„Það er búið að niðurlægja heila þjóð“ Jóhann Óli Eiðsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 4. apríl 2016 15:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ómyrkir í máli í garð forsætisráðherra og ríkisstjórnar hennar á Alþingi í dag. vísir/ernir „Það er búið að niðurlægja heila þjóð. Forsætisráðherra hefur ákveðið með að segja ekki satt, með að eiga peninga í skattaskjólum, með því að koma sér áfram með því að segja ekki allan sannleikann. Þá hefur hann niðurlægt okkur, sagði Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta og voru þeir ómyrkir í máli og kröfðust afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrir liggur tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans, þing verði rofið og nýjar kosningar verði haldnar. „Forsætisráðherra segir bara nananana, komið bara með vantraust,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata á Alþingi þegar hann krafðist þess að ríkisstjórnin færi frá.Sigmundur Davíð á þingi í dag.Vísir/Snærós„Ætla þingmenn að verja þessa hegðun og þetta ástand. Hvað ætla þeir að segja við erlenda ráðamenn þegar þeir koma hingað til lands? Ætlum virkilega að láta þetta viðgangast,“ bætti Helgi Hrafn. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flutningsmaður tillögu um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kvartaði undan því að forsætisráðherra skyldi ekki hefja fund á skýrslu um málið. „Það er eðlilegt að hér hefði fundurinn hafist á skýrslu forsætisráðherra um stöðu mála. Það er eðlilegt að hann virti þjóðina og þingið þess að opna umræðuna um þetta mál,“ sagði Árni Páll sem gerði einnig að umtalsefni að forsætisráðherra væri í slæmum félagsskap í lekanum á Panama-skjölunum. Undir þetta tók Katrín Jakobsóttir, formaður Vinstri grænna. „Fréttir dagsins ekki bara hér á Íslandi heldur í heiminum eru þær að það er einn vestrænn þjóðarleiðtogi á lista yfir þá leiðtoga sem geyma fé í skattaskjólum og það er forsætisráðherra Íslands,“ sagði Katrín. „Alþingi þarf að ræða það hvernig við og íslenskt samfélagar ætlar að taka á þessum alvarlega trúnaðabrest,“ bætti hún við. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttar Proppé, segir ljóst að ekki hafi allir fengið að vera með í þeirri verð að byggja upp trúverðugt samfélag eftir hrun. „Eftir hrunið myndaðist sátt um allt samfélagið að byggja upp. Láta trúverðugleika og heiðarleika vera okkar merki. Reyna að endurvinna trúvergðugleika í augum heimsins,“ sagði Óttar. „Það sem hefur komið í ljós síðustu daga er að ekki voru allir með í þeirri ferð.“„Helvítis fokking fokk“Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar minnti þingmenn á frægt skilti sem sást í búsáhaldabyltingunni. „Helvítis fokking fokk. Þannig líður mér. Mér líður eins og það starf sem margir hafa reynt að inna af hendi af heiðarleika, allt það starfs er í klessu núna.“ Eftir ræðu Guðmunds bað Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis þingmenn um að gæta orða sinna og nota ekki svigurmæli í ræðum sínum. Róbert Marshall, samflokksmaður Guðmundar tók þessa áminningu forseta óstinnt upp. „Um hvað erum við að tala? Um hvað erum við að ræða? Undanfarnar vikur, tvær vikur, og allt þetta kjörtímabil hefur hann haldið hagsmunum sínum leyndum fyrir þjóðinni.“ „Og í gærkvöldi horfði öll heimsbyggðin hann ljúga að sér að hann ætti ekki neitt í þessu félagi. Mann ber að beinum lygum í sjónvarpi. Horft á þetta um allan heim. Eigum við að gæta að ummælum okkar í ræðustól. Er það aðalatriðið? Hver einasta mínúta skaðar orðspor og ímynd íslands á alþjóðavettvangi.“ Panama-skjölin Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
„Það er búið að niðurlægja heila þjóð. Forsætisráðherra hefur ákveðið með að segja ekki satt, með að eiga peninga í skattaskjólum, með því að koma sér áfram með því að segja ekki allan sannleikann. Þá hefur hann niðurlægt okkur, sagði Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta og voru þeir ómyrkir í máli og kröfðust afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrir liggur tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans, þing verði rofið og nýjar kosningar verði haldnar. „Forsætisráðherra segir bara nananana, komið bara með vantraust,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata á Alþingi þegar hann krafðist þess að ríkisstjórnin færi frá.Sigmundur Davíð á þingi í dag.Vísir/Snærós„Ætla þingmenn að verja þessa hegðun og þetta ástand. Hvað ætla þeir að segja við erlenda ráðamenn þegar þeir koma hingað til lands? Ætlum virkilega að láta þetta viðgangast,“ bætti Helgi Hrafn. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flutningsmaður tillögu um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kvartaði undan því að forsætisráðherra skyldi ekki hefja fund á skýrslu um málið. „Það er eðlilegt að hér hefði fundurinn hafist á skýrslu forsætisráðherra um stöðu mála. Það er eðlilegt að hann virti þjóðina og þingið þess að opna umræðuna um þetta mál,“ sagði Árni Páll sem gerði einnig að umtalsefni að forsætisráðherra væri í slæmum félagsskap í lekanum á Panama-skjölunum. Undir þetta tók Katrín Jakobsóttir, formaður Vinstri grænna. „Fréttir dagsins ekki bara hér á Íslandi heldur í heiminum eru þær að það er einn vestrænn þjóðarleiðtogi á lista yfir þá leiðtoga sem geyma fé í skattaskjólum og það er forsætisráðherra Íslands,“ sagði Katrín. „Alþingi þarf að ræða það hvernig við og íslenskt samfélagar ætlar að taka á þessum alvarlega trúnaðabrest,“ bætti hún við. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttar Proppé, segir ljóst að ekki hafi allir fengið að vera með í þeirri verð að byggja upp trúverðugt samfélag eftir hrun. „Eftir hrunið myndaðist sátt um allt samfélagið að byggja upp. Láta trúverðugleika og heiðarleika vera okkar merki. Reyna að endurvinna trúvergðugleika í augum heimsins,“ sagði Óttar. „Það sem hefur komið í ljós síðustu daga er að ekki voru allir með í þeirri ferð.“„Helvítis fokking fokk“Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar minnti þingmenn á frægt skilti sem sást í búsáhaldabyltingunni. „Helvítis fokking fokk. Þannig líður mér. Mér líður eins og það starf sem margir hafa reynt að inna af hendi af heiðarleika, allt það starfs er í klessu núna.“ Eftir ræðu Guðmunds bað Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis þingmenn um að gæta orða sinna og nota ekki svigurmæli í ræðum sínum. Róbert Marshall, samflokksmaður Guðmundar tók þessa áminningu forseta óstinnt upp. „Um hvað erum við að tala? Um hvað erum við að ræða? Undanfarnar vikur, tvær vikur, og allt þetta kjörtímabil hefur hann haldið hagsmunum sínum leyndum fyrir þjóðinni.“ „Og í gærkvöldi horfði öll heimsbyggðin hann ljúga að sér að hann ætti ekki neitt í þessu félagi. Mann ber að beinum lygum í sjónvarpi. Horft á þetta um allan heim. Eigum við að gæta að ummælum okkar í ræðustól. Er það aðalatriðið? Hver einasta mínúta skaðar orðspor og ímynd íslands á alþjóðavettvangi.“
Panama-skjölin Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent