Fréttir

„Á­kveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu

Íbúi á Stöðvarfirði segist langþreytt eftir að hafa neyðst til að sjóða allt sitt neysluvatn í tvo mánuði. Hún biðlar til stjórnvalda að taka málum er varða neysluvatn alvarlega og segir ljóst að eitthvað þurfi að breytast.

Innlent

Um­fangs­miklar á­rásir og símengað neyslu­vatn

Fjórir voru drepnir og fjölmargir særðust í umfangsmiklum loftárásum Rússa á Úkraínu. Viðkvæmur öryggisbúnaður í stærsta kjarnorkuveri landsins veldur áhyggjum, en það hefur verið ótengt rafmagni í fimm daga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Innlent

Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar

Áttatíu tonna trébátur sökk í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöld og líkt og greint hefur verið frá eru tildrögin til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta er hins vegar í annað sinn á síðustu fimm árum sem þessi sami bátur sekkur bundinn við bryggju og í fyrra skiptið fannst engin skýring á því af hverju hann sökk.

Innlent

Um 200 nem­endur eru í lögreglunámi á Akur­eyri

Það verður mikið um að vera í Háskólanum á Akureyri í næstu viku, því þar fer fram stór lögregluráðstefna þar sem þemað er „Spennulækkun“. Í dag stunda um tvö hundruð nemendur lögreglunám við skólann, sem er mesti fjöldi.

Innlent

Banna dróna yfir Dan­mörku

Yfirvöld í Danmörku hafa tekið þá ákvörðun að banna almenningi að fljúga drónum yfir landinu. Bannið mun taka gildi á morgun og standa yfir út föstudaginn næstkomandi.

Erlent

Skora á Snorra að gefa kost á sér

Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skorar á Snorra Másson að gefa kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins á komandi landsþingi. Um þetta ályktaði stjórnin í dag en landsþing flokksins fer fram 10. til 12. október næstkomandi.

Innlent

Reiknað með af­skiptum af öllum sam­komum Vítisengla

Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu við Auðbrekku skammt frá húsakynnum Vítisengla í gærkvöld en töluverður viðbúnaður var á svæðinu. Lögreglufulltrúi segir það viðbúið að lögreglan haldi áfram að skipta sér af samkomum samtakanna í framtíðinni en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð.

Innlent

Lög­reglan með málið til rann­sóknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nú með til rannsóknar atvik sem átti sér stað í gærkvöldi þar sem bátur sökk en hann var bundinn við Óseyjarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Lögreglan bíður þess að báturinn verði hífður á land til að rannsaka málið frekar.

Innlent

Á­fram­haldandi að­gerðir gegn Vítisenglum

Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í Auðbrekku í Kópavogi í gær. Lögreglufulltrúi segir að áfram verði grannt fylgst með Vítisenglum en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Sjálft lýð­ræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga

Moldóvar ganga til þingkosninga í dag og að sögn sitjandi forseta er framtíð lýðræðis í landinu undir. Skoðanakannanir gefa til kynna að stjórn Evrópusinna og standi hnífjafnt en stjórnarandstaðan hefur verið sökuð um að þiggja tugi milljarða króna af Rússum.

Erlent

Vill fá Trump til að gefa Taí­van upp á bátinn

Xi Jinping, forseti Kína, er sagður reyna að nota ákafa Donalds Trump, kollega síns í Bandaríkjunum, til að gera viðskiptasamning ríkjanna á milli til að ná fram sínu helsta baráttumáli. Xi vonast til þess að fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn og standa gegn sjálfstæði eyríkisins.

Erlent

Drógu afl­vana bát í land í Nes­kaup­stað

Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar í Neskaupstað var í gær kölluð út vegna aflvana báts sem staddur var um fimmtíu kílómetra norðaustur af Norðfirði. Fjórir voru um borð í fiskibátnum en engin yfirvofandi hætta var á ferð.

Innlent

Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins

Elon Musk, einn auðugasti maður heims, segist hafa hafnað boði um að fara á einkaeyju barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Auðjöfurinn hefur lýst yfir fordæmingu á þeim sem bendla hann við Epstein eftir að ný skjöl úr dánarbúi Epsteins voru opinberuð.

Erlent

Á­rásir stóðu yfir í rúma tólf tíma

Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar.

Erlent

Með bílinn fullan af fíkni­efnum

Lögregluþjónar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu í ökumann í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefnis. Svo reyndist vera en vöknuðu einnig grunsemdir um að hann væri með fíkniefni í bílnum.

Innlent

„Það verður boðið fram í nafni VG“

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekki ætla að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor og segir að flokkurinn muni bjóða sig fram undir eigin formerkjum í Reykjavík.

Innlent

„Þjóðar­öryggis­ráð er ekki upp á punt“

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það óskiljanlegt með öllu að ekki sé búið að kalla saman þjóðaröryggisráð Íslands í ljósi drónaumferðar yfir flugvöllum í Danmörku. Núverandi utanríkisráðherra segist sýna því skilning en bendir á að kalla eigi þjóðröryggisráð af „yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“

Innlent

Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn

Bátur sökk í kvöld þar sem hann var bundinn við Óseyrarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Annar bátur virðist einnig líklegur til þess að sökkva. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi og kanna málið.

Innlent

Þór sækist eftir endur­kjöri

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, hyggst aftur bjóða sig fram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill efna „stærsta loforð“ flokksins, að byggja nýjan leikskóla. Á sama tíma hafa foreldrar í bæjarfélaginu gagnrýnt bæjaryfirvöld þar sem ekki hafa öll ungbörn á Nesinu fengið leikskólapláss.

Innlent