Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 88-86 | Staðan jöfn eftir magnaða endurkomu Njarðvíkinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2016 21:30 Vísir/Ernir Haukur Helgi Pálsson tryggði Njarðvík magnaðan endurkomu sigur á KR, 88-86, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildarinnar í kvöld. Njarðvík var mest 24 stigum undir, 38-62, í upphafi seinni hálfleiks en náði að tryggja sér sigurinn með ótrúlegum endaspretti og jafnaði þar með metin í einvígi liðanna. Haukur Helgi skoraði 27 stig fyrir Njarðvík, þ.á.m. sigurkörfuna þegar tæpar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Logi Gunnarsson var einnig frábær í leiknum, og þá sérstaklega í 3. leikhluta þar sem hann skoraði 13 stig og hóf í raun endurkomu Njarðvíkinga. Þá skilaði Maciej Baginski 19 stigum af bekknum en 12 þeirra komu í lokaleikhlutanum sem Njarðvík vann 25-16. Darri Hilmarsson átti stórleik í liði KR og skoraði 28 stig en þau dugðu ekki til. Pavel Ermolinskij skoraði 17 stig og Michael Craion en hann fékk sína fjórðu villu eftir 11 sekúndna leik í seinni hálfleik sem hafði mikið að segja. Leikurinn í kvöld var allt öðruvísi en leikur eitt á mánudaginn. Sóknarleikur liðanna var miklu betri en varnarleikurinn ekki jafn sterkur. Njarðvíkingar voru sjóðheitir í byrjun leiks og hittu afar vel. Og þegar sex og hálf mínúta var liðin af fyrri hálfleik var liðið búið að skora meira en í öllum seinni hálfleiknum í fyrsta leiknum. Haukur Helgi og Logi drógu vagninn fyrir Njarðvík í sókninni en smám saman fundu KR-ingar leiðir til að stoppa þá og bættu um leið sinn eigin sóknarleik. Gestirnir skoruðu að vild og breyttu stöðunni úr 18-13 í 20-29 á síðustu sex mínútum 1. leikhluta. Njarðvíkurvörnin var einfaldlega ekki til staðar og réð ekkert við það þegar Pavel Ermolinskij keyrði inn í teiginn og setti boltann út á fría skotmenn. Darri Hilmarsson var sérlega góður en hann skoraði 10 stig í 1. leikhluta og 15 stig í fyrri hálfleik, líkt og Pavel. Njarðvíkingar gátu hvorki varist né tekið fráköst en í hálfleik var staðan í þeim tölfræðiþætti 26-7. Þar af tóku KR-ingar níu sóknarfráköst gegn aðeins einu hjá Njarðvík. KR leiddi með níu stigum, 20-29, eftir 1. leikhluta og þeir héldu uppteknum hætti í 2. leikhluta. Gestirnir hittu frábærlega (60% inni í teig og 46% utan hans) og Njarðvíkingar áttu engin svör í vörninni. Sóknarmegin hélt Haukur Helgi Njarðvíkingum á floti en hann gerði 16 stig í fyrri hálfleik, helmingi meira en næsti maður (Logi). Heimamenn söknuðu sárlega framlags frá Jeremy Atkinson sem fór halloka í baráttunni við Michael Craion undir körfunni. Atkinson, sem tók 24 fráköst í fyrsta leiknum, skoraði einungis tvö stig í fyrri hálfleik og tók eitt frákast. Hann lauk leik með fimm stig og átta fráköst. Njarðvík minnkaði muninn í sjö stig, 38-45, þegar Logi skoraði sín fyrstu og einu stig í 2. leikhluta. En KR-ingar kláruðu fyrri hálfleikinn á 10-0 spretti og fóru því með 17 stiga forystu, 38-55, til búningsherbergja. Craion opnaði dyrnar fyrir Njarðvík þegar hann fékk sína fjórðu villu í upphafi seinni hálfleiks en heimamenn voru lengi að þekkjast boðið og stíga inn fyrir. Það gerðist ekki fyrr en Logi tók til sinna ráða en landsliðsmaðurinn skoraði 13 stig í 3. leikhluta. Og þökk sé þessum stigum og bættum varnarleik byrjuðu Njarðvíkingar að minnka muninn. Þeir skoruðu 10 síðustu stigin í 3. leikhluta en Haukur Helgi minnkaði muninn í sjö stig, 63-70, með ótrúlegum flautuþrist. Í 4. leikhlutanum héldu Njarðvíkingar áfram að þjarma að gestunum sem héldu grænum þó í hæfilegri fjarlægð framan af. Helgi Már Magnússon kom KR 10 stigum yfir, 73-83, þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en um mínútu síðar fékk Craion sína fimmtu villu og lauk þar með leik. Það nýttu Njarðvíkingar sér, skoruðu 15 af 18 síðustu stigum leiksins og Haukur Helgi kláraði svo dæmið með fallegu stökkskoti. KR hafði rúmar tvær sekúndur til að tryggja sér sigurinn en lokaskot Darra klikkaði. Lokatölur því 88-86, Njarðvík í vil.Logi: Það er mikil hefð í þessum klúbbi Logi Gunnarsson átti frábæran leik þegar Njarðvík jafnaði metin í einvíginu við KR í undanúrslitum Domino's deildarinnar í körfubolta í kvöld. "Þetta er bara úrslitakeppnin eins og hún á að vera. Þetta eru fjögur bestu lið landsins og þetta er rosalega jafnt," sagði Logi sem skoraði 13 stig í 3. leikhluta þegar Njarðvík hóf endurkomu sína sem skilaði að lokum sigri. "Þetta er Njarðvíkurhjartað, baráttuhjartað. Það er mikil hefð í þessum klúbbi og við gefumst aldrei upp," sagði landsliðsmaðurinn sem sagði það hafa breytt miklu þegar Michael Craion fékk sína 4. villu í upphafi seinni hálfleiks. "Það breytti miklu. Hann tekur mikið til sín og þegar hann fór út af opnaðist meira pláss fyrir okkur inni í teignum," sagði Logi að lokum.Bein lýsing: Njarðvík - KRTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson tryggði Njarðvík magnaðan endurkomu sigur á KR, 88-86, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildarinnar í kvöld. Njarðvík var mest 24 stigum undir, 38-62, í upphafi seinni hálfleiks en náði að tryggja sér sigurinn með ótrúlegum endaspretti og jafnaði þar með metin í einvígi liðanna. Haukur Helgi skoraði 27 stig fyrir Njarðvík, þ.á.m. sigurkörfuna þegar tæpar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Logi Gunnarsson var einnig frábær í leiknum, og þá sérstaklega í 3. leikhluta þar sem hann skoraði 13 stig og hóf í raun endurkomu Njarðvíkinga. Þá skilaði Maciej Baginski 19 stigum af bekknum en 12 þeirra komu í lokaleikhlutanum sem Njarðvík vann 25-16. Darri Hilmarsson átti stórleik í liði KR og skoraði 28 stig en þau dugðu ekki til. Pavel Ermolinskij skoraði 17 stig og Michael Craion en hann fékk sína fjórðu villu eftir 11 sekúndna leik í seinni hálfleik sem hafði mikið að segja. Leikurinn í kvöld var allt öðruvísi en leikur eitt á mánudaginn. Sóknarleikur liðanna var miklu betri en varnarleikurinn ekki jafn sterkur. Njarðvíkingar voru sjóðheitir í byrjun leiks og hittu afar vel. Og þegar sex og hálf mínúta var liðin af fyrri hálfleik var liðið búið að skora meira en í öllum seinni hálfleiknum í fyrsta leiknum. Haukur Helgi og Logi drógu vagninn fyrir Njarðvík í sókninni en smám saman fundu KR-ingar leiðir til að stoppa þá og bættu um leið sinn eigin sóknarleik. Gestirnir skoruðu að vild og breyttu stöðunni úr 18-13 í 20-29 á síðustu sex mínútum 1. leikhluta. Njarðvíkurvörnin var einfaldlega ekki til staðar og réð ekkert við það þegar Pavel Ermolinskij keyrði inn í teiginn og setti boltann út á fría skotmenn. Darri Hilmarsson var sérlega góður en hann skoraði 10 stig í 1. leikhluta og 15 stig í fyrri hálfleik, líkt og Pavel. Njarðvíkingar gátu hvorki varist né tekið fráköst en í hálfleik var staðan í þeim tölfræðiþætti 26-7. Þar af tóku KR-ingar níu sóknarfráköst gegn aðeins einu hjá Njarðvík. KR leiddi með níu stigum, 20-29, eftir 1. leikhluta og þeir héldu uppteknum hætti í 2. leikhluta. Gestirnir hittu frábærlega (60% inni í teig og 46% utan hans) og Njarðvíkingar áttu engin svör í vörninni. Sóknarmegin hélt Haukur Helgi Njarðvíkingum á floti en hann gerði 16 stig í fyrri hálfleik, helmingi meira en næsti maður (Logi). Heimamenn söknuðu sárlega framlags frá Jeremy Atkinson sem fór halloka í baráttunni við Michael Craion undir körfunni. Atkinson, sem tók 24 fráköst í fyrsta leiknum, skoraði einungis tvö stig í fyrri hálfleik og tók eitt frákast. Hann lauk leik með fimm stig og átta fráköst. Njarðvík minnkaði muninn í sjö stig, 38-45, þegar Logi skoraði sín fyrstu og einu stig í 2. leikhluta. En KR-ingar kláruðu fyrri hálfleikinn á 10-0 spretti og fóru því með 17 stiga forystu, 38-55, til búningsherbergja. Craion opnaði dyrnar fyrir Njarðvík þegar hann fékk sína fjórðu villu í upphafi seinni hálfleiks en heimamenn voru lengi að þekkjast boðið og stíga inn fyrir. Það gerðist ekki fyrr en Logi tók til sinna ráða en landsliðsmaðurinn skoraði 13 stig í 3. leikhluta. Og þökk sé þessum stigum og bættum varnarleik byrjuðu Njarðvíkingar að minnka muninn. Þeir skoruðu 10 síðustu stigin í 3. leikhluta en Haukur Helgi minnkaði muninn í sjö stig, 63-70, með ótrúlegum flautuþrist. Í 4. leikhlutanum héldu Njarðvíkingar áfram að þjarma að gestunum sem héldu grænum þó í hæfilegri fjarlægð framan af. Helgi Már Magnússon kom KR 10 stigum yfir, 73-83, þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en um mínútu síðar fékk Craion sína fimmtu villu og lauk þar með leik. Það nýttu Njarðvíkingar sér, skoruðu 15 af 18 síðustu stigum leiksins og Haukur Helgi kláraði svo dæmið með fallegu stökkskoti. KR hafði rúmar tvær sekúndur til að tryggja sér sigurinn en lokaskot Darra klikkaði. Lokatölur því 88-86, Njarðvík í vil.Logi: Það er mikil hefð í þessum klúbbi Logi Gunnarsson átti frábæran leik þegar Njarðvík jafnaði metin í einvíginu við KR í undanúrslitum Domino's deildarinnar í körfubolta í kvöld. "Þetta er bara úrslitakeppnin eins og hún á að vera. Þetta eru fjögur bestu lið landsins og þetta er rosalega jafnt," sagði Logi sem skoraði 13 stig í 3. leikhluta þegar Njarðvík hóf endurkomu sína sem skilaði að lokum sigri. "Þetta er Njarðvíkurhjartað, baráttuhjartað. Það er mikil hefð í þessum klúbbi og við gefumst aldrei upp," sagði landsliðsmaðurinn sem sagði það hafa breytt miklu þegar Michael Craion fékk sína 4. villu í upphafi seinni hálfleiks. "Það breytti miklu. Hann tekur mikið til sín og þegar hann fór út af opnaðist meira pláss fyrir okkur inni í teignum," sagði Logi að lokum.Bein lýsing: Njarðvík - KRTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins