Rose líkar vel við US Open því hans eini risatitill kom á sama móti fyrir sex árum síðan. Hann spilaði í nótt á sex höggum undir pari.
Fjórir leikmenn eru höggi á eftir Rose en það eru þeir Rickie Fowler, Xander Schauffele, Aaron Wise og Louis Oostuizen.
Justin Rose finishes strongly to grab a one-shot lead at the #USOpen!
REPORT
— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) June 14, 2019
Tiger Woods spilaði fyrsta hringinn ágætlega og er einu höggi undir pari og Rory McIlroy er á þremur undir pari.
Brooks Koepka er á tveimur undir pari en hann reynir við að verða sá fyrsti til þess að vinna þrjú US Open.
Hringur tvö verður spilaður í dag og hefst útsending frá honum klukkan 19.00 á Stöð 2 Golf.