 en í tilfelli skuldabréfasjóða hefur útflæðið nærri þrefaldast.
Svifaseint og sívaxandi skrifræði ein helsta áskorunin í íslensku efnahagslífi
Svifaseint og sívaxandi skrifræði er að verða helsta áskorunin í íslensku efnahagslífi, segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, móðurfélags B.M. Vallár, Björgunar og Sementsverksmiðjunnar.
Mesta tæknibylting frá upphafi mun hafa fordæmalausar breytingar á lífi allra
Upplýsingatækni er sá geiri sem þróast hvað hraðast. „Næstu ár verða sérstaklega áhugaverð enda mesta tæknibylting frá upphafi tengd gervigreind sem mun hafa fordæmalausar breytingar á lífi allra,“ segir Gunnar Zoëga, forstjóri OK. Opin Kerfi og Premis sameinuðust í fyrra undir nafninu OK.