Innlent

Augu heimsins á Bessastöðum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Erlendir fjölmiðlar fjölmenntu á Bessastaði til þess að fylgjast með fundi forsætisráðherra og forseta Íslands.
Erlendir fjölmiðlar fjölmenntu á Bessastaði til þess að fylgjast með fundi forsætisráðherra og forseta Íslands. Vísir/BO
Erlendir fjölmiðlamenn fjölmenntu á Bessastaði í hádeginu til þess að flytja fréttir af fundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands.

Allra augu hafa verið á Íslandi undanfarna daga í kjölfar þeirra uppljóstrana sem koma fram í Panama-skjölunum svokölluðu. Voru fréttamenn til dæmis frá Verdens Gang í Noregi og DR í Danmörku á Bessastöðum til þess að fylgjast með framvindu mála.

Þá fjallar BBC um að forsætisráðherra sé reiðubúinn til þess að rjúfa þing. Independent skrifar einnig um að Píratar sé reiðubúnir til þess að mynda stjórn segi forsætisráðherra af sér.

Þá var umfjöllun The Guardian um mótmælin í gær fyrirferðarmikil á forsíðu vefsíðu blaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×