Fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersy, var harðorður í garð flokksfélaga sinna á þingi í gær. Meðal annars sakaði hann þá um að vera samseka Donald Trump og brotum hans gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og sakaði Demókrata um kjarkleysi. Erlent 30.7.2025 15:19 Lögreglan leitar þessara manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Innlent 30.7.2025 14:42 Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Eldur kviknaði í nýbyggingu sem verið er að reisa við hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði um hádegisbilið í dag. Innlent 30.7.2025 14:29 Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Kimi Tayler er aðfluttur Stöðfirðingur og starfsmaður í Steinasafni Petru. Hún segir sig og alla íbúa bæjarins komna með upp í kok af ferðamönnum sem geri þarfir sínar á víðavangi í bænum. Hún hefur orðið vör við saur við göngustíga, á bak við líkamsrækt bæjarins og í lækjum fjarðarins. Innlent 30.7.2025 13:53 Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Starfsmenn fyrirtækisins Gilmour Space Technologies gerðu í nótt tilraun til að skjóta fyrstu áströlsku geimflauginni á loft. Hún flaug þó í einungis fjórtán sekúndur og féll til jarðar en þrátt fyrir það segja forsvarsmenn Gilmour Space að tilraunaskotið hafi verið jákvætt. Erlent 30.7.2025 13:03 Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. Innlent 30.7.2025 12:11 Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Innlent 30.7.2025 12:01 Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Varaforseti Úkraínuþings vonar að Íslendingar gangi í almannavarnabandalag með Úkraínumönnum og Finnum sem sér um uppbyggingu sprengjuskýla í Úkraínu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um inngöngu að sögn forseta Alþingis en það er til skoðunar. Innlent 30.7.2025 12:01 Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. Erlent 30.7.2025 11:45 Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Í hádegisfréttum fjöllum við um skjálftann stóra sem reið yfir í Kyrrahafi undan ströndum Rússlands í gærkvöldi. Innlent 30.7.2025 11:37 Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum. Erlent 30.7.2025 11:02 Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Héraðssaksóknari hefur ákært 28 ára konu í Garðabæ fyrir manndráp, með því að hafa orðið föður sínum að bana, og tilraun til að verða móður sinni að bana. Konan hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í apríl. Innlent 30.7.2025 10:40 Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Í skýrsludrögum sem unnin voru að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2018 segir að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefði aldrei verið afturkölluð. Í skýrslunni kemur fram að íslenskum almenningi hafi verið gefin misvísandi skilaboð um stöðu viðræðnanna sem aldrei hafa verið skýrð til fulls. Innlent 30.7.2025 10:33 Veðurspáin fyrir helgina að skána Nokkrar breytingar hafa orðið á veðurspánni fyrir Verslunarmannahelgina og eru þær flestar til bóta. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku og bendir sérstaklega á hlýindi fyrir norðan og austan. Innlent 30.7.2025 10:18 Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður. Innlent 30.7.2025 10:09 Engin nóróveira í Laugarvatni Engin nóróveira greindist í sýnum sem tekin voru úr Laugarvatni. Keppendur í þríþraut í Laugarvatni í upphafi mánaðarins fengu margir magapest eftir viðburðinn og alls tilkynntu 22 veikindi til sóttvarnalæknis eftir keppnina. Innlent 30.7.2025 10:04 Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. Erlent 30.7.2025 08:52 Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. Innlent 30.7.2025 08:27 Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann að skemma bíl í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang reyndi maðurinn að hlaupa undan. Hann komst ekki langt og var handtekinn. Innlent 30.7.2025 07:29 Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist stöðug í nótt og lítil gasmengun og gosmóða mælst. Aðeins er farið að mælast af SO2 gasi í Garðabæ og Hvalfirði en styrkurinn er enn vel innan heilbrigðismarka. Innlent 30.7.2025 06:35 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda ríkja við Kyrrahafið eftir 8,8 stiga jarðskjálfta sem varð rétt fyrir utan Kamsjatkaskaga í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Um hálfum sólarhring eftir jarðskjálftann hófst eldgos á Kamsjatkaskaganum. Erlent 30.7.2025 06:11 Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Ísland og Palestína hafa gert samstarfssamkomulag sín á milli í kjölfar viljayfirlýsingar fjölda ríkja þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir afvopnun Hamas. Innlent 30.7.2025 00:04 Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Evrópusambandið, Arababandalagið og sautján aðrar þjóðir hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir því að Hamas leggi niður vopn sín og láti af stjórn Gasa. Utanríkisráðherra Íslands skrifaði jafnframt undir samstarfssamkomulag milli Íslands og Palestínu. Erlent 29.7.2025 23:57 Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Prófessor í stjórnmálafræði segir yfirlýsingu forsætisráðherra Breta ekki nægilega og fulla af skilyrðingum. Íslensk yfirvöld hafi ekki staðið sig nægilega vel heldur fylgt forystu annarra ríkja. Ísrelar beri ábyrgð á að engin neyðaraðstoð berist Gasabúum. Erlent 29.7.2025 22:54 „Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. Erlent 29.7.2025 22:44 Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Óvænt brú fannst við framkvæmdir við Suðurlandsbraut fyrr í sumar. Verkefnastjóri telur brúna frá upphafi síðustu aldar en hún hafði verið týnd í rúmlega fimmtíu ár. Innlent 29.7.2025 22:01 Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. Innlent 29.7.2025 21:45 Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Verslunarmannahelgin er framundan, án efa ein stærsta ferðahelgi ársins. Veðurspáin hingað til er heldur leiðinleg um allt land svo í stað þess að elta sólina þetta árið getur landinn leitað á viðburði sem þeim finnst mest spennandi. Innlent 29.7.2025 20:35 Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út seinnipartinn í dag til Dýrafjarðar vegna fjórhjólaslyss. Innlent 29.7.2025 19:46 Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Ökumanni var veitt eftirför í Breiðholti í dag og hann kærður fyrir fjölmörg umferðarlagabrot. Innlent 29.7.2025 19:32 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 334 ›
Gargaði á flokksfélaga sína Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersy, var harðorður í garð flokksfélaga sinna á þingi í gær. Meðal annars sakaði hann þá um að vera samseka Donald Trump og brotum hans gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og sakaði Demókrata um kjarkleysi. Erlent 30.7.2025 15:19
Lögreglan leitar þessara manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Innlent 30.7.2025 14:42
Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Eldur kviknaði í nýbyggingu sem verið er að reisa við hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði um hádegisbilið í dag. Innlent 30.7.2025 14:29
Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Kimi Tayler er aðfluttur Stöðfirðingur og starfsmaður í Steinasafni Petru. Hún segir sig og alla íbúa bæjarins komna með upp í kok af ferðamönnum sem geri þarfir sínar á víðavangi í bænum. Hún hefur orðið vör við saur við göngustíga, á bak við líkamsrækt bæjarins og í lækjum fjarðarins. Innlent 30.7.2025 13:53
Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Starfsmenn fyrirtækisins Gilmour Space Technologies gerðu í nótt tilraun til að skjóta fyrstu áströlsku geimflauginni á loft. Hún flaug þó í einungis fjórtán sekúndur og féll til jarðar en þrátt fyrir það segja forsvarsmenn Gilmour Space að tilraunaskotið hafi verið jákvætt. Erlent 30.7.2025 13:03
Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. Innlent 30.7.2025 12:11
Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Innlent 30.7.2025 12:01
Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Varaforseti Úkraínuþings vonar að Íslendingar gangi í almannavarnabandalag með Úkraínumönnum og Finnum sem sér um uppbyggingu sprengjuskýla í Úkraínu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um inngöngu að sögn forseta Alþingis en það er til skoðunar. Innlent 30.7.2025 12:01
Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. Erlent 30.7.2025 11:45
Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Í hádegisfréttum fjöllum við um skjálftann stóra sem reið yfir í Kyrrahafi undan ströndum Rússlands í gærkvöldi. Innlent 30.7.2025 11:37
Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum. Erlent 30.7.2025 11:02
Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Héraðssaksóknari hefur ákært 28 ára konu í Garðabæ fyrir manndráp, með því að hafa orðið föður sínum að bana, og tilraun til að verða móður sinni að bana. Konan hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í apríl. Innlent 30.7.2025 10:40
Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Í skýrsludrögum sem unnin voru að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2018 segir að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefði aldrei verið afturkölluð. Í skýrslunni kemur fram að íslenskum almenningi hafi verið gefin misvísandi skilaboð um stöðu viðræðnanna sem aldrei hafa verið skýrð til fulls. Innlent 30.7.2025 10:33
Veðurspáin fyrir helgina að skána Nokkrar breytingar hafa orðið á veðurspánni fyrir Verslunarmannahelgina og eru þær flestar til bóta. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku og bendir sérstaklega á hlýindi fyrir norðan og austan. Innlent 30.7.2025 10:18
Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður. Innlent 30.7.2025 10:09
Engin nóróveira í Laugarvatni Engin nóróveira greindist í sýnum sem tekin voru úr Laugarvatni. Keppendur í þríþraut í Laugarvatni í upphafi mánaðarins fengu margir magapest eftir viðburðinn og alls tilkynntu 22 veikindi til sóttvarnalæknis eftir keppnina. Innlent 30.7.2025 10:04
Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. Erlent 30.7.2025 08:52
Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. Innlent 30.7.2025 08:27
Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann að skemma bíl í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang reyndi maðurinn að hlaupa undan. Hann komst ekki langt og var handtekinn. Innlent 30.7.2025 07:29
Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist stöðug í nótt og lítil gasmengun og gosmóða mælst. Aðeins er farið að mælast af SO2 gasi í Garðabæ og Hvalfirði en styrkurinn er enn vel innan heilbrigðismarka. Innlent 30.7.2025 06:35
8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda ríkja við Kyrrahafið eftir 8,8 stiga jarðskjálfta sem varð rétt fyrir utan Kamsjatkaskaga í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Um hálfum sólarhring eftir jarðskjálftann hófst eldgos á Kamsjatkaskaganum. Erlent 30.7.2025 06:11
Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Ísland og Palestína hafa gert samstarfssamkomulag sín á milli í kjölfar viljayfirlýsingar fjölda ríkja þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir afvopnun Hamas. Innlent 30.7.2025 00:04
Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Evrópusambandið, Arababandalagið og sautján aðrar þjóðir hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir því að Hamas leggi niður vopn sín og láti af stjórn Gasa. Utanríkisráðherra Íslands skrifaði jafnframt undir samstarfssamkomulag milli Íslands og Palestínu. Erlent 29.7.2025 23:57
Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Prófessor í stjórnmálafræði segir yfirlýsingu forsætisráðherra Breta ekki nægilega og fulla af skilyrðingum. Íslensk yfirvöld hafi ekki staðið sig nægilega vel heldur fylgt forystu annarra ríkja. Ísrelar beri ábyrgð á að engin neyðaraðstoð berist Gasabúum. Erlent 29.7.2025 22:54
„Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. Erlent 29.7.2025 22:44
Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Óvænt brú fannst við framkvæmdir við Suðurlandsbraut fyrr í sumar. Verkefnastjóri telur brúna frá upphafi síðustu aldar en hún hafði verið týnd í rúmlega fimmtíu ár. Innlent 29.7.2025 22:01
Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. Innlent 29.7.2025 21:45
Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Verslunarmannahelgin er framundan, án efa ein stærsta ferðahelgi ársins. Veðurspáin hingað til er heldur leiðinleg um allt land svo í stað þess að elta sólina þetta árið getur landinn leitað á viðburði sem þeim finnst mest spennandi. Innlent 29.7.2025 20:35
Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út seinnipartinn í dag til Dýrafjarðar vegna fjórhjólaslyss. Innlent 29.7.2025 19:46
Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Ökumanni var veitt eftirför í Breiðholti í dag og hann kærður fyrir fjölmörg umferðarlagabrot. Innlent 29.7.2025 19:32