Teljum okkur geta farið alla leið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2016 06:00 Sigrún Sjöfn var stigahæst í liði Grindavíkur í leik fjögur. vísir/anton Grindavík fær í kvöld þriðja tækifærið til að tryggja sér sæti í úrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta þegar liðið mætir Haukum í oddaleik á Ásvöllum. Grindvíkingar komu flestum á óvart og unnu tvo fyrstu leikina en Haukar svöruðu fyrir sig með sigri í næstu tveimur og því ræðst það í kvöld hvort liðið mætir Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitum. Fjórði leikur liðanna í Röstinni á föstudagskvöldið var gríðarlega spennandi þar Grindvíkingar sóttu hart að Haukum á lokamínútum. Heimakonur áttu þó ekki svör við stórleik Helenu Sverrisdóttur sem skoraði 32 stig í leiknum, þar af 11 í 4. leikhluta. Hjá Grindavík var önnur landsliðskona, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, stigahæst með 20 stig. Og þrátt fyrir að hafa tvisvar misst af tækifærinu til að tryggja sér sæti í úrslitunum hefur Sigrún fulla trú á að það takist í þriðju tilraun í kvöld. „Auðvitað er visst svekkelsi að hafa ekki náð að klára þetta á föstudaginn. En málið er að Haukar eru með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við vissum það líka að þær myndu ekkert gefa okkur þetta eftir að við komumst í 2-0 og við þurfum að hafa virkilega mikið fyrir því að vinna,“ sagði Sigrún, en finnst Grindavíkurliðinu að þær hefðu þurft að klára einvígið 3-0 ef þær ætluðu að klára það á annað borð? „Það hefði verið þægilegt að klára þetta 3-0, það hefði verið virkilega gott. En þetta gekk ekki í leik þrjú og þær burstuðu okkur eiginlega þar,“ sagði Sigrún en Haukar unnu þriðja leikinn 72-45, þar sem Grindavík skoraði aðeins 18 stig í fyrri hálfleik. „Fjórði leikurinn var jafn og hefði getað dottið okkar megin hefðum við verið heppnar með nokkur skot og passað boltann aðeins betur. Það hefði verið best að klára þetta heima en núna er ekkert annað í stöðunni en að mæta grimmar á Ásvelli og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna.“Landsliðskonurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Helena Sverrisdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir í baráttunni.vísir/antonÁðurnefnd Helena hefur verið óstöðvandi í einvíginu við Grindavík en tölurnar tala sínu máli. Helena er með 29,8 stig að meðaltali í leik, 12,3 fráköst, 5,5 stoðsendingar og 31,8 framlagsstig. Í fyrstu tveimur leikjunum tókst Grindvíkingum hins vegar að stöðva aðra leikmenn Haukaliðsins sem hafði mikið að segja. „Við þurfum náttúrulega að stoppa alla þeirra leikmenn. Helena er bara hörkuleikmaður og skilar alltaf sínu, hvort sem hún er með 20 eða 30 stig. Hún er það góð að hún skilar alltaf sínum tölum,“ sagði Sigrún og áréttar að hver einasti leikmaður Grindavíkur þurfi að taka ábyrgð á sínum manni í vörninni. Gengi Grindavíkur í vetur hefur verið upp og ofan en meiðsli gerðu liðinu erfitt fyrir lengi vel. Og raunar þurfti Grindavík að vinna Keflavík í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni í lokaumferð deildarinnar. Sigrún segir að gengið í vetur gefi ekki alveg rétta mynd af styrk Grindavíkurliðsins. „Við erum með hörkuhóp og fullt af leikmönnum sem vita hvað þarf gera til að vinna og hafa unnið mikið áður,“ sagði Sigrún en í leikmannahópi Grindavíkur eru sjö leikmenn sem hafa spilað A-landsleik fyrir Íslands hönd. „Hópurinn er sterkur en það hefur mikið gengið á, og meira en maður á að venjast. Það hefur sett strik í reikninginn en það telur ekkert núna, við erum með fullmannaðan hóp og lið sem við teljum að geti farið alla leið.“ Sigrún lék með Norrköping Dolphins í Svíþjóð í fyrra og lætur mjög vel af dvölinni þar. „Ég tók bara eitt tímabil úti. Ég ætlaði að fara aftur út til þeirra en þau gengu ekki í gegn, samningamálin. En þetta var frábær reynsla og mér leið mjög vel úti, ég var heppin með lið, liðsfélaga og þjálfara,“ sagði Sigrún sem stefnir að því að komast aftur út í atvinnumennsku. „Já, algjörlega. Ef það kemur eitthvað kemur upp lít ég að sjálfsögðu á það og skoða hvort það er eitthvað sem mér líst vel á.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira
Grindavík fær í kvöld þriðja tækifærið til að tryggja sér sæti í úrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta þegar liðið mætir Haukum í oddaleik á Ásvöllum. Grindvíkingar komu flestum á óvart og unnu tvo fyrstu leikina en Haukar svöruðu fyrir sig með sigri í næstu tveimur og því ræðst það í kvöld hvort liðið mætir Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitum. Fjórði leikur liðanna í Röstinni á föstudagskvöldið var gríðarlega spennandi þar Grindvíkingar sóttu hart að Haukum á lokamínútum. Heimakonur áttu þó ekki svör við stórleik Helenu Sverrisdóttur sem skoraði 32 stig í leiknum, þar af 11 í 4. leikhluta. Hjá Grindavík var önnur landsliðskona, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, stigahæst með 20 stig. Og þrátt fyrir að hafa tvisvar misst af tækifærinu til að tryggja sér sæti í úrslitunum hefur Sigrún fulla trú á að það takist í þriðju tilraun í kvöld. „Auðvitað er visst svekkelsi að hafa ekki náð að klára þetta á föstudaginn. En málið er að Haukar eru með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við vissum það líka að þær myndu ekkert gefa okkur þetta eftir að við komumst í 2-0 og við þurfum að hafa virkilega mikið fyrir því að vinna,“ sagði Sigrún, en finnst Grindavíkurliðinu að þær hefðu þurft að klára einvígið 3-0 ef þær ætluðu að klára það á annað borð? „Það hefði verið þægilegt að klára þetta 3-0, það hefði verið virkilega gott. En þetta gekk ekki í leik þrjú og þær burstuðu okkur eiginlega þar,“ sagði Sigrún en Haukar unnu þriðja leikinn 72-45, þar sem Grindavík skoraði aðeins 18 stig í fyrri hálfleik. „Fjórði leikurinn var jafn og hefði getað dottið okkar megin hefðum við verið heppnar með nokkur skot og passað boltann aðeins betur. Það hefði verið best að klára þetta heima en núna er ekkert annað í stöðunni en að mæta grimmar á Ásvelli og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna.“Landsliðskonurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Helena Sverrisdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir í baráttunni.vísir/antonÁðurnefnd Helena hefur verið óstöðvandi í einvíginu við Grindavík en tölurnar tala sínu máli. Helena er með 29,8 stig að meðaltali í leik, 12,3 fráköst, 5,5 stoðsendingar og 31,8 framlagsstig. Í fyrstu tveimur leikjunum tókst Grindvíkingum hins vegar að stöðva aðra leikmenn Haukaliðsins sem hafði mikið að segja. „Við þurfum náttúrulega að stoppa alla þeirra leikmenn. Helena er bara hörkuleikmaður og skilar alltaf sínu, hvort sem hún er með 20 eða 30 stig. Hún er það góð að hún skilar alltaf sínum tölum,“ sagði Sigrún og áréttar að hver einasti leikmaður Grindavíkur þurfi að taka ábyrgð á sínum manni í vörninni. Gengi Grindavíkur í vetur hefur verið upp og ofan en meiðsli gerðu liðinu erfitt fyrir lengi vel. Og raunar þurfti Grindavík að vinna Keflavík í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni í lokaumferð deildarinnar. Sigrún segir að gengið í vetur gefi ekki alveg rétta mynd af styrk Grindavíkurliðsins. „Við erum með hörkuhóp og fullt af leikmönnum sem vita hvað þarf gera til að vinna og hafa unnið mikið áður,“ sagði Sigrún en í leikmannahópi Grindavíkur eru sjö leikmenn sem hafa spilað A-landsleik fyrir Íslands hönd. „Hópurinn er sterkur en það hefur mikið gengið á, og meira en maður á að venjast. Það hefur sett strik í reikninginn en það telur ekkert núna, við erum með fullmannaðan hóp og lið sem við teljum að geti farið alla leið.“ Sigrún lék með Norrköping Dolphins í Svíþjóð í fyrra og lætur mjög vel af dvölinni þar. „Ég tók bara eitt tímabil úti. Ég ætlaði að fara aftur út til þeirra en þau gengu ekki í gegn, samningamálin. En þetta var frábær reynsla og mér leið mjög vel úti, ég var heppin með lið, liðsfélaga og þjálfara,“ sagði Sigrún sem stefnir að því að komast aftur út í atvinnumennsku. „Já, algjörlega. Ef það kemur eitthvað kemur upp lít ég að sjálfsögðu á það og skoða hvort það er eitthvað sem mér líst vel á.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira