Mjölnismenn brjálaðir og vilja nýjan bardaga | Potað þrisvar í augu Gunnars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2017 21:45 Hér má sjá Ponzinibbio með puttana á kafi í báðum augum Gunnars. Hættulegur leikur sem hefði getað endað illa. mynd/Jerry McCarthy/KO! Media Santiago Ponzinibbio vann Gunnar Nelson í UFC-bardaga þeirra í Glasgow í gærkvöldi en fljótlega fóru menn að tala um óheiðarleika Argentínumannsins. Myndband frá bardaganum sýnir að Ponzinibbio potaði mörgum sinni í auga Gunnars. Gunnar Nelson kvartaði um það strax eftir bardagann að Santiago Ponzinibbio hafi potað í augað á honum og menn hafa síðan getað sannað það með bæði myndum og myndbandi. „Ég sló hann alveg í byrjun og þá tróð hann puttanum upp í augað á mér á sama tíma,“ sagði Gunnar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir bardagann. Gunnar var þarna rotaður í fyrsta sinn í bardaga en hann sagðist hafa séð tvöfaldan Ponzinibbio það sem eftir var eftir að hafa fengið fingurinn í augað. Menn hafa verið að skoða bardagann betur í dag og þar hefur komið í ljós að þetta var engin tilviljun hjá Argentínumanninum. Það er augljóst að taktíkin hans var að pota í augu Gunnars því hann gerir það aftur og aftur. Hann reyndi oftar en hann náði og vilja menn meina að þetta hafi verið óheiðarleg leikáætlun hjá Argentínumanninum. Alls sést Santiago Ponzinibbio pota þrisvar sinnum í auga Gunnars á þeim 82 sekúndum sem bardaginn stóð yfir. Hér fyrir neðan er farið yfir þetta. Nú er það spurningin hvort að Gunnar geti fengið nýjan bardaga á móti Santiago Ponzinibbio því það er löngu orðið ljóst að Argentínumaðurinn var að svindla með þessari mjög svo óheiðarlegu taktík sinni í þessum bardaga. Hann hefði hæglega getað blindað Gunnar. Eins og sjá má hér að neðan hafa Mjölnismenn skorað á UFC að láta Gunnar og Ponzinibbio berjast aftur. Ef svo ólíklega vill til að UFC taki undir þá kröfu þá færi sá bardagi ekki fram á næstunni enda má Gunnar ekki æfa meira í sumar vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í gær. MMA Tengdar fréttir Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30 Gunnar: Ég varð gráðugur Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. 16. júlí 2017 23:34 Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30 Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20 Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15 „Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Sjá meira
Santiago Ponzinibbio vann Gunnar Nelson í UFC-bardaga þeirra í Glasgow í gærkvöldi en fljótlega fóru menn að tala um óheiðarleika Argentínumannsins. Myndband frá bardaganum sýnir að Ponzinibbio potaði mörgum sinni í auga Gunnars. Gunnar Nelson kvartaði um það strax eftir bardagann að Santiago Ponzinibbio hafi potað í augað á honum og menn hafa síðan getað sannað það með bæði myndum og myndbandi. „Ég sló hann alveg í byrjun og þá tróð hann puttanum upp í augað á mér á sama tíma,“ sagði Gunnar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir bardagann. Gunnar var þarna rotaður í fyrsta sinn í bardaga en hann sagðist hafa séð tvöfaldan Ponzinibbio það sem eftir var eftir að hafa fengið fingurinn í augað. Menn hafa verið að skoða bardagann betur í dag og þar hefur komið í ljós að þetta var engin tilviljun hjá Argentínumanninum. Það er augljóst að taktíkin hans var að pota í augu Gunnars því hann gerir það aftur og aftur. Hann reyndi oftar en hann náði og vilja menn meina að þetta hafi verið óheiðarleg leikáætlun hjá Argentínumanninum. Alls sést Santiago Ponzinibbio pota þrisvar sinnum í auga Gunnars á þeim 82 sekúndum sem bardaginn stóð yfir. Hér fyrir neðan er farið yfir þetta. Nú er það spurningin hvort að Gunnar geti fengið nýjan bardaga á móti Santiago Ponzinibbio því það er löngu orðið ljóst að Argentínumaðurinn var að svindla með þessari mjög svo óheiðarlegu taktík sinni í þessum bardaga. Hann hefði hæglega getað blindað Gunnar. Eins og sjá má hér að neðan hafa Mjölnismenn skorað á UFC að láta Gunnar og Ponzinibbio berjast aftur. Ef svo ólíklega vill til að UFC taki undir þá kröfu þá færi sá bardagi ekki fram á næstunni enda má Gunnar ekki æfa meira í sumar vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í gær.
MMA Tengdar fréttir Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30 Gunnar: Ég varð gráðugur Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. 16. júlí 2017 23:34 Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30 Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20 Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15 „Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Sjá meira
Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30
Gunnar: Ég varð gráðugur Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. 16. júlí 2017 23:34
Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30
Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20
Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15
„Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04