De Ligt með sjálfsmark í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Juve en Ronaldo og Buffon komu til bjargar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 13:45 Matthijs de Ligt. EPA/WALLACE WOON Juventus og Internazionale gerðu 1-1 jafntefli í International Champions Cup æfingarmótinu en leikurinn fór fram í Nanjing í Kína. Juventus vann síðan 4-3 í vítakeppni þar sem Gianluigi Buffon varði þrjú víti. Bæði ítölsku liðin tefla fram nýjum ítölskum stjórum sem höfðu báðir reynt fyrir sér í enska boltanum. Þetta eru þeir Maurizio Sarri hjá Juventus og Antonio Conte hjá Internazionale. Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í International Champions Cup og eru því án sigurs eftir tvo fyrstu leiki undirbúningstímabilsins. Cristiano Ronaldo tryggði Juventus liðinu jafntefli með marki beint úr aukaspyrnu 22 mínútum fyrir leikslok. Það var mikill hiti og raki í Nanjing sem gerði leikmönnum mjög erfitt fyrir. Hinn 41 árs gamli Gianluigi Buffon kom í mark Juventus í hálfleik fyrir Wojciech Szczesny og hélt marki sínu hreinu. Buffon varði síðan þrjú víti frá leikmönnum Inter í vítakeppninni. Hollenski táningurinn Matthijs de Ligt var í fyrsta sinn í byrjunarliði Juventus og varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark eftir tíu mínútna leik. De Ligt sendi þá boltann í eigið mark út markteignum eftir að Roberto Gagliardini hafði skallað áfram hornspyrnu Stefano Sensi. Internazionale var 1-0 yfir í hálfleik en það var líf í Juve mönnum í upphafi seinni hálfleik og í framhaldinu var kínverski dómarinn við það að missa stjórn á leiknum. Hann fékk þó menn til að halda áfram að spila fótbolta. Cristiano Ronaldo jafnaði síðan metin á 68. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu. Ronaldo var við vinstri horn vítateigsins en skot hans fór af varnarmanni og datt niður í fjærhornið. Cristiano Ronaldo hefur þar með skorað í tveimur fyrstu leikjum undirbúningstímabilsins því hann skoraði einnig í 2-3 tapinu á móti Tottenham. Juventus ferillinn er ekki að byrja allt of vel hjá Hollendingnum Matthijs de Ligt. De Ligt hafði komið inn á móti Tottenham þegar liðið var 2-1 yfir og aðeins 27 mínútur eftir. Tottenham skoraði tvö mörk á þessum mínútum og vann leikinn 3-2. Að þessu sinni spilaði Matthijs de Ligt aðeins fyrri hálfleikinn og Juventus tapaði honum 1-0. De Ligt var tekinn af velli í hálfleik. Juventus spilar næst á föstudaginn á móti stjörnuliði úr suður-kóresku deildinni en þriðji leikur liðsins í International Champions Cup verður á móti Atlético Madrid 10. ágúst. Internazionale tapaði 1-0 á móti Manchester United í fyrsta leik sínum í ICC en mætir næst Tottenham Hotspur 4. ágúst næstkomandi.Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Joao CanceloGianluigi Buffon varði víti frá Andrea Ranocchia 2-0 Cristiano Ronaldo 2-1 George PușcașGianluigi Buffon víti frá Samuele Longo 3-1 Emre Can 3-2 João Mário Adrien Rabiot skaut yfir 3-3 Nicolo Barella Federico Bernardeschi skaut í sláGianluigi Buffon varði víti frá Borja Valero 4-3 Merih Demiral Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira
Juventus og Internazionale gerðu 1-1 jafntefli í International Champions Cup æfingarmótinu en leikurinn fór fram í Nanjing í Kína. Juventus vann síðan 4-3 í vítakeppni þar sem Gianluigi Buffon varði þrjú víti. Bæði ítölsku liðin tefla fram nýjum ítölskum stjórum sem höfðu báðir reynt fyrir sér í enska boltanum. Þetta eru þeir Maurizio Sarri hjá Juventus og Antonio Conte hjá Internazionale. Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í International Champions Cup og eru því án sigurs eftir tvo fyrstu leiki undirbúningstímabilsins. Cristiano Ronaldo tryggði Juventus liðinu jafntefli með marki beint úr aukaspyrnu 22 mínútum fyrir leikslok. Það var mikill hiti og raki í Nanjing sem gerði leikmönnum mjög erfitt fyrir. Hinn 41 árs gamli Gianluigi Buffon kom í mark Juventus í hálfleik fyrir Wojciech Szczesny og hélt marki sínu hreinu. Buffon varði síðan þrjú víti frá leikmönnum Inter í vítakeppninni. Hollenski táningurinn Matthijs de Ligt var í fyrsta sinn í byrjunarliði Juventus og varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark eftir tíu mínútna leik. De Ligt sendi þá boltann í eigið mark út markteignum eftir að Roberto Gagliardini hafði skallað áfram hornspyrnu Stefano Sensi. Internazionale var 1-0 yfir í hálfleik en það var líf í Juve mönnum í upphafi seinni hálfleik og í framhaldinu var kínverski dómarinn við það að missa stjórn á leiknum. Hann fékk þó menn til að halda áfram að spila fótbolta. Cristiano Ronaldo jafnaði síðan metin á 68. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu. Ronaldo var við vinstri horn vítateigsins en skot hans fór af varnarmanni og datt niður í fjærhornið. Cristiano Ronaldo hefur þar með skorað í tveimur fyrstu leikjum undirbúningstímabilsins því hann skoraði einnig í 2-3 tapinu á móti Tottenham. Juventus ferillinn er ekki að byrja allt of vel hjá Hollendingnum Matthijs de Ligt. De Ligt hafði komið inn á móti Tottenham þegar liðið var 2-1 yfir og aðeins 27 mínútur eftir. Tottenham skoraði tvö mörk á þessum mínútum og vann leikinn 3-2. Að þessu sinni spilaði Matthijs de Ligt aðeins fyrri hálfleikinn og Juventus tapaði honum 1-0. De Ligt var tekinn af velli í hálfleik. Juventus spilar næst á föstudaginn á móti stjörnuliði úr suður-kóresku deildinni en þriðji leikur liðsins í International Champions Cup verður á móti Atlético Madrid 10. ágúst. Internazionale tapaði 1-0 á móti Manchester United í fyrsta leik sínum í ICC en mætir næst Tottenham Hotspur 4. ágúst næstkomandi.Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Joao CanceloGianluigi Buffon varði víti frá Andrea Ranocchia 2-0 Cristiano Ronaldo 2-1 George PușcașGianluigi Buffon víti frá Samuele Longo 3-1 Emre Can 3-2 João Mário Adrien Rabiot skaut yfir 3-3 Nicolo Barella Federico Bernardeschi skaut í sláGianluigi Buffon varði víti frá Borja Valero 4-3 Merih Demiral
Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira