Owen skaut til baka á Shearer: Reyndir allt þú gast til að komast frá Newcastle Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2019 16:00 Shearer og Owen fagna marki með Newcastle United. vísir/getty Skotin gengu á milli gömlu samherjanna hjá Newcastle United og enska landsliðinu, Michael Owen og Alan Shearer, á Twitter í dag. Ástæða skeytasendinganna er ný ævisaga Owens, Reboot - My Life, My Time. Shearer hafði lítinn húmor fyrir ummælum Owens um Newcastle í henni.Owen segir að hann hafi gert mistök þegar hann fór til Newcastle 2005. Hann hafi þá tekið skref niður á við á sínum ferli. Owen segir einnig að Newcastle væri stórt félag aðeins að því leyti að það væri með stóran heimavöll og ætti marga stuðningsmenn. Shearer, sem er markahæsti leikmaður í sögu Newcastle, deildi myndbandi á Twitter þar Owen talar um að hann hafi ekki geta beðið eftir því að hætta síðustu árin sín á ferlinum. „Já Michael, við hugsuðum það sama, meðan á 120.000 punda vikulaunum,“ skrifaði Shearer í færslunni.Yes Michael, we thought that also, whilst on £120k a week..... @nufchttps://t.co/bzzEDdjdN1pic.twitter.com/I4CdsQcKKr — Alan Shearer (@alanshearer) September 3, 2019 Owen var fljótur að svara fyrir sig og sendi Shearer væna pillu. „Ekki viss um að þú sért eins tryggur Newcastle eins og þú segist vera félagi. Mig rámar í að þú hafir verið hársbreidd frá því að semja við Liverpool eftir að Sir Bobby Robson setti þig á bekkinn. Þú reyndir allt sem þú gast til að komast í burtu,“ skrifaði Owen á Twitter.Not sure you are as loyal to Newcastle as you make out mate. I distinctly remember you being inches away from signing for Liverpool after Sir Bobby Robson put you on the bench. You tried everything to get out. https://t.co/ZQBrlojeEv — michael owen (@themichaelowen) September 3, 2019 Ekki hefur gróið um heilt á milli Owens og Shearers eftir tímabilið 2008-09 þegar Newcastle féll. Shearer stýrði Newcastle í síðustu átta leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst ekki að bjarga því frá falli. Í bókinni segir Owen að hann hafi verið gerður að blóraböggli og kennt um það sem aflaga fór hjá Newcastle. Owen segir að Shearer hafi verið ósáttur við sig og sakað sig um að hugsa bara um næsta samning. Frá lokaleik tímabilsins 2008-09, þegar Newcastle féll eftir tap fyrir Aston Villa, hafa Owen og Shearer ekki talast við. Owen segir að það hafi verið synd því þeir hafi verið góðir félagar. Owen og Shearer léku saman hjá Newcastle tímabilið 2005-06 og þá voru þeir samherjar í enska landsliðinu á árunum 1998-2000.Shearer setur Owen inn á í lokaleik tímabilsins 2008-09. Newcastle tapaði þá fyrir Aston Villa og féll.vísir/getty Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Owen segir það ranga ákvörðun að hafa ekki farið aftur til Liverpool Michael Owen sér eftir því að hafa ekki farið aftur til Liverpool þegar hann kom aftur til Englands frá Real Madrid sumarið 2015. 3. september 2019 11:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Skotin gengu á milli gömlu samherjanna hjá Newcastle United og enska landsliðinu, Michael Owen og Alan Shearer, á Twitter í dag. Ástæða skeytasendinganna er ný ævisaga Owens, Reboot - My Life, My Time. Shearer hafði lítinn húmor fyrir ummælum Owens um Newcastle í henni.Owen segir að hann hafi gert mistök þegar hann fór til Newcastle 2005. Hann hafi þá tekið skref niður á við á sínum ferli. Owen segir einnig að Newcastle væri stórt félag aðeins að því leyti að það væri með stóran heimavöll og ætti marga stuðningsmenn. Shearer, sem er markahæsti leikmaður í sögu Newcastle, deildi myndbandi á Twitter þar Owen talar um að hann hafi ekki geta beðið eftir því að hætta síðustu árin sín á ferlinum. „Já Michael, við hugsuðum það sama, meðan á 120.000 punda vikulaunum,“ skrifaði Shearer í færslunni.Yes Michael, we thought that also, whilst on £120k a week..... @nufchttps://t.co/bzzEDdjdN1pic.twitter.com/I4CdsQcKKr — Alan Shearer (@alanshearer) September 3, 2019 Owen var fljótur að svara fyrir sig og sendi Shearer væna pillu. „Ekki viss um að þú sért eins tryggur Newcastle eins og þú segist vera félagi. Mig rámar í að þú hafir verið hársbreidd frá því að semja við Liverpool eftir að Sir Bobby Robson setti þig á bekkinn. Þú reyndir allt sem þú gast til að komast í burtu,“ skrifaði Owen á Twitter.Not sure you are as loyal to Newcastle as you make out mate. I distinctly remember you being inches away from signing for Liverpool after Sir Bobby Robson put you on the bench. You tried everything to get out. https://t.co/ZQBrlojeEv — michael owen (@themichaelowen) September 3, 2019 Ekki hefur gróið um heilt á milli Owens og Shearers eftir tímabilið 2008-09 þegar Newcastle féll. Shearer stýrði Newcastle í síðustu átta leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst ekki að bjarga því frá falli. Í bókinni segir Owen að hann hafi verið gerður að blóraböggli og kennt um það sem aflaga fór hjá Newcastle. Owen segir að Shearer hafi verið ósáttur við sig og sakað sig um að hugsa bara um næsta samning. Frá lokaleik tímabilsins 2008-09, þegar Newcastle féll eftir tap fyrir Aston Villa, hafa Owen og Shearer ekki talast við. Owen segir að það hafi verið synd því þeir hafi verið góðir félagar. Owen og Shearer léku saman hjá Newcastle tímabilið 2005-06 og þá voru þeir samherjar í enska landsliðinu á árunum 1998-2000.Shearer setur Owen inn á í lokaleik tímabilsins 2008-09. Newcastle tapaði þá fyrir Aston Villa og féll.vísir/getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Owen segir það ranga ákvörðun að hafa ekki farið aftur til Liverpool Michael Owen sér eftir því að hafa ekki farið aftur til Liverpool þegar hann kom aftur til Englands frá Real Madrid sumarið 2015. 3. september 2019 11:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Michael Owen segir það ranga ákvörðun að hafa ekki farið aftur til Liverpool Michael Owen sér eftir því að hafa ekki farið aftur til Liverpool þegar hann kom aftur til Englands frá Real Madrid sumarið 2015. 3. september 2019 11:30