McIlroy kláraði á átta yfir pari: "Mig langar að berja sjálfan mig“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júlí 2019 15:03 McIlroy byrjaði hræðilega, náði að stilla skútuna af en endaspretturinn fór illa með hann. vísir/getty Norður-Írinn Rory McIlroy þarf á ótrúlegum hring að halda á morgun ætli hann sér í gegnum niðurskurðinn á Opna breska risamótinu í golfi. Byrjun McIlroy í dag var hrein martröð. „Mig langar að berja sjálfan mig,“ sagði ósáttur McIlroy við BBC að hringnum loknum. Mikil pressa var á heimamanninum, en þetta er aðeins í annað sinn sem Opna breska risamótið fer fram í Norður-Írlandi. Taugarnar voru hins vegar ekki rétt stilltar til þess að standast við pressuna og fékk hann fjórfaldan skolla strax á fyrstu holu.Rory McIlroy makes a dreaded 'snowman' on the first hole of the #OpenChampionshiphttps://t.co/hsq80KTcXapic.twitter.com/F2Ff3xMbnG — ITV News (@itvnews) July 18, 2019 Eftir þrjár holur var McIlroy kominn á fimm högg yfir parið en náði þá aðeins að stilla sig af. Fuglapúttin voru aðeins hársbreidd frá því að detta í nokkur skipti og féllu tvisvar ofan í, á sjöundu og níundu holu. Seinni níu holurnar voru nokkuð stöðugar hjá McIlroy og paraði hann sex í röð. Á 16. holu fékk hann hins vegar tvöfaldan skolla og endaði svo hringinn á slæmum þreföldum skolla á lokaholunni. „Ég gerði nokkur heimskuleg mistök. Ég var frekar stressaður á fyrsta teig og átti slæmt högg. Ég sýndi smá seiglu á miðjum hringnum en endaði illa.“ Hann kom því í mark á 79 höggum, sem eru 8 högg yfir parið. Þegar þetta er skrifað er hann í 139. sæti mótsins og aðeins fjórir kylfingar með verri árangur.#ChangeInStandings 6:30am: McIlroy 8/1 favourite to win #TheOpen 4:00pm: McIlroy 500/1 to win #TheOpen Who backed Rory to win? pic.twitter.com/ql1a7Sed6h — Odds Watch (@Odds_Watch) July 18, 2019 „Sjö yfir pari samanlagt á fyrstu og síðustu holunni gera þér mjög erfitt fyrir.“ „Þegar ég horfi til baka þá eyðilagði ég á síðustu holunum alla vinnuna sem ég hafði sett inn til þess að koma til baka.“ Mikill fjöldi áhorfenda var kominn saman til þess að horfa á sinn mann keppa á heimavelli en ljóst er að skarinn fer vonsvikinn heim. „Ég spila golf til þess að mæta mínum markmiðum, ekki markmiðum annara, en ég vildi óska að ég hefði getað gefið áhorfendum eitthvað til þess að fagna.“ Fyrsti hringur Opna breska er enn í fullum gangi og eru menn á borð við Brooks Koepka og Tiger Woods í eldlínunni í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.Skorkort Rory McIlroy eftir fyrsta hringskjáskot Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy þarf á ótrúlegum hring að halda á morgun ætli hann sér í gegnum niðurskurðinn á Opna breska risamótinu í golfi. Byrjun McIlroy í dag var hrein martröð. „Mig langar að berja sjálfan mig,“ sagði ósáttur McIlroy við BBC að hringnum loknum. Mikil pressa var á heimamanninum, en þetta er aðeins í annað sinn sem Opna breska risamótið fer fram í Norður-Írlandi. Taugarnar voru hins vegar ekki rétt stilltar til þess að standast við pressuna og fékk hann fjórfaldan skolla strax á fyrstu holu.Rory McIlroy makes a dreaded 'snowman' on the first hole of the #OpenChampionshiphttps://t.co/hsq80KTcXapic.twitter.com/F2Ff3xMbnG — ITV News (@itvnews) July 18, 2019 Eftir þrjár holur var McIlroy kominn á fimm högg yfir parið en náði þá aðeins að stilla sig af. Fuglapúttin voru aðeins hársbreidd frá því að detta í nokkur skipti og féllu tvisvar ofan í, á sjöundu og níundu holu. Seinni níu holurnar voru nokkuð stöðugar hjá McIlroy og paraði hann sex í röð. Á 16. holu fékk hann hins vegar tvöfaldan skolla og endaði svo hringinn á slæmum þreföldum skolla á lokaholunni. „Ég gerði nokkur heimskuleg mistök. Ég var frekar stressaður á fyrsta teig og átti slæmt högg. Ég sýndi smá seiglu á miðjum hringnum en endaði illa.“ Hann kom því í mark á 79 höggum, sem eru 8 högg yfir parið. Þegar þetta er skrifað er hann í 139. sæti mótsins og aðeins fjórir kylfingar með verri árangur.#ChangeInStandings 6:30am: McIlroy 8/1 favourite to win #TheOpen 4:00pm: McIlroy 500/1 to win #TheOpen Who backed Rory to win? pic.twitter.com/ql1a7Sed6h — Odds Watch (@Odds_Watch) July 18, 2019 „Sjö yfir pari samanlagt á fyrstu og síðustu holunni gera þér mjög erfitt fyrir.“ „Þegar ég horfi til baka þá eyðilagði ég á síðustu holunum alla vinnuna sem ég hafði sett inn til þess að koma til baka.“ Mikill fjöldi áhorfenda var kominn saman til þess að horfa á sinn mann keppa á heimavelli en ljóst er að skarinn fer vonsvikinn heim. „Ég spila golf til þess að mæta mínum markmiðum, ekki markmiðum annara, en ég vildi óska að ég hefði getað gefið áhorfendum eitthvað til þess að fagna.“ Fyrsti hringur Opna breska er enn í fullum gangi og eru menn á borð við Brooks Koepka og Tiger Woods í eldlínunni í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.Skorkort Rory McIlroy eftir fyrsta hringskjáskot
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira