Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 77-79 | Mögnuð endurkoma Hauka spillti sigurgleðinni Kristinn Páll Teitsson í DHL-höllinni skrifar 25. apríl 2016 21:45 Haukar fagna í leikslok. vísir/ernir Finnur Atli Magnússon var hetja Hauka í ótrúlegum 79-77 sigri á KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í kvöld en Finnur jafnaði leikinn með ótrúlegum þrist þegar lokaflautið gall í fjórða leikhluta. KR-ingar voru sterkari framan af og virtust ætla að gera út um leikinn í þriðja leikhluta en Haukar náðu að koma sér aftur inn í leikinn og að knýja fram framlenginu með þriggja stiga körfu þegar lokaflautið gall í fjórða leikhluta. Framlengingin var jöfn og skiptust liðin á körfum en á lokasprettinum náðu Haukarnir forskotinu. Þrátt fyrir að KR hafi fengið færin til að klára leikinn virtist þetta einfaldlega ekki vera þeirra dagur. Það verður því leikur á fimmtudaginn þegar Haukar taka á móti KR á Ásvöllum og verður fróðlegt að sjá hvort Haukum takist að senda einvígið í oddaleik. KR-ingar voru aðeins einum leik frá því að tryggja sér þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð og þann sjötta á síðustu tíu árum. Aðeins einn sigur þurfti til og fór leikurinn í kvöld fram á heimavelli KR þar sem KR hafði unnið báða leiki liðanna í vetur með 30 stigum. Töluverð batamerki voru á leik Hauka í síðasta leik liðanna í DB-Schenker höllinni en stórar körfur undir lok leiksins tryggðu KR-ingum að lokin sigurinn í leik tvö og gerði það að verkum að KR-ingar gátu unnið titilinn á heimavelli í kvöld. Haukar sem léku án Kára Jónssonar, annan leikinn í röð, mættu grimmir til leiks og voru greinilega ákveðnir að gefa KR-ingum ekkert eftir á heimavelli KR-inga. Haukar náðu 9-3 forskoti strax á upphafsmínútum leiksins en KR með Brynjar Þór Björnsson fremstan í flokki var ekki lengi að svara. Brynjar fór á kostum í fyrri hálfleik og náði KR um tíma sex stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Haukum tókst að minnka forskotið niður í fjögur stig 17-13 undir lok leikhlutans. Það var jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta og skiptust þau á forskotinu eftir því sem líða tók á leikhlutann. KR-ingar voru þó lengst af með frumkvæðið og tóku fjögurra stiga forskot inn í hálfleikinn 42-38. Haukar virtust einfaldlega skilja sóknarleikinn eftir í búningsklefanum í upphafi seinni hálfleiks en þá náðu KR-ingar 12 stiga forskoti og fengu Haukar ekki körfu úr opnum leik fyrr en eftir rúmlega átta og hálfa mínútu í leikhlutanum. Þá kom hinsvegar góður sprettur hjá Haukum sem hleypti þeim aftur inn í lokaleikhlutann. Tókst þeim að setja ellefu stig í röð og ná forskotinu á upphafsmínútum fjórða leikhluta en á sama tíma gekk ekkert í sóknarleik KR. Erfiðleikar KR-inga héldu áfram langt inn í fjórða leikhluta en þeim tókst að halda aftur af Haukum og halda þeim innan seilingar allt þar til Helgi Már Magnússon vaknaði til lífsins. Kom hann KR aftur yfir þegar hann setti niður tvo risa þrista á lokamínútunum eftir að hafa verið ískaldur framan af í leiknum. KR leiddi með þremur stigum þegar tíu sekúndur voru eftir fyrir lokasókn Hauka en þar virtust Haukar vera í vandræðum þegar Finni Atla tókst ekki að setja leikkerfið sem Haukarnir vildu af stað. Þurfti Finnur því að fara í erfiðan þrist með varnarmann í andlitinu og Finnur setti skotið niður og jafnaði metin þegar lokaflautið gall á gamla heimavellinum. Eftir ótrúlegar lokasekúndur þurfti því að framlengja í DHL-höllinni en þar reyndust Haukar sterkari. Flest stig liðanna komu af vítalínunni en Finnur Atli kom Haukum einu stigi yfir eftir sóknarfrákast þegar 22 sekúndur voru eftir. KR-ingar fengu nokkur færi til þess að stela sigrinum á lokasekúndunum en skotin vildu ekki detta ofaní fyrir KR-ingana. Fögnuðu Haukar því naumum en gríðarlega sætum sigri eftir að Emil Barja gulltryggði sigurinn af vítalínunni þegar sekúnda var eftir. Þarf því annan leik til þess að útkljá þetta einvígi og verður fróðlegt að sjá hvernig Haukaliðið mætir til leiks í DB-Schenker höllinni á fimmtudaginn næsta eftir þennan sigur. Brynjar Þór var stigahæstur í liði KR með 25 stig en Michael Craion var með 23 stig og 15 fráköst. Í liði Hauka var Brandon Mobley atkvæðamestur með 23 stig og 12 fráköst en Emil Barja bætti við 16 stigum.KR-Haukar 77-79 (17-13, 25-25, 11-12, 17-20, 7-9)KR: Brynjar Þór Björnsson 25, Michael Craion 23/15 fráköst, Helgi Már Magnússon 12/12 fráköst, Darri Hilmarsson 7/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 4/7 fráköst/9 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 3, Björn Kristjánsson 3/4 fráköst, Arnór Hermannsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Andrés Ísak Hlynsson 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 0.Haukar: Brandon Mobley 23/12 fráköst, Emil Barja 16/8 fráköst/10 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 13/9 fráköst, Kristinn Marinósson 9/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5, Kristinn Jónasson 5/8 fráköst, Haukur Óskarsson 4, Guðni Heiðar Valentínusson 4/4 fráköst, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Gunnar Birgir Sandholt 0. Finnur: Maður er í körfubolta fyrir stundir eins og þessar„Þetta var bara yndislegt, það hefði verið mjög súrt að tapa þessu eftir að hafa náð að koma þessu í framlengingu. Tilfinningar voru miklar og æðislegar því við erum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí,“ sagði Finnur Atli Magnússon, hetja Hauka, brattur í leikslok. „Ég verð að hrósa stuðningsmönnunum, þeir styðja okkur sama hvað og ég vona að aðdáendur KR taki þetta til sín. Þeir eru stundum ekki nógu virkir en ég verð þó að hrósa krökkunum sem eru búnir að vera frábærir.“ Finnur sagðist ekki vera tilbúinn að setja á sig sólgleraugu og stráhattinn. „Alls ekki. Við töluðum um það að við vorum að klúðra sniðskotunum í öðrum leiknum og við vissum að við þyrftum að vera ákveðnari í að ná sóknarfráköstunum,“ sagði Finnur sem hrósaði Craion. „Hann er náttúrulega tröll inn í teig og ég er fyrstur að viðurkenna að þegar hann fer af stað á ég ekki möguleika. Það var mjög hentugt að ég var villulaus í fjórða leikhluta því þá gat ég reynt að stöðva hann. Við ætluðum að stöðva þessar auðveldu körfur, við ætluðum ekki að meiða hann en við vildum láta hann finna fyrir því.“ Finnur sagði að það hefði verið auðvelt að brotna í þriðja leikhluta þegar ekkert gekk í sóknarleiknum. „Við eigum það til að missa hausinn, við reyndum að halda haus og hlusta ekki á Brynjar og félaga í KR. Við komumst yfir það og þeir fóru að kvarta meira og við reyndum bara að brosa yfir þessu öllu saman.“ Finnur jafnaði metin með ótrúlegri körfu undir lok leiksins á sínum gamla heimavelli. „Þetta var virkilega sætt og maður man vel eftir þessu fyrst að við unnum. Stundir eins og þessar eru ástæðan afhverju maður er í körfubolta þótt þetta hafi ekki verið skot sem ég hef æft mikið,“ sagði Finnur sem glotti þegar hann var spurður hvort hann hefði átt að taka þetta skot. „Það var reyndar ekki þannig, ég var að sjá hvar Emil væri og hélt að Mike myndi koma nær mér þar sem hann veit að ég get skotið þriggja stiga skoti en hann vissi að ég myndi leita að honum og hleypti mér frekar í þetta skot.“ Næsti leikur liðanna fer fram á Ásvöllum og Finnur sagði leikmennina vera klára í að vinna einn leik á heimavelli fyrir stuðningsmennina. „Það er einn leikur í viðbót og núna hugsum við bara um að taka einn fyrir Maníuna og fyrir Haukana. Það yrði sannkallaður draumur að fá oddaleik hérna en fyrst er oddaleikur á morgun,“ sagði Finnur sem ætlar ekki að missa af leik Hauka og Snæfells í úrslitum Dominos-deildar kvenna. „Ég hvet alla til að mæta þangað og sjá tvö bestu kvennalið landsins í langan tíma mætast þá verður stuð og stemming á Ásvöllum.“ Brynjar: „Það var ekkert svo mikið svekkelsi. Við töpuðum þessum leik en við erum ennþá 2-1 yfir í einvíginu,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, aðspurður hvernig stemmingin hefði verið inn í klefa eftir leikinn í kvöld. Brynjari fannst spilamennska KR einfaldlega ekki nægilega góð í kvöld. „Við spiluðum illa í leiknum, það er ekkert flóknara en það. Við vorum að reyna að flýta okkur of mikið í fyrri hálfleik þegar við náðum forystunni og svo klúðrum við niður góðu forskoti í þriðja leikhluta,“ sagði Brynjar sem hrósaði baráttuanda Haukanna í kvöld. „Þeir spiluðu bara fantavel, spiluðu fast og gerðu vel og unnu þennan leik út frá því. Við fengum þó tækifærin til að vinna þennan leik en náðum ekki að nýta þau.“ Mistök kostuðu KR-liðið gott forskot undir lok þriðja leikhluta og einnig leikinn að mati Brynjars. „Það var algjört klúður að gera ekki betur þar. Maður verður að enda leikhlutana vel en í staðin fyrir það fá þeir auðveldar körfur upp úr mistökum sem við eigum ekki að vera að gera,“ sagði Brynjar og bætti við: „Við gerðum einfaldlega of mörg mistök í kvöld til þess að vinna þetta, við hefðum til dæmis átt að brjóta á Finni og senda hann á línuna að taka tvö vítaskot í staðin fyrir að hleypa honum í þristinn en hann má eiga það að hann gerði vel.“ Ívar: Gríðarlegur léttir að sjá skotið hjá Finni detta„Púlsinn er búinn að róast núna eftir gríðarlega spennu, maður hlýtur að vera í góðu formi,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, brosmildur eftir að hafa verið spurður hvernig púlsinn væri eftir leik kvöldsins. „Þetta var frábært fyrir körfuboltann í heild sinni, frábær leikur og körfuboltaaðdáendur hljóta að fagna því að fá annan svona leik á fimmtudaginn.“ Ívar sagði leikmennina hafa haft fulla trú á verkefninu þrátt fyrir að vera 0-2 undir á leiðinni á einn erfiðasta útivöll landsins. „Það var engin hræðsla, við sáum í síðasta leik að spilamennskan er á uppleið og við vorum bara ákveðnir í að vinna hérna í kvöld. Við tökum hrúgu af sóknarfráköstum í byrjun og það sýnir baráttuviljann hjá strákunum.“ Ívar tók undir að Haukarnir hefðu verið heppnir að halda sér inn í leiknum í þriðja leikhluta þegar gjörsamlega ekkert gekk í sóknarleik liðsins. „Það var ótrúlegt að við vorum ennþá inn í leiknum eftir það. Varnarleikurinn var góður, að ná að halda KR í tólf stigum er frábært en það var allt of mikið hik í sóknarleiknum. Þegar menn fóru að skjóta þá gekk þetta betur.“ Ívar var ósáttur með varnarleikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. „Það var auðvitað gríðarlegur léttir að sjá skotið hjá Finni detta en við áttum aldrei að lenda í þessari stöðu. Í tvígang klikkar skiptingin í vörninni hjá okkur og Helgi Már, frábær þriggja stiga skytta, er skilin eftir galopin.“ Ívar vonaðist til þess að leikmennirnir myndu byggja á þessu. „Við töluðum um að við hefðum unnið upp 0-2 forskot gegn Keflavík í fyrra, við unnum útileik í Síkinu í fyrra 0-2 undir og unnum þrjá leiki í röð gegn Þór Þorlákshöfn. Þrátt fyrir öll áföllin sem við höfum lent í, meiðsli og bönn, þá höfum við alltaf stigið upp,“ sagði Ívar sem vildi ekki segja hvort Kári myndi taka þátt í næsta leik. „Við skulum segja að hann spili oddaleikinn,“ sagði Ívar léttur að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 vísir/ernirvísir/antonvísir/ernir Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Finnur Atli Magnússon var hetja Hauka í ótrúlegum 79-77 sigri á KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í kvöld en Finnur jafnaði leikinn með ótrúlegum þrist þegar lokaflautið gall í fjórða leikhluta. KR-ingar voru sterkari framan af og virtust ætla að gera út um leikinn í þriðja leikhluta en Haukar náðu að koma sér aftur inn í leikinn og að knýja fram framlenginu með þriggja stiga körfu þegar lokaflautið gall í fjórða leikhluta. Framlengingin var jöfn og skiptust liðin á körfum en á lokasprettinum náðu Haukarnir forskotinu. Þrátt fyrir að KR hafi fengið færin til að klára leikinn virtist þetta einfaldlega ekki vera þeirra dagur. Það verður því leikur á fimmtudaginn þegar Haukar taka á móti KR á Ásvöllum og verður fróðlegt að sjá hvort Haukum takist að senda einvígið í oddaleik. KR-ingar voru aðeins einum leik frá því að tryggja sér þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð og þann sjötta á síðustu tíu árum. Aðeins einn sigur þurfti til og fór leikurinn í kvöld fram á heimavelli KR þar sem KR hafði unnið báða leiki liðanna í vetur með 30 stigum. Töluverð batamerki voru á leik Hauka í síðasta leik liðanna í DB-Schenker höllinni en stórar körfur undir lok leiksins tryggðu KR-ingum að lokin sigurinn í leik tvö og gerði það að verkum að KR-ingar gátu unnið titilinn á heimavelli í kvöld. Haukar sem léku án Kára Jónssonar, annan leikinn í röð, mættu grimmir til leiks og voru greinilega ákveðnir að gefa KR-ingum ekkert eftir á heimavelli KR-inga. Haukar náðu 9-3 forskoti strax á upphafsmínútum leiksins en KR með Brynjar Þór Björnsson fremstan í flokki var ekki lengi að svara. Brynjar fór á kostum í fyrri hálfleik og náði KR um tíma sex stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Haukum tókst að minnka forskotið niður í fjögur stig 17-13 undir lok leikhlutans. Það var jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta og skiptust þau á forskotinu eftir því sem líða tók á leikhlutann. KR-ingar voru þó lengst af með frumkvæðið og tóku fjögurra stiga forskot inn í hálfleikinn 42-38. Haukar virtust einfaldlega skilja sóknarleikinn eftir í búningsklefanum í upphafi seinni hálfleiks en þá náðu KR-ingar 12 stiga forskoti og fengu Haukar ekki körfu úr opnum leik fyrr en eftir rúmlega átta og hálfa mínútu í leikhlutanum. Þá kom hinsvegar góður sprettur hjá Haukum sem hleypti þeim aftur inn í lokaleikhlutann. Tókst þeim að setja ellefu stig í röð og ná forskotinu á upphafsmínútum fjórða leikhluta en á sama tíma gekk ekkert í sóknarleik KR. Erfiðleikar KR-inga héldu áfram langt inn í fjórða leikhluta en þeim tókst að halda aftur af Haukum og halda þeim innan seilingar allt þar til Helgi Már Magnússon vaknaði til lífsins. Kom hann KR aftur yfir þegar hann setti niður tvo risa þrista á lokamínútunum eftir að hafa verið ískaldur framan af í leiknum. KR leiddi með þremur stigum þegar tíu sekúndur voru eftir fyrir lokasókn Hauka en þar virtust Haukar vera í vandræðum þegar Finni Atla tókst ekki að setja leikkerfið sem Haukarnir vildu af stað. Þurfti Finnur því að fara í erfiðan þrist með varnarmann í andlitinu og Finnur setti skotið niður og jafnaði metin þegar lokaflautið gall á gamla heimavellinum. Eftir ótrúlegar lokasekúndur þurfti því að framlengja í DHL-höllinni en þar reyndust Haukar sterkari. Flest stig liðanna komu af vítalínunni en Finnur Atli kom Haukum einu stigi yfir eftir sóknarfrákast þegar 22 sekúndur voru eftir. KR-ingar fengu nokkur færi til þess að stela sigrinum á lokasekúndunum en skotin vildu ekki detta ofaní fyrir KR-ingana. Fögnuðu Haukar því naumum en gríðarlega sætum sigri eftir að Emil Barja gulltryggði sigurinn af vítalínunni þegar sekúnda var eftir. Þarf því annan leik til þess að útkljá þetta einvígi og verður fróðlegt að sjá hvernig Haukaliðið mætir til leiks í DB-Schenker höllinni á fimmtudaginn næsta eftir þennan sigur. Brynjar Þór var stigahæstur í liði KR með 25 stig en Michael Craion var með 23 stig og 15 fráköst. Í liði Hauka var Brandon Mobley atkvæðamestur með 23 stig og 12 fráköst en Emil Barja bætti við 16 stigum.KR-Haukar 77-79 (17-13, 25-25, 11-12, 17-20, 7-9)KR: Brynjar Þór Björnsson 25, Michael Craion 23/15 fráköst, Helgi Már Magnússon 12/12 fráköst, Darri Hilmarsson 7/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 4/7 fráköst/9 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 3, Björn Kristjánsson 3/4 fráköst, Arnór Hermannsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Andrés Ísak Hlynsson 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 0.Haukar: Brandon Mobley 23/12 fráköst, Emil Barja 16/8 fráköst/10 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 13/9 fráköst, Kristinn Marinósson 9/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5, Kristinn Jónasson 5/8 fráköst, Haukur Óskarsson 4, Guðni Heiðar Valentínusson 4/4 fráköst, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Gunnar Birgir Sandholt 0. Finnur: Maður er í körfubolta fyrir stundir eins og þessar„Þetta var bara yndislegt, það hefði verið mjög súrt að tapa þessu eftir að hafa náð að koma þessu í framlengingu. Tilfinningar voru miklar og æðislegar því við erum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí,“ sagði Finnur Atli Magnússon, hetja Hauka, brattur í leikslok. „Ég verð að hrósa stuðningsmönnunum, þeir styðja okkur sama hvað og ég vona að aðdáendur KR taki þetta til sín. Þeir eru stundum ekki nógu virkir en ég verð þó að hrósa krökkunum sem eru búnir að vera frábærir.“ Finnur sagðist ekki vera tilbúinn að setja á sig sólgleraugu og stráhattinn. „Alls ekki. Við töluðum um það að við vorum að klúðra sniðskotunum í öðrum leiknum og við vissum að við þyrftum að vera ákveðnari í að ná sóknarfráköstunum,“ sagði Finnur sem hrósaði Craion. „Hann er náttúrulega tröll inn í teig og ég er fyrstur að viðurkenna að þegar hann fer af stað á ég ekki möguleika. Það var mjög hentugt að ég var villulaus í fjórða leikhluta því þá gat ég reynt að stöðva hann. Við ætluðum að stöðva þessar auðveldu körfur, við ætluðum ekki að meiða hann en við vildum láta hann finna fyrir því.“ Finnur sagði að það hefði verið auðvelt að brotna í þriðja leikhluta þegar ekkert gekk í sóknarleiknum. „Við eigum það til að missa hausinn, við reyndum að halda haus og hlusta ekki á Brynjar og félaga í KR. Við komumst yfir það og þeir fóru að kvarta meira og við reyndum bara að brosa yfir þessu öllu saman.“ Finnur jafnaði metin með ótrúlegri körfu undir lok leiksins á sínum gamla heimavelli. „Þetta var virkilega sætt og maður man vel eftir þessu fyrst að við unnum. Stundir eins og þessar eru ástæðan afhverju maður er í körfubolta þótt þetta hafi ekki verið skot sem ég hef æft mikið,“ sagði Finnur sem glotti þegar hann var spurður hvort hann hefði átt að taka þetta skot. „Það var reyndar ekki þannig, ég var að sjá hvar Emil væri og hélt að Mike myndi koma nær mér þar sem hann veit að ég get skotið þriggja stiga skoti en hann vissi að ég myndi leita að honum og hleypti mér frekar í þetta skot.“ Næsti leikur liðanna fer fram á Ásvöllum og Finnur sagði leikmennina vera klára í að vinna einn leik á heimavelli fyrir stuðningsmennina. „Það er einn leikur í viðbót og núna hugsum við bara um að taka einn fyrir Maníuna og fyrir Haukana. Það yrði sannkallaður draumur að fá oddaleik hérna en fyrst er oddaleikur á morgun,“ sagði Finnur sem ætlar ekki að missa af leik Hauka og Snæfells í úrslitum Dominos-deildar kvenna. „Ég hvet alla til að mæta þangað og sjá tvö bestu kvennalið landsins í langan tíma mætast þá verður stuð og stemming á Ásvöllum.“ Brynjar: „Það var ekkert svo mikið svekkelsi. Við töpuðum þessum leik en við erum ennþá 2-1 yfir í einvíginu,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, aðspurður hvernig stemmingin hefði verið inn í klefa eftir leikinn í kvöld. Brynjari fannst spilamennska KR einfaldlega ekki nægilega góð í kvöld. „Við spiluðum illa í leiknum, það er ekkert flóknara en það. Við vorum að reyna að flýta okkur of mikið í fyrri hálfleik þegar við náðum forystunni og svo klúðrum við niður góðu forskoti í þriðja leikhluta,“ sagði Brynjar sem hrósaði baráttuanda Haukanna í kvöld. „Þeir spiluðu bara fantavel, spiluðu fast og gerðu vel og unnu þennan leik út frá því. Við fengum þó tækifærin til að vinna þennan leik en náðum ekki að nýta þau.“ Mistök kostuðu KR-liðið gott forskot undir lok þriðja leikhluta og einnig leikinn að mati Brynjars. „Það var algjört klúður að gera ekki betur þar. Maður verður að enda leikhlutana vel en í staðin fyrir það fá þeir auðveldar körfur upp úr mistökum sem við eigum ekki að vera að gera,“ sagði Brynjar og bætti við: „Við gerðum einfaldlega of mörg mistök í kvöld til þess að vinna þetta, við hefðum til dæmis átt að brjóta á Finni og senda hann á línuna að taka tvö vítaskot í staðin fyrir að hleypa honum í þristinn en hann má eiga það að hann gerði vel.“ Ívar: Gríðarlegur léttir að sjá skotið hjá Finni detta„Púlsinn er búinn að róast núna eftir gríðarlega spennu, maður hlýtur að vera í góðu formi,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, brosmildur eftir að hafa verið spurður hvernig púlsinn væri eftir leik kvöldsins. „Þetta var frábært fyrir körfuboltann í heild sinni, frábær leikur og körfuboltaaðdáendur hljóta að fagna því að fá annan svona leik á fimmtudaginn.“ Ívar sagði leikmennina hafa haft fulla trú á verkefninu þrátt fyrir að vera 0-2 undir á leiðinni á einn erfiðasta útivöll landsins. „Það var engin hræðsla, við sáum í síðasta leik að spilamennskan er á uppleið og við vorum bara ákveðnir í að vinna hérna í kvöld. Við tökum hrúgu af sóknarfráköstum í byrjun og það sýnir baráttuviljann hjá strákunum.“ Ívar tók undir að Haukarnir hefðu verið heppnir að halda sér inn í leiknum í þriðja leikhluta þegar gjörsamlega ekkert gekk í sóknarleik liðsins. „Það var ótrúlegt að við vorum ennþá inn í leiknum eftir það. Varnarleikurinn var góður, að ná að halda KR í tólf stigum er frábært en það var allt of mikið hik í sóknarleiknum. Þegar menn fóru að skjóta þá gekk þetta betur.“ Ívar var ósáttur með varnarleikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. „Það var auðvitað gríðarlegur léttir að sjá skotið hjá Finni detta en við áttum aldrei að lenda í þessari stöðu. Í tvígang klikkar skiptingin í vörninni hjá okkur og Helgi Már, frábær þriggja stiga skytta, er skilin eftir galopin.“ Ívar vonaðist til þess að leikmennirnir myndu byggja á þessu. „Við töluðum um að við hefðum unnið upp 0-2 forskot gegn Keflavík í fyrra, við unnum útileik í Síkinu í fyrra 0-2 undir og unnum þrjá leiki í röð gegn Þór Þorlákshöfn. Þrátt fyrir öll áföllin sem við höfum lent í, meiðsli og bönn, þá höfum við alltaf stigið upp,“ sagði Ívar sem vildi ekki segja hvort Kári myndi taka þátt í næsta leik. „Við skulum segja að hann spili oddaleikinn,“ sagði Ívar léttur að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 vísir/ernirvísir/antonvísir/ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira