Innlent

Lög­reglan tekur leigubílamálin fastari tökum

Lögreglan á Suðurnesjum hyggst taka leigubílamálin við Keflavíkurflugvöll fastari tökum og fór í rassíu í dag. Mikið hefur gustað um leigubílamarkaðinn undanfarna mánuði, í mars lýsti innviðaráðherra honum sem villta vestrinu og í apríl vísaði Isavia hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum.

Innlent

Taka þurfi ráð­gjöf Haf­ró til endur­skoðunar

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að taka þurfi fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til endurskoðunar í ljósi þess að hún hafi ekki virkað sem skyldi. Núverandi aflaregla hafi átt að skila 350 þúsund tonna þorskkvóta frá árinu 2012, en ekkert hafi gengið eftir í spám og mælingum á stofnstærðum.

Innlent

Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum

Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra, segir Ísraelsmenn ganga langt út fyrir rétt sinn til sjálfsvarnar með fyrirætluðu hernámi sínu á Gasaborg. Hamasliðar feli ekki lengur í sér tilvistarógn við Ísraelsríki enda hafi Ísraelar gert út af við hernaðararm samtakanna.

Innlent

Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru

Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysinu telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. 

Innlent

Enginn árangur af „veiða og sleppa“ að­ferðinni

Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að „veiða og sleppa“ aðferðin við laxveiði, sem felst í að drepa ekki laxinn til að vernda stofninn, hafi augljóslega ekki gengið upp. Öll gögn bendi til að samkeppni um fæðu meðal laxaseiða sé slík, að nauðsynlegt sé að grisja stofninn svo hann viðhaldi sér.

Innlent

Flokkarnir dæla milljónum í á­róður á Meta

Flokkur fólksins hefur varið einni og hálfri milljón króna í auglýsingar á Meta þann tíma sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, sem er næstum því jafn mikið og allir hinir flokkarnir samanlagt. Frá áramótum hefur Framsókn keypt næstmest af auglýsingum á miðlum Marks Zuckerbergs en síðasta áratug hefur hlutfall auglýsingatekna sem rennur til innlendra miðla minnkað verulega.

Innlent

Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn

Landeigandi í Reynisfjöru segir nauðsynlegt að tekið sé mark á reynslu, sem hlotist hefur í gegnum tíðina um hvað virkar og hvað ekki í öryggismálum á svæðinu. Hörmuleg slys og harkaleg orðræða taki bæði á fyrir landeigendur og viðbragðsaðila.

Innlent

Heitavatnslaust í Laugar­dal

Vegna bilunar er heitvatnslaust í Laugardal og næsta nágrenni og hefur verið síðan klukkan eitt eftir hádegi. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.

Innlent

Fangar í ein­angrun vegna sama máls noti ekki sama útis­væði

Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun.

Innlent

Hundarnir þegar aflífaðir en á­kvörðun um lógun ólög­mæt

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjóra Mýrdalshrepps um aflífun hundanna Kols og Korku, sem voru aflífaðir 16. maí. Ekki hafi legið fyrir sönnun þess að hundarnir hefðu bitið lamb, sem þeim var gefið að sök að hafa bitið til ólífs.

Innlent

Esjan snjó­laus og það ó­venju snemma

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni er horfinn, óvenju snemma á árinu. Einungis tvisvar sinnum áður hefur skaflinn horfið fyrr á árinu, árin 1941 og 2010, en þau ár hvarf hann í júlí. 

Innlent