Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 23-24 | Sjóðheitir Gróttumenn tóku Valsmenn Stefán Árni Pálsson í Valshöllinni skrifar 11. febrúar 2016 20:45 Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu. vísir/vilhelm Grótta vann magnaðan sigur, 24-23, á Valsmönnum í Valshöllinni í kvöld. Frábær sigur hjá baráttuglöðum Gróttumönnum. Mikið jafnræði var á með liðunum í byrjun leiks og var jafnt á öllum tölum. Geir Guðmundsson bar uppi sóknarleik Vals og gerði hann sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Leikmenn Gróttu réðu ekkert við hann en gestirnir voru aftur á móti að leika vel. Þeir stöðvuðu aðra leikmenn Vals og þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var Grótta tveimur mörkum yfir 11-9. Þeir leiddi leikinn með einu í hálfleik, 14-13. Grótta byrjaði síðari hálfleikinn virkilega og voru ótrúlega ákveðnir í sínum aðgerðum sóknarlega. Lárus Helgi Ólafsson varð vel í marki gestanna og það gekk allt upp. Valsmenn aftur á móti voru að flýta sér allt of mikið og það var eins og þeir ætluðu sér að skora tvö mörk í hverri sókn. Þegar um þrettán mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum var staðan orðin 19-15 fyrir Gróttu. Gestirnir voru einfaldlega betri í þessum leik. Þeir voru frábærir varnarlega og Valsmenn réðu ekkert við þá. Lárus Helgi Ólafsson var flottur í markinu hjá Gróttu og að lokum vann Grótta eins marks sigur 24-23 en sigur þeirra var ekki í hættu undir lokin. Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu með sex mörk en Geir Guðmundsson var með átta hjá Val. Grótta er því komið með 20 stig en Valsmenn með 30 stig. Gunnar: Náðum að stöðva hraðaupphlaupin þeirraGunnar Andrésson„Ég er alveg hrikalega sáttur með þennan sigur og bara hvernig liðið spilaði vel sem ein heild,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Liðheildin var ótrúlega sterk. Við fórum inn í leikinn með ákveðið plan sem við héldum allan tímann. Það var vissulega byrjað að draga aðeins að okkur þegar tíu mínútur voru eftir og ég keyrði á frekar fáum mönnum.“ Gunnar segir að það hafði því verið ótrúlega vel gert að klára leikinn. „Við vissum fyrir leik að Valur væri með hrikalega sterkt hraðaupphlaupslið. Þegar við náum að taka þau vopn úr þeirra höndum þá eigum við góðan möguleika.“ Hann segir að liðið hafi æft gríðarlega vel í landsliðspásunni og ungu strákarnir eru að koma virkilega vel inn í liðið núna eftir áramót. Óskar: Þeir voru með frumkvæðið allan leikinnÓskar Bjarni.„Grótta var bara með frumkvæðið allan leikinn og þeir voru bara betri, þannig er það núna bara,“ sagði mjög svo svekktur þjálfari Vals, Óskar Bjarni Óskarsson. „Við náðum engum þéttaleika í varnarleikinn og náðum þar af leiðandi engum hraðaupphlaupum. Við náðum ekki að brjóta á þeim eða þvinga þá í erfið skot.“ Óskar segir að leikmenn Gróttu hafi bara stjórnað leiknum allan tímann. „Vörnin kom í seinni hálfleiknum en þá var bara sóknarleikurinn mjög lélegur. Lalli var síðan að verja vel hjá þeim. Það voru bara allt of fáir hjá okkur sem áttu góðan leik í dag, það var kannski Geir [Guðmundsson] í fyrri hálfleik og síðan ekki söguna meir.“ „Hvernig liðið spilaði sem heild sóknarlega var einnig ekki nægilega gott og það var bara margt sem var að í dag.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
Grótta vann magnaðan sigur, 24-23, á Valsmönnum í Valshöllinni í kvöld. Frábær sigur hjá baráttuglöðum Gróttumönnum. Mikið jafnræði var á með liðunum í byrjun leiks og var jafnt á öllum tölum. Geir Guðmundsson bar uppi sóknarleik Vals og gerði hann sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Leikmenn Gróttu réðu ekkert við hann en gestirnir voru aftur á móti að leika vel. Þeir stöðvuðu aðra leikmenn Vals og þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var Grótta tveimur mörkum yfir 11-9. Þeir leiddi leikinn með einu í hálfleik, 14-13. Grótta byrjaði síðari hálfleikinn virkilega og voru ótrúlega ákveðnir í sínum aðgerðum sóknarlega. Lárus Helgi Ólafsson varð vel í marki gestanna og það gekk allt upp. Valsmenn aftur á móti voru að flýta sér allt of mikið og það var eins og þeir ætluðu sér að skora tvö mörk í hverri sókn. Þegar um þrettán mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum var staðan orðin 19-15 fyrir Gróttu. Gestirnir voru einfaldlega betri í þessum leik. Þeir voru frábærir varnarlega og Valsmenn réðu ekkert við þá. Lárus Helgi Ólafsson var flottur í markinu hjá Gróttu og að lokum vann Grótta eins marks sigur 24-23 en sigur þeirra var ekki í hættu undir lokin. Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu með sex mörk en Geir Guðmundsson var með átta hjá Val. Grótta er því komið með 20 stig en Valsmenn með 30 stig. Gunnar: Náðum að stöðva hraðaupphlaupin þeirraGunnar Andrésson„Ég er alveg hrikalega sáttur með þennan sigur og bara hvernig liðið spilaði vel sem ein heild,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Liðheildin var ótrúlega sterk. Við fórum inn í leikinn með ákveðið plan sem við héldum allan tímann. Það var vissulega byrjað að draga aðeins að okkur þegar tíu mínútur voru eftir og ég keyrði á frekar fáum mönnum.“ Gunnar segir að það hafði því verið ótrúlega vel gert að klára leikinn. „Við vissum fyrir leik að Valur væri með hrikalega sterkt hraðaupphlaupslið. Þegar við náum að taka þau vopn úr þeirra höndum þá eigum við góðan möguleika.“ Hann segir að liðið hafi æft gríðarlega vel í landsliðspásunni og ungu strákarnir eru að koma virkilega vel inn í liðið núna eftir áramót. Óskar: Þeir voru með frumkvæðið allan leikinnÓskar Bjarni.„Grótta var bara með frumkvæðið allan leikinn og þeir voru bara betri, þannig er það núna bara,“ sagði mjög svo svekktur þjálfari Vals, Óskar Bjarni Óskarsson. „Við náðum engum þéttaleika í varnarleikinn og náðum þar af leiðandi engum hraðaupphlaupum. Við náðum ekki að brjóta á þeim eða þvinga þá í erfið skot.“ Óskar segir að leikmenn Gróttu hafi bara stjórnað leiknum allan tímann. „Vörnin kom í seinni hálfleiknum en þá var bara sóknarleikurinn mjög lélegur. Lalli var síðan að verja vel hjá þeim. Það voru bara allt of fáir hjá okkur sem áttu góðan leik í dag, það var kannski Geir [Guðmundsson] í fyrri hálfleik og síðan ekki söguna meir.“ „Hvernig liðið spilaði sem heild sóknarlega var einnig ekki nægilega gott og það var bara margt sem var að í dag.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira