Innlent

Áfram­haldandi land­ris í Svarts­engi

Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi en það hefur hins vegar hægt á sér. Líkur á eldgosi munu aukast með haustinu, ef kvikusöfnun heldur áfram. Aðeins rúmur helmingur þess kvikumagns sem var í hólfinu undir Svartsengi í apríl hefur safnast aftur.

Innlent

Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum

Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni.

Innlent

Ók á hús­vegg

Bíl var ekið á húsvegg í dag í umdæmi lögreglustöðvar þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Minniháttar tjón er á bílnum en engin slys urðu á fólki.

Innlent

Slá færri svæði í nafni sjálfbærni

Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra.

Innlent

Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til við­bótar

Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur verið frestað um þrjár vikur eftir að í ljós kom að þörf væri á meiri múrviðgerðum en áætlað var. Nú er stefnt að því að opna laugina 15. júlí en upphaflega átti það að gerast á mánudaginn.

Innlent

Stein­þór sýknaður í Hæsta­rétti

Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir Steinþóri Einarssyni, sem var ákærður fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, manni á fimmtugsaldri, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Honum var gefið að sök að hafa stungið Tómas tvisvar sinnum í síðuna með hníf sem olli miklu blóðtapi sem leiddi til dauða hans.

Innlent

Einar horfir til hægri

Borgarstjórnarflokkur Framsóknar myndi þurrkast út ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun Gallup. Oddviti flokksins segist ósáttur við niðurstöðuna og telur uppi skýrt ákall um nýjan meirihluta til hægri.

Innlent

Harmar á­kvörðun Guð­mundar

Nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi harmar ákvörðunar Guðmundar Kristjánssonar að láta af formennsku. Hann segir klofning ekki vera til staðar innan SFS þrátt fyrir að Guðmundur í Brim hafi sagt á mánudag að áherslur hans sem formaður fengu engan stuðning hjá stjórn SFS.

Innlent

Geðhjálp ekki á fram­færi hins opin­bera

Sigfús Aðalsteinsson, talsmaður Ísland, þvert á flokka, hélt því fram í samtali við Vísi að Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, ætti síst að atyrða fólk vegna þess Geðhjálp sé rekin á kostnað ríkisins. Hlutur ríkisins í rekstri Geðhjálpar er hins vegar hverfandi.

Innlent

Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vett­vang banaslyss

Það tók viðbragðsaðila 44 mínútur að mæta á vettvang banaslyss sem varð við Skaftafell í janúar 2024, þegar tveimur bílum var ekið á hvor annan úr sitthvorri áttinni. Afar hált var á veginum sem varð til þess að annar bílstjórinn missti stjórn á ökutækinu, sem rann þá yfir á hinn vegarhelminginn.

Innlent