Fréttamynd

Ó­venju­leg hömstrun vinnu­afls ýtt undir spennu og launskrið á vinnu­markaði

Óvenjuleg staða hefur verið uppi á íslenskum vinnumarkaði að undanförnu, sem hefur meðal annars endurspeglast í fjölgun starfa og miklum launavexti samhliða því að samdráttur mælist í landsframleiðslu, en þróunin á um margt sameiginlegt með því sem sést hefur í mörgum öðrum Evrópuríkjum í kjölfar farsóttarinnar. Líklegasta skýringin, samkvæmt greiningu aðalhagfræðings Kviku banka, er hömstrun vinnuafls umfram það sem hagkvæmast getur talist þegar eftirspurn í hagkerfinu er að gefa eftir og kann meðal annars að hafa átt þátt í þrálátri verðbólgu hér á landi.

Innherji

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mæla enn með sölu í Högum þrátt fyrir hækkun á verðmats­gengi fé­lagsins

Þrátt fyrir að hækka nokkuð verðmatsgengið á Haga eftir uppgjör fyrsta fjórðungs, sem litaðist meðal annars af betri afkomu af SMS í Færeyjum en búist var við, ráðleggja greinendur IFS enn sem fyrr með því að fjárfestar minnki stöðu sína í smásölurisanum. Í nýrri umfjöllun greiningarfyrirtækisins er búið að bæta við áhættuálagi vegna óvissu í efnahagsmálum á heimsvísu og jafnframt varað við auknum líkum á gengislækkun krónunnar sem geti minnkað framlegð Haga.

Innherji
Fréttamynd

Stöðugur tekju­vöxtur BBA//Fjeldco skilar sér í um 430 milljóna hagnaði

Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem var meðal annars ráðgjafi við risasamruna JBT og Marel, sá tekjur sínar vaxa um liðlega átta prósent á árinu 2024 og þá jókst sömuleiðis hagnaður félagsins og nam 430 milljónum. Stjórnendur stofunnar reikna með áframhaldandi vexti á þessu ári, meðal annars í verkefnum tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku í gegnum dótturfélagið Elements.

Innherji
Fréttamynd

Lítil lækkun á inn­lánum heimila eftir sölu Ís­lands­banka kemur „veru­lega á ó­vart“

Það grynnkaði sáralítið á innlánastabba heimilanna í liðnum mánuði, sem hefur stækkað ört undafarin misseri, þrátt fyrir að einstaklingar hafi á sama tíma staðið undir kaupum á nánast öllum eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka fyrir um níutíu milljarða. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir takmarkaðan samdrátt í innlánum koma sér „verulega á óvart“ en væntingar voru um að hann yrði umtalsvert meiri og milda þannig áhyggjur peningastefnunefndar af mögulegum þensluáhrifum vegna uppsafnaðs sparnaðar heimilanna.

Innherji
Fréttamynd

Er að verða leiðandi fé­lag á markaði með líftækni­lyf sam­hliða vaxandi sam­keppni

Alvotech er sagt vera á réttri leið með því að festa sig í sessi sem eitt af leiðandi félögum á heimsvísu á markaði með líftæknilyfjahliðstæður, að mati DNB Carnegie, sem mælir sem fyrr með kaupum í fyrirtækinu og metur virði þess um tvöfalt hærra en núverandi markaðsgengi. Greinendur norræna fjárfestingabankans telja samt að samkeppnin eigi eftir að aukast, sem muni þýða meiri verðlækkun en ella á hliðstæðum borið saman við frumlyfin, en telur að Alvotech sé í sterkri samkeppnisstöðu vegna umfangsmikillar lyfjapípu og öflugrar þróunargetu.

Innherji
Fréttamynd

Þarf „tölu­vert og viðverandi að­hald“ til að minnka inn­lendan verðbólguþrýsting

Eigi að takast að vinna bug á þrálátum innlendum verðbólguþrýstingi þá er líklegt að það muni þurfa „töluvert og viðverandi aðhald“ í kringum fjögurra prósenta raunvaxtastig, að mati tveggja ytri nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabankans. Ekki verður svigrúm til að ráðast í frekari lækkun stýrivaxta á næstunni ef nýjasta verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, en hún gerir ráð fyrir að verðbólgan sveiflist nálægt núverandi gildi fram í byrjun næsta árs.

Innherji
Fréttamynd

Verðbólgu­væntingar fyrir­tækja og heimila nánast ó­breyttar milli fjórðunga

Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær héldust meira og minna óbreyttar á alla mælikvarða og eru því enn vel yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Mælingin veldur peningastefnunefnd, sem kemur næst saman seint í ágústmánuði, væntanlega nokkrum áhyggjum en eftir að verðbólguvæntingar höfðu áður farið smám saman lækkandi eru núna vísbendingar um að tekið sé að hægja á þeirri þróun.

Innherji
Fréttamynd

Um­fram­fé Kviku eykst hlut­fall­lega lang­mest með nýju banka­reglu­verki

Með innleiðingu á fyrirhuguðu nýju evrópsku regluverki um fjármálastofnanir þá er áætlað að áhrifin verði meðal annars til þess að grunnur áhættuveginna eigna Kviku muni lækka um fjórtán prósent, margfalt meira en í samanburði við stóru bankanna. Það þýðir jafnframt að þegar regluverkið tekur gildi þá losnar um hlutfallslega umtalsvert meira umfram eigið fé hjá Kviku, sem er þá hægt að nýta til frekari útgreiðslna til hluthafa eða aukins útlánavaxtar.

Innherji
Fréttamynd

Verðmat á Ís­lands­banka gæti hækkað um tíu pró­sent við sam­runa við Kviku

Íslandsbanki er talsvert undirverðlagður á markaði samkvæmt nýrri greiningu hlutabréfagreinanda, sem hefur hækkað lítillega verðmat sitt á bankanum, en ef það yrði af samruna við Kviku banka – sem afþakkaði að sinni sameiningarviðræður við bæði Arion og Íslandsbanka – myndi það hækka um tíu prósent til viðbótar. „Langstærsti ávinningurinn“ af mögulegri sameiningu yrði í kostnaðarhagræði og stærðarhagkvæmni sem gæti numið um sex milljörðum á ári.

Innherji
Fréttamynd

Spá veru­legum tekju­vexti á næsta ári og meta Al­vot­ech langt yfir markaðs­gengi

Gangi áform Alvotech eftir um að fá markaðsleyfi fyrir þrjú ný hliðstæðulyf undir lok þessa árs þá ætti það að skila sér í verulegum tekjuvexti á árinu 2026, samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu, en þar er virði líftæknilyfjafélagsins talið vera nálægt hundrað prósent hærra en núverandi markaðsgengi. Gert er ráð fyrir því að heildartekjurnar, sem stafa þá einkum af sölu á samtals sex hliðstæðum, muni nálgast um einn milljarð Bandaríkjadal og að EBITDA-framlegðin verði tæplega 38 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Stækkar veru­lega hlut sinn í Amaroq og segir Græn­land í „stra­tegískum for­gangi“

Danskur opinber fjárfestingarsjóður er orðinn einn allra stærsti hluthafi Amaroq Minerals eftir að hafa liðlega þrefaldað eignarhlut sinn í hlutafjárútboði auðlindafyrirtækisins en forstjórinn segir að Grænland sé núna í „strategískum forgangi“ hjá sjóðnum. Vegna verulegrar umframeftirspurnar frá erlendum fjárfestum var útboð Amaroq stækkað umtalsvert en aðkoma íslenskra fjárfesta reyndist hins vegar hverfandi, einkum vegna takmarkaðs áhuga lífeyrissjóða.

Innherji
Fréttamynd

Klára yfir fimm milljarða út­boð eftir á­huga stórra danskra líf­eyriss­sjóða

Amaroq Minerals verður stærsti leyfishafinn á Grænlandi eftir að hafa bætt við sig tveimur rannsóknarleyfum á svæðinu og samhliða því boðað til yfir þrjátíu milljóna punda hlutafjárútboðs, en stórir danskir lífeyrissjóðir eru umsvifamestu þátttakendurnir í þeirri fjármögnun, samkvæmt heimildum Innherja. Hlutabréfaverð Amaroq hefur farið lækkandi að undanförnu en áskriftargengið í útboðinu, sem er farið af stað með eftir áhuga frá erlendum stofnafjárfestum, er aðeins lítillega undir markaðsverði félagsins við lokun markaða í dag.

Innherji
Fréttamynd

Veru­legur munur í á­vöxtun inn­lendra sjóða með virka stýringu síðustu þrjú ár

Verulegur munur er á gengi yfir tuttugu innlendra fjárfestingarsjóða sem beita virkri stýringu á undanförnum þremur árum, sem hafa einkennst af krefjandi markaðsaðstæðum hér á landi, en uppsöfnuð ávöxtun þess sjóðs sem hefur skarað fram úr er um 150 prósent á meðan þeir sjóðir sem reka lestina eru niður um ríflega 70 prósent. Stjórnendur rafmyntasjóðsins Visku telja að ný heimsmynd, sem muni meðal annars mótast af tollastríði og aukinni geópólitískri spennu, kalli á róttæka endurskoðun á eignasafni fjárfesta.

Innherji
Fréttamynd

Telur Nova veru­lega undir­verðlagt og segir fé­lagið „aug­ljóst“ yfir­töku­skot­mark

Núna þegar Nova er byrjað á vaxtarvegferð, eftir kaupin á minnihluta í Dineout, ásamt því að ráða yfir meiri innviðum en hin fjarskiptafyrirtækin þá er félagið meðal annars „augljóst“ yfirtökuskotmark, að mati hlutabréfagreinanda. Í frumskýrslu um Nova er félagið verðmetið langt yfir núverandi markaðsgengi, nokkuð hærra en hjá öðrum greinendum, en hlutabréfaverðið tók mikið stökk á markaði sama dag og hún birtist.

Innherji
Fréttamynd

Mæla með sölu í SVN og hækka áhættuálag vegna pólitískrar ó­vissu

Þrátt fyrir traustan rekstur og sterka framlegð í síðasta uppgjöri hafa greinendur IFS lækkað virðismat sitt á Síldarvinnslunni, verðmætasta sjávarútvegsfélagið í Kauphöllinni, og mæla nú með því að fjárfestar minnki við stöðu sína í fyrirtækinu. Í nýrri umfjöllun greiningarfyrirtækisins er meðal annars nefnt að greinendur þess hafi ákveðið að hækka áhættuálag á félög í sjávarútvegi um heila 150 punkta vegna „sérstakrar óvissu“ sem umlykur greinina, meðal annars vegna boðaðrar hækkunar á veiðigjöldum.

Innherji
Fréttamynd

Íris Björk ráðin nýr yfir­lög­fræðingur SFF

Íris Björk Hreinsdóttir, sem hefur meðal annars starfað um árabil sem lögmaður hjá Arion banka, hefur verið ráðin yfirlögfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Tekur Íris við starfinu af Jónu Björk, sem hefur unnið hjá SFF samfellt frá árinu 2008, en hún er að fara yfir til Landsbankans.

Innherji
Fréttamynd

Hækka verðmatið um ríf­lega tvö­falt og telja van­metin tæki­færi í lyfja­pípu Ocu­lis

Eftir viðræður við lækna og aðra sérfræðinga um þær niðurstöður sem Oculis kynnti fyrr á árinu úr klínískum rannsóknum á OCS-05, lyf sem gæti veitt taugaverndandi meðferð við sjaldgæfum augnsjúkdómum, hefur bandarískur fjárfestingarbanki hækkað verðmatsgengi sitt á félaginu um meira en tvöfalt. Greinendur hans telja að lyfið, eitt af þremur sem eru í þróun hjá Oculis, sé „verulega vanmetið tækifæri“ og geti eitt og sér mögulega skilað milljörðum dala í tekjum fyrir félagið.

Innherji
Fréttamynd

„Af hverju vilja stjórn­völd ekki fá inn­við af­hentan á silfur­fati eftir tuttugu ár?“

Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs furðar sig á því „af hverju í ósköpunum“ stjórnvöld hafi ekki farið meira þá leið við uppbyggingu mannvirkja hér á landi, eins og var gert í tilfelli Hvalfjarðarganga, að efna til samstarfs við fjárfesta og geta þannig fengið afhentan innvið á silfurfati til sín eftir kannski tuttugu ár þegar einkaaðilar séu búnir að reka hann í samræmi við reglur. Hann situr núna í starfshópi um mögulega stórfellda íbúðauppbyggingu í Úlfársdal en segir að það eigi eftir að koma í ljóst hvort lífeyrissjóðum verði treyst til að hafa aðkomu að því verkefni.

Innherji
Fréttamynd

Al­vot­ech efnir til um tíu milljarða út­boðs til að „breikka“ hlut­hafa­hópinn

Nokkrum vikum eftir að Alvotech var skráð á markað í Stokkhólmi hefur það ákveðið að fara í útboð á um 7,5 milljónum sænskra heimildarskírteina og hlutabréfa í félaginu, jafnvirði nærri ellefu milljarða íslenskra króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem verður einkum beint að sænskum fjárfestum í því skyni að „breikka og styrkja“ hlutahafahópinn. Gengi bréfa félagsins á markaði í Bandaríkjunum lækkaði nokkuð skarpt eftir að tilkynnt var um útboðið.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­festar minnka skort­stöður sínar í Al­vot­ech í fyrsta sinn á árinu

Eftir að fjárfestar höfðu stækkað nánast stöðugt skortstöður sínar í bréfum Alvotech á markaði vestanhafs minnkaði umfang þeirra nokkuð á fyrstu vikum maímánaðar í fyrsta sinn á þessu ári. Hlutabréfaverð Alvotech er upp um nærri fimmtíu prósent á fáeinum vikum og er nú komið á sama stað og það var áður en gengið tók mikla dýfu í lok marsmánaðar.

Innherji