Blikar munu verja Íslandsmeistaratitilinn í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2016 12:27 Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var kynnt á kynningarfundi vegna Pepsi-deildar kvenna sem fram fór í Ölgerðinni í dag. Íslandsmeistarar Breiðabliks fengu góða kosningu í efsta sætið en það er styttra á milli Stjörnunnar og Vals sem komu í næstu sætum. Flestir búast þó við meiri spennu en oft áður í baráttu um titilinn. ÍA og KR er spáð falli í 1. deild en Skagakonur eru nýliðar í deildinni ásamt FH. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með lítið breytt lið frá því í fyrra og þær tryggði sér sigur í Meistarakeppni KKÍ á dögunum eftir sigur á Stjörnunni í vítakeppni. Stjörnuliðið missti af Íslandsmeistarabikarnum í fyrra eftir að hafa unnið hann tvö ár þar á undan. Stjörnuliðið missti marga sterka leikmenn í vetur og mætir með breytt lið. Valskonur enduðu í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni síðasta sumar en það mætir gerbreytt Valslið til leiks í sumar. Valsarar hafa styrkt sig mikið fyrir tímabilið og fengið meðal annars landsliðskonurnar Margréti Láru Viðarsdóttur, Elísu Viðarsdóttur og Örnu Sif Ásgrímsdóttur úr atvinnumennsku sem og landsliðsmarkvörðinn Söndru Sigurðardóttur sem hefur unnið fimm stóra titla með Stjörnunni undanfarin fjögur tímabil. Pepsi-deild kvenna hefst með fjórum leikjum á morgun miðvikudag en lokaleikur umferðarinnar er síðan nýliðaslagur upp á Akranesi á laugardaginn. Leikur Stjörnunnar og Þór/KA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 2016: 1. Breiðablik 282 2. Stjarnan 247 3. Valur 231 4. ÍBV 208 5. Þór/KA 179 6. Fylkir 164 7. Selfoss 140 8. FH 78 9. ÍA 62 10. KR 59 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var kynnt á kynningarfundi vegna Pepsi-deildar kvenna sem fram fór í Ölgerðinni í dag. Íslandsmeistarar Breiðabliks fengu góða kosningu í efsta sætið en það er styttra á milli Stjörnunnar og Vals sem komu í næstu sætum. Flestir búast þó við meiri spennu en oft áður í baráttu um titilinn. ÍA og KR er spáð falli í 1. deild en Skagakonur eru nýliðar í deildinni ásamt FH. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með lítið breytt lið frá því í fyrra og þær tryggði sér sigur í Meistarakeppni KKÍ á dögunum eftir sigur á Stjörnunni í vítakeppni. Stjörnuliðið missti af Íslandsmeistarabikarnum í fyrra eftir að hafa unnið hann tvö ár þar á undan. Stjörnuliðið missti marga sterka leikmenn í vetur og mætir með breytt lið. Valskonur enduðu í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni síðasta sumar en það mætir gerbreytt Valslið til leiks í sumar. Valsarar hafa styrkt sig mikið fyrir tímabilið og fengið meðal annars landsliðskonurnar Margréti Láru Viðarsdóttur, Elísu Viðarsdóttur og Örnu Sif Ásgrímsdóttur úr atvinnumennsku sem og landsliðsmarkvörðinn Söndru Sigurðardóttur sem hefur unnið fimm stóra titla með Stjörnunni undanfarin fjögur tímabil. Pepsi-deild kvenna hefst með fjórum leikjum á morgun miðvikudag en lokaleikur umferðarinnar er síðan nýliðaslagur upp á Akranesi á laugardaginn. Leikur Stjörnunnar og Þór/KA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 2016: 1. Breiðablik 282 2. Stjarnan 247 3. Valur 231 4. ÍBV 208 5. Þór/KA 179 6. Fylkir 164 7. Selfoss 140 8. FH 78 9. ÍA 62 10. KR 59
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira