Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. apríl 2016 14:59 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/gva Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtölum sínum opinberlega. Upplýsingarnar eru skráðar inn á vef Vinstri grænna undir hagsmunaskráningu Katrínar. Ekki er um að ræða afrit af skattframtalinu heldur er búið að setja inn upplýsingar úr því handvirkt. Ekki liggur fyrir hvenær upplýsingarnar voru settar inn en ekki náðist í Katrínu við vinnslu fréttarinnar. Á síðunni er að finna upplýsingar um tekjur og eignir Katrínar og eiginmanns hennar. Kemur meðal annars fram að tekjur Katrínar í fyrra hafi verið alls 13.616.586 krónur, þá hafi innistæður á bankareikningum í árslok numið 637.963 krónur og þá eiga Katrín og maður hennar íbúð sem metin er á 34.100.000 króna. Mjög hefur verið kallað eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, birti upplýsingar úr skattframtölum sínum til að sýna fram á að þeir hafi greitt skatta hér á landi vegna aflandsfélaga sem þeir hafa tengst. Á þingi í dag sagði Bjarni að það myndi „koma í ljós“ hvort að hann myndi gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega, þegar hann var spurður út í það í óundirbúnum fyrirspurnartíma.Uppfært klukkan 16:25: Í samtali við Vísi segist Katrín hafa ákveðið að birta upplýsingar úr skattframtölum sínum í ljósi umræðunnar síðustu daga og kröfu um að forystumenn stjórnmálaflokka birtu slíkar upplýsingar. Vísar hún meðal annars í orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að hann muni sé tilbúin til að birta frekari upplýsingar um sín skattamál geri forystumenn annarra stjórnmálaflokka slíkt hið sama. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, birtu sínar upplýsingar í vikunni og segist Katrín hafa ákveðið að birta sínar upplýsingar með svipuðum hætti og þau. Tengdar fréttir Bjarni segir það „koma í ljós“ hvort hann muni gera grein fyrir sínum fjármálum Fjármálaráðherra var inntur svara um hvort hann muni gera skattframtal sitt opinbert. 14. apríl 2016 11:26 Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtölum sínum opinberlega. Upplýsingarnar eru skráðar inn á vef Vinstri grænna undir hagsmunaskráningu Katrínar. Ekki er um að ræða afrit af skattframtalinu heldur er búið að setja inn upplýsingar úr því handvirkt. Ekki liggur fyrir hvenær upplýsingarnar voru settar inn en ekki náðist í Katrínu við vinnslu fréttarinnar. Á síðunni er að finna upplýsingar um tekjur og eignir Katrínar og eiginmanns hennar. Kemur meðal annars fram að tekjur Katrínar í fyrra hafi verið alls 13.616.586 krónur, þá hafi innistæður á bankareikningum í árslok numið 637.963 krónur og þá eiga Katrín og maður hennar íbúð sem metin er á 34.100.000 króna. Mjög hefur verið kallað eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, birti upplýsingar úr skattframtölum sínum til að sýna fram á að þeir hafi greitt skatta hér á landi vegna aflandsfélaga sem þeir hafa tengst. Á þingi í dag sagði Bjarni að það myndi „koma í ljós“ hvort að hann myndi gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega, þegar hann var spurður út í það í óundirbúnum fyrirspurnartíma.Uppfært klukkan 16:25: Í samtali við Vísi segist Katrín hafa ákveðið að birta upplýsingar úr skattframtölum sínum í ljósi umræðunnar síðustu daga og kröfu um að forystumenn stjórnmálaflokka birtu slíkar upplýsingar. Vísar hún meðal annars í orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að hann muni sé tilbúin til að birta frekari upplýsingar um sín skattamál geri forystumenn annarra stjórnmálaflokka slíkt hið sama. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, birtu sínar upplýsingar í vikunni og segist Katrín hafa ákveðið að birta sínar upplýsingar með svipuðum hætti og þau.
Tengdar fréttir Bjarni segir það „koma í ljós“ hvort hann muni gera grein fyrir sínum fjármálum Fjármálaráðherra var inntur svara um hvort hann muni gera skattframtal sitt opinbert. 14. apríl 2016 11:26 Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Bjarni segir það „koma í ljós“ hvort hann muni gera grein fyrir sínum fjármálum Fjármálaráðherra var inntur svara um hvort hann muni gera skattframtal sitt opinbert. 14. apríl 2016 11:26
Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49