Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 33-34 | Haukar komnir í 2-0 eftir ótrúlegan leik Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 25. apríl 2016 22:00 Úr leik hjá Haukum og ÍBV. vísir/ernir Haukar eru komnir í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu við ÍBV eftir eins marks sigur í maraþon-leik í kvöld. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og einnig eftir fyrri framlenginguna en Haukamenn innsigluðu sigurinn í síðari framlengingu. Haukar virtust ætla að klára leikinn rétt eftir að seinni hálfleikur byrjaði en þá tóku Hvítu Riddararnir við sér og lyftu þakinu af húsinu. Stuðningur þeirra hjálpaði ÍBV að taka forystuna en þeir voru þremur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Gestirnir sýndu ótrúlegan karakter og jöfnuðu metin þegar þrjátíu sekúndur voru eftir. Í framlengingunni voru Haukar sterkari og leiddu með þremur mörkum þegar 100 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingu. Þá sýndi ÍBV ótrúlegan karakter og skoruðu leikmenn liðsins þrjú mörk á þeim tíma. Í síðustu framlengingunni voru Haukar sterkari en Einar Sverrisson klikkaði á síðasta skoti leiksins þegar tíu sekúndur voru eftir. Bæði lið stilltu upp sama leikmannahópi og á laugardaginn þar sem engin meiðsli eða leikbönn voru að trufla menn. Sömu byrjunarlið voru hjá liðunum og virtist uppleggið vera það sama. Haukamenn byrjuðu þennan leik þó mun betur en á Ásvöllum, þeir virtust hreinlega ætla að keyra yfir ÍBV. Hákon Daði Styrmisson var ótrúlegur í leiknum og skoraði 12 mörk, hann skoraði úr ellefu fyrstu skotum sínum og var með 100% nýtingu þegar tæpur klukkutími var liðinn. Hann gjörsamlega raðaði inn mörkum í byrjun en hans lið var alltaf skrefinu á undan ÍBV í dag. Eftir 35 mínútna leik var staðan 11-14 og ekkert sem benti til þess að ÍBV myndi komast aftur inn í leikinn. Þá tók stuðningsmannasveit ÍBV, Hvítu Riddararnir við sér, þakið var við það að rifna af húsinu. ÍBV sneri leiknum við og voru komnir yfir 22-19 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá hélt maður að ÍBV ætlaði að klára dæmið. Daðarnir í liði Hauka jöfnuðu þá metin þar sem Hákon Daði skoraði eitt mark og Janus Daði Smárason gerði tvö. Það síðara kom þegar 30 sekúndur voru eftir, Eyjamenn tóku leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir og ætluðu að galdra fram mark. Þeir reyndu kerfi sem oft er gripið til í svona stöðu og sendu Einar Sverrisson upp í loftið, Einar greip ekki boltann sem barst út fyrir teig. Þar tók Elliði Snær Viðarsson boltann upp og skoraði í markið en dómararnir dæmdu línu á Elliða, því þurfti að grípa til framlengingar. Elliði Snær spilaði stærra hlutverk en hann hefði vanalega gert eftir rautt spjald sem Kári Kristján Kristjánsson fékk. Elliði átti mjög góðan leik en hann er ungur og óreyndur á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokki. Hákon Daði braut á Kára en þá var dæmt vítakast, Kári virtist þá fara viljandi með hendurnar í hausinn á Hákoni Daða og héldu margir að hann fengi rautt spjald. Dómararnir komust að þeirri niðurstöðu að Hákon fengi tveggja mínútna brottvísun fyrir brotið og Kári fyrir viðbrögð sín. Þegar þeir voru að labba af vellinum ætlaði Hákon Daði að taka í spaðann á Kára sem virðist hafa misst stjórn á sér í nokkrar sekúndur. Hann myndaði byssu með hendinni og færði hana í áttina að hausnum á Hákoni. Dómarar leiksins voru ekki lengi að sýna Kára rauða spjaldið sem verður að vera ósáttur við sjálfan sig að láta táning leiða sig í svona gildru. Haukarnir virtust miklu betri í framlengingunni, þeir voru tveimur mönnum færri síðustu tvær mínútur fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Þeir unnu þann kafla 2-1 þar sem Tjörvi Þorgeirsson skoraði sitt eina mark í leiknum. Hann kom Haukum þremur mörkum yfir. Þeir héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og leiddu með þremur mörkum þegar 100 sekúndur voru eftir. ÍBV tók þá þvílíkan kafla og skoruðu þrjú mörk og jöfnuðu leikinn, í raun alveg lygilegt að ÍBV hafi náð að jafna leikinn. Stemningin sem var þá í húsinu var ótrúleg, ég í raun trúði ekki mínum eigin augum og eyrum. Sjálfur missti ég mig í raun eftir þessa endurkomu en meðbyrinn var allur með ÍBV. Haukar voru í raun ótrúlega sterkir í seinni framlengingunni og komust aftur þremur mörkum yfir. ÍBV klikkaði á víti eftir það, en náðu samt að minnka muninn í eitt mark. Þeir áttu tækifæri til þess að jafna leikinn og koma leiknum í vítakeppni. Einar Sverrisson tók skotið af tíu metrunum sem Giedrius Morkunas varði yfir markið. Leiknum lauk eftir vörsluna og mátti sjá tár í augum Eyjamanna. Haukar geta klárað einvígið á Ásvöllum á föstudag.Arnar: Okkar áhorfendur eru einstakir „Það er margt sem maður getur sagt, maður situr aðeins á sér og bíður aðeins með það,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld. „Frábær leikur og ábyggilega frábær skemmtun fyrir Haukamenn og hlutlausa, við Eyjamenn erum gríðarlega svekktir að ná ekki að klára þetta.“ „Við lögðum áherslu á að strákarnir soguðu í sig orkuna og stemninguna úr stúkunni. Menn gerðu það og við spiluðum frábæran leik fram á 57. - 58. mínútu þegar við fórum að verja það sem við vorum komnir með og verðum ragir. Fram að því spiluðum við frábæran leik og síðan frábærar framlengingar við þá,“ sagði Arnar en leikurinn virtist snúast við eftir rúman hálftíma þar sem stemningin var í hámarki. Ég persónulega hélt að þakið ætlaði af húsinu í Eyjum, slík var stemningin á köflum. Hvað finnst Arnari um þessa stuðningsmenn? „Okkar áhorfendur eru einstakir, það er löngu sannað. Þeir eru okkar áttundi og níundi maður. Það dugði ekki gegn gríðarsterku Hauka liði, þú sérð gæðin í þessu liði.“ „100 sekúndur og þrjú mörk, það sýnir karakterinn í þessum strákum, þeir gefast aldrei upp og grátlegt að nýta þetta ekki til að klára helvítis leikinn.“ Hákon Daði Styrmisson reyndist liðinu mjög erfiður, það hlýtur að vera ljótt að sjá hann fara í Hauka og eiga svona stórleiki á móti ÍBV. „Ég er búinn að segja það áður, ég vildi gjarnan hafa hann í mínu liði. Ég reyndi margt til þess, ég vildi alls ekki sá hann í Haukaliðinu og þetta er það sem maður óttaðist. Hann er okkur mjög erfiður, helvítis melurinn,“ sagði Arnar að lokum í léttum tón eftir grátlegt tap. Olís-deild karla Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Sjá meira
Haukar eru komnir í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu við ÍBV eftir eins marks sigur í maraþon-leik í kvöld. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og einnig eftir fyrri framlenginguna en Haukamenn innsigluðu sigurinn í síðari framlengingu. Haukar virtust ætla að klára leikinn rétt eftir að seinni hálfleikur byrjaði en þá tóku Hvítu Riddararnir við sér og lyftu þakinu af húsinu. Stuðningur þeirra hjálpaði ÍBV að taka forystuna en þeir voru þremur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Gestirnir sýndu ótrúlegan karakter og jöfnuðu metin þegar þrjátíu sekúndur voru eftir. Í framlengingunni voru Haukar sterkari og leiddu með þremur mörkum þegar 100 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingu. Þá sýndi ÍBV ótrúlegan karakter og skoruðu leikmenn liðsins þrjú mörk á þeim tíma. Í síðustu framlengingunni voru Haukar sterkari en Einar Sverrisson klikkaði á síðasta skoti leiksins þegar tíu sekúndur voru eftir. Bæði lið stilltu upp sama leikmannahópi og á laugardaginn þar sem engin meiðsli eða leikbönn voru að trufla menn. Sömu byrjunarlið voru hjá liðunum og virtist uppleggið vera það sama. Haukamenn byrjuðu þennan leik þó mun betur en á Ásvöllum, þeir virtust hreinlega ætla að keyra yfir ÍBV. Hákon Daði Styrmisson var ótrúlegur í leiknum og skoraði 12 mörk, hann skoraði úr ellefu fyrstu skotum sínum og var með 100% nýtingu þegar tæpur klukkutími var liðinn. Hann gjörsamlega raðaði inn mörkum í byrjun en hans lið var alltaf skrefinu á undan ÍBV í dag. Eftir 35 mínútna leik var staðan 11-14 og ekkert sem benti til þess að ÍBV myndi komast aftur inn í leikinn. Þá tók stuðningsmannasveit ÍBV, Hvítu Riddararnir við sér, þakið var við það að rifna af húsinu. ÍBV sneri leiknum við og voru komnir yfir 22-19 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá hélt maður að ÍBV ætlaði að klára dæmið. Daðarnir í liði Hauka jöfnuðu þá metin þar sem Hákon Daði skoraði eitt mark og Janus Daði Smárason gerði tvö. Það síðara kom þegar 30 sekúndur voru eftir, Eyjamenn tóku leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir og ætluðu að galdra fram mark. Þeir reyndu kerfi sem oft er gripið til í svona stöðu og sendu Einar Sverrisson upp í loftið, Einar greip ekki boltann sem barst út fyrir teig. Þar tók Elliði Snær Viðarsson boltann upp og skoraði í markið en dómararnir dæmdu línu á Elliða, því þurfti að grípa til framlengingar. Elliði Snær spilaði stærra hlutverk en hann hefði vanalega gert eftir rautt spjald sem Kári Kristján Kristjánsson fékk. Elliði átti mjög góðan leik en hann er ungur og óreyndur á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokki. Hákon Daði braut á Kára en þá var dæmt vítakast, Kári virtist þá fara viljandi með hendurnar í hausinn á Hákoni Daða og héldu margir að hann fengi rautt spjald. Dómararnir komust að þeirri niðurstöðu að Hákon fengi tveggja mínútna brottvísun fyrir brotið og Kári fyrir viðbrögð sín. Þegar þeir voru að labba af vellinum ætlaði Hákon Daði að taka í spaðann á Kára sem virðist hafa misst stjórn á sér í nokkrar sekúndur. Hann myndaði byssu með hendinni og færði hana í áttina að hausnum á Hákoni. Dómarar leiksins voru ekki lengi að sýna Kára rauða spjaldið sem verður að vera ósáttur við sjálfan sig að láta táning leiða sig í svona gildru. Haukarnir virtust miklu betri í framlengingunni, þeir voru tveimur mönnum færri síðustu tvær mínútur fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Þeir unnu þann kafla 2-1 þar sem Tjörvi Þorgeirsson skoraði sitt eina mark í leiknum. Hann kom Haukum þremur mörkum yfir. Þeir héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og leiddu með þremur mörkum þegar 100 sekúndur voru eftir. ÍBV tók þá þvílíkan kafla og skoruðu þrjú mörk og jöfnuðu leikinn, í raun alveg lygilegt að ÍBV hafi náð að jafna leikinn. Stemningin sem var þá í húsinu var ótrúleg, ég í raun trúði ekki mínum eigin augum og eyrum. Sjálfur missti ég mig í raun eftir þessa endurkomu en meðbyrinn var allur með ÍBV. Haukar voru í raun ótrúlega sterkir í seinni framlengingunni og komust aftur þremur mörkum yfir. ÍBV klikkaði á víti eftir það, en náðu samt að minnka muninn í eitt mark. Þeir áttu tækifæri til þess að jafna leikinn og koma leiknum í vítakeppni. Einar Sverrisson tók skotið af tíu metrunum sem Giedrius Morkunas varði yfir markið. Leiknum lauk eftir vörsluna og mátti sjá tár í augum Eyjamanna. Haukar geta klárað einvígið á Ásvöllum á föstudag.Arnar: Okkar áhorfendur eru einstakir „Það er margt sem maður getur sagt, maður situr aðeins á sér og bíður aðeins með það,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld. „Frábær leikur og ábyggilega frábær skemmtun fyrir Haukamenn og hlutlausa, við Eyjamenn erum gríðarlega svekktir að ná ekki að klára þetta.“ „Við lögðum áherslu á að strákarnir soguðu í sig orkuna og stemninguna úr stúkunni. Menn gerðu það og við spiluðum frábæran leik fram á 57. - 58. mínútu þegar við fórum að verja það sem við vorum komnir með og verðum ragir. Fram að því spiluðum við frábæran leik og síðan frábærar framlengingar við þá,“ sagði Arnar en leikurinn virtist snúast við eftir rúman hálftíma þar sem stemningin var í hámarki. Ég persónulega hélt að þakið ætlaði af húsinu í Eyjum, slík var stemningin á köflum. Hvað finnst Arnari um þessa stuðningsmenn? „Okkar áhorfendur eru einstakir, það er löngu sannað. Þeir eru okkar áttundi og níundi maður. Það dugði ekki gegn gríðarsterku Hauka liði, þú sérð gæðin í þessu liði.“ „100 sekúndur og þrjú mörk, það sýnir karakterinn í þessum strákum, þeir gefast aldrei upp og grátlegt að nýta þetta ekki til að klára helvítis leikinn.“ Hákon Daði Styrmisson reyndist liðinu mjög erfiður, það hlýtur að vera ljótt að sjá hann fara í Hauka og eiga svona stórleiki á móti ÍBV. „Ég er búinn að segja það áður, ég vildi gjarnan hafa hann í mínu liði. Ég reyndi margt til þess, ég vildi alls ekki sá hann í Haukaliðinu og þetta er það sem maður óttaðist. Hann er okkur mjög erfiður, helvítis melurinn,“ sagði Arnar að lokum í léttum tón eftir grátlegt tap.
Olís-deild karla Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Sjá meira