Enski boltinn

Fyrsti landsliðshópur Allardyce: Michail Antonio valinn í fyrsta sinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Michail Antonio í leik gegn Man. City í dag
Michail Antonio í leik gegn Man. City í dag vísir/getty
Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands, hefur valið fyrsta landsliðshópinn sinn eftir að hann tók við liðinu fyrr í sumar.

Roy Hodgson sagði upp sem þjálfari liðsins strax eftir leik Íslands og Englands á Evópumótinu í knattspyrnu í sumar en eins og frægt er orðið sló Íslands England út í 16-liða úrslitum.

Athygli vekur að Michail Antonio, leikmaður West Ham, hefur verið valinn í landsliðið en framundan er landsleikjahlé og er undankeppni HM í Rússlandi að hefjast. Englendingar mæta Slóvökum þann 4. september en auka Antonio eru þeir Luke Shaw og Phil Jagielka komnir aftur í landsliðshópinn.

Danny Drinkwater, leikmaður Leicester, er í leikmannahópnum en hér að neðan má sjá hann í heild sinni:

Markmenn: Forster (Southampton), Hart (Man City), Heaton (Burnley)

Varnarmenn: Cahill (Chelsea), Clyne (Liverpool), Jagielka (Everton), Rose (Tottenham), Shaw (Man Utd), Smalling (Man Utd), Stones (Man City), Walker (Tottenham)

Miðjumenn: Alli (Tottenham), Antonio (West Ham), Dier (Tottenham), Drinkwater (Leicester), Henderson (Liverpool), Lallana (Liverpool), Rooney (Man Utd), Sterling (Man City), Walcott (Arsenal)

 

Framherjar: Kane (Tottenham), Sturridge (Liverpool), Vardy (Leicester)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×