Golf

Goosen í 86. sæti á FedEx listanum - 70 efstu áfram eftir þessa viku

Þrjár vikur eru eftir af FedEx bikarnum og Retief Goosen þarf að spila vel þessa vikuna til að vera meðal keppenda í næstu viku. Hann er sem stendur í 86. sæti og þarf að bæta sig um a.m.k. 16 sæti til að verða með í Boston. Hann er í 17. sæti á heimslistanum og er sá eini sem er í 20 efstu sætunum sem er ekki á meðal þeirra 70 efstu.

Golf

Ottó og Þórdís Íslandsmeistarar

Ottó Sigurðsson úr GKG og Þórdís Geirsdóttir úr GK eru Íslandsmeistarar í holukeppni 2007. Ottó vann Arnór Inga Finnbjörnsson í úrslitaleiknum í karlaflokki en Þórdís bar sigurorð af Rögnu Björk Ólafsdóttur.

Golf

Birgir komst ekki í gegnum niðurskurðinn

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson mátti í dag sætta sig við að komast ekki í gegnum nðurskurðinn á KLM mótinu í Hollandi. Birgir byrjaði annan hringinn í dag af miklum krafti og var á fjórum höggum undir pari að loknum fimm fyrstu holunum.

Golf

Komst ekki áfram í Svíþjóð

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á skandínavíska meistaramótinu í golfi sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Birgir Leifur lék á alls sjö höggum yfir pari á fyrstu tveimur hringjunum og var nokkuð langt frá því að komast áfram.

Golf

Birgir Leifur lauk leik á fimm yfir pari

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lauk leik á fyrsta keppnisdegi á Scandinavian Masters á fimm höggum yfir pari. Birgir lék fyrri níu holurnar á 36 höggum en þær síðari á 39 höggum. Hann fékk þrjá skolla, einn tvöfaldan skolla og 14 pör í dag.

Golf

Birgir á þremur yfir pari eftir níu holur

Eftir að hafa fengið tvo skolla á fyrstu fjórum holunum á Scandinavian Masters í Svíþjóð bætti Birgir Leifur Hafþórsson við sig snúningi og fékk fjögur pör í röð. Birgir er því kominn á þrjú högg yfir par þar sem hann fékk skolla á 9. holu sem er par 3 hola.

Golf

Alvaro Quiros högglengstur - Birgir Leifur 50

Ýmis tölfræði er haldin yfir leikmenn á atvinnmannamótaröðunum og eitt að því er högglengd. Á Evrópumótaröðinnni er Alvaro Quiros með lengstu teighöggin að meðaltali eða 310,8 yarda. Fjórir kylfingar eru með yfir 300 yarda að meðaltali en það eru fyrir utan Quiros eru Daniel Vancsik með 301 yards, Emanuele Canonica með 300,5 yarda og Henrik Stenson með 300,4 yarda. Birgir Leifur Hafþórsson er númer 50 á þessum lista yfir högglengstu menn með 287,8 yarda að meðaltali.

Golf

Forsetabikarinn - Liðin valin

Liðstjórar beggja liðana í Forsetabikarnum tilkynntu hverja þeir völdu sem síðustu tvo leikmennina til að spila um bikarinn. Jack Niklaus sem er liðstjóri Bandaríkjanna valdi Hunter Mahan og Lucas Glover sem ellefta og tólfta mann í liðið.

Golf

Woods vann 13. titilinn

Tiger Woods sýndi enn eina ferðina og sannaði að aðrir kylfingar komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana þegar hann bar sigur úr býtum á bandaríska PGA-meistaramótinu á Southern Hill-golfvellinum í Oklahoma. Woods vann þar með sinn 13. stórmótstitil. Woods, sem hafði þriggja högga forystu fyrir lokahringinn, lék hringina fjóra á 272 höggum, tveimur höggum minna en Woody Austin og þremur minna en Suður Afríkubúinn Ernie Els.

Golf

Frábær spilamennska hjá Woods

Tiger Woods hefur tveggja högga forystu á Scott Verplank frá Bandaríkjunum eftir tvo hringi á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fer á Southern Hills Country Club-vellinum í Oklahoma. Woods hefur leikið hringina tvo á sex höggum undir pari en hann fór á kostum í gær og spilaði þá á 63 höggum eða sjö höggum undir pari sem er vallarmet.

Golf

Greame Storm með tveggja högga forystu á PGA mótinu

Graeme Storm, er efstur eftir fyrsta dag á PGA meistaramótinu eftir að hafa spilað á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla og engan skolla á hinn erfiða Southern Hills völlinn en aðeins 12 kylfingar náðu að spila undir pari á fyrsta hring.

Golf

Reynir fyrir sér í atvinnumennsku

Örn Ævar Hjartarson mun í haust taka þátt í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Mörg þúsund kylfingar sækja um á ári hverju en aðeins um þrjátíu komast inn á mótaröðina.

Golf

Birgir Leifur í 20. sæti yfir hittnar flatir á evrópsku mótaröðinni

Birgir Leifur Hafþórsson hefur verið að slá boltann nokkuð vel á evrópsku mótaröðinni og sést það vel þegar skoðuð er tölfræðisíða mótaraðarinnar. Hann er í 20. sæti á listanum yfir þá sem hafa hitt flestar flatir að meðaltali í réttum höggafjölda með 13,1 flöt hitta að meðaltali.

Golf

750 þúsund krónur söfnuðust í einvíginu á Nesinu

750 þúsund krónur söfnuðust til samtakanna „einstök börn“ þegar hið árlega góðgerðarmót í golfi, einvígið á Nesinu fór fram í dag. Venju samkvæmt er 10 sterkum kylfingum boðið til leiks og er leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Einn kylfingur dettur út á hverri holu þar til tveir berjast um sigurinn.

Golf

Tiger Woods sigraði örugglega í Ohio í gær

Tiger Woods lék frábæran lokahring og fór með öruggan sigur af hólmi á heimsmótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þetta var þriðja heimsmótið í röð sem að Tiger vinnur á Firestone golfvellinum.

Golf

Birgir Leifur í 69. sæti í Rússlandi

Birgir Leifur Hafþórsson lék á 4 höggum yfir pari á lokahring á opna rússnesku mótinu í golfi og er í 70. sæti. Birgir Leifur fékk 4 skolla, einn skramba, 2 fugla og paraði 11 holur á lokahringnum.

Golf

Birgir Leifur spilaði á 74 höggum í dag

Birgir Leifur Hafþórsson spilaði fyrsta hringinn sinn á Opna rússneska mótinu á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er jafn í 73. sæti níu höggum á eftir efsta manni Svíanum Nilsson sem spilaði á 65 höggum í dag.

Golf

Leik frestað í Rússlandi vegna eldinga

Leik hefur verið frestað á Opna Rússneska meistaramótinu vegna eldinga. Birgir Leifur er meðal keppenda á mótinu og er hann á einu höggi yfir pari eftir 11 holur. Hann er búinn að fá fjóra fugla á hringnum, þrjá skolla og einn skramba.

Golf

Pissilli settur í bann fyrir lyfjanotkun

Ítalski golfarinn Allessandro Pissilli hefur verið settur í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Pissilli greindist jákvæður af sterum á Omnium National mótinu þann 29 júní. Pissilli spilar á Ítalska atvinnumannmótaröðinni gæti hlotið allt að tveggja ára keppnibann fyrir þetta.

Golf

Furyk fór holu í höggi og sigraði í Kanada annað árið í röð

Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk varði titil sinn í Kanada um helgina. Hann fór holu í höggi á fjórðu holunni og komst þá í forystu sem hann lét ekki af hendi. Hann spilaði á 64 höggum á síðasta hring og endaði mótið 16 höggum undir pari og var einu höggi á undan Vijay Singh. Fyrir 13. sigur sinn á mótaröðinni fékk hann 900.000 dollara.

Golf

Anna Jódís og Valdís efstar í kvennaflokki

Anna Jódís Sigurbergsdóttir úr GK og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL deila efsta sæti eftir fyrsta hring í kvennaflokki á Íslandsmótinu á Hvaleyrinni. Þær léku báðar hringinn í dag á 75 höggum, eða 4 höggum yfir pari.

Golf

Þrír deila efsta sæti í karlaflokki

Þeir sem voru ræstir út eftir hádegi í karlaflokki á fyrsta hring á Íslandsmótinu á Hvaleyrinni hafa ekki verið að ógna skori þeirra bestu sem kláruðu hringinn fyrr í dag. Ástæðan fyrir því er að hluta til sú að nokkur vindur hefur verið á vellinum eftir hádegi, en þeir sem fóru út í morgun fengu logn eða hæga norðan golu.

Golf

Harrington hefði líklega hætt í golfi ef hann hefði ekki unnið Opna breska

Írinn Padraig Harrington sigraði 136. Opna breska meistaramótið um helgina þegar hann vann Sergio Garcia í fjögurra holu umspili eftir einna mest spennandi lokaholur síðustu ára. „Ef ég hefði tapað eftir það sem gerðist á átjándu þá veit ég ekki hvort að ég hefði áhuga á því að spila golf aftur,” sagði Harrington.

Golf

Harrington sigraði á opna breska

Predraig Harrington vann í dag sigur á opna breska meistaramótinu í golfi eftir æsispennandi bráðabana við Spánverjann Sergio Garcia. Þetta var fyrsti sigur Harrington á stórmóti á ferlinum og var hann jafnframt fyrsti Írinn til að vinna sigur á mótinu í 60 ár.

Golf

Garcia í vænlegri stöðu á opna breska

Spánverjinn Sergio Garcia er í góðri stöðu til að vinna sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir að hann lauk öðrum hringnum á opna breska meistaramótinu á tveimur höggum undir pari í dag. Hann er því samtals á níu höggum undir pari fyrir lokadaginn og sýndi fádæma öryggi í dag.

Golf

Tiger sló í höfuðið á konu

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods varð fyrir því óláni að slá bolta sínum í höfuðið á sextugri konu á sjöttu brautinni á opna breska í dag. Ekki var skotið þó með öllu mislukkað því boltinn hrökk af höfði konunnar og inn á brautina á ný. Woods baðst að sjálfssögðu afsökunar og gaf konunni áritaðan hanska í miskabætur. Sauma þurfti tvö spor í höfuð hennar.

Golf