Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2015 11:24 Í stefndi að friðun hafnargarðsins kostaði milljarða-skaðabótamál á hendur ríkinu. En, sennilega sleppur það því bréfið barst of seint. visir/gva Friðlýsing forsætisráðherra á gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík barst of seint og því hefur hún ekkert lagalegt gildi. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Lögmaður framkvæmdaraðila tekur undir þetta mat og gerir ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist á svæðinu í næstu viku.Deigur krókur á móti bragðiFrá því var greint í gærkvöldi að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi friðað í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 í Reykjavík. Frá því hefur jafnframt verið greint að komi til friðunar muni lóðahafar höfða skaðabótamál á hendur ríkinu sem nemur 2,2 milljörðum króna.Í gærkvöldi bárust þær fréttir óvænt að Sigrún Magnúsdóttir væri settur forsætisráðherra og hún væri búin að friða hafnargarðinn.visir/stefánFriðun hafnargarðsins hefur verið sérstakt áhugamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og taldi borgarlögmaður hann vanhæfan til að fjalla um málið. Sem krókur á móti bragði var Sigrún skipuð forsætisráðherra, en sú ráðstöfun virðist ekki ætla að duga, ef marka má orð borgarstjóra.Ráðuneytið einfaldlega of seint á ferð með bréfið„Þegar kom í ljós að þessi hafnargarður var ekki meira en hundrað ára heldur yngri, frá 1928, þá lagði minjastofnun til skyndifriðun og þá hefur viðkomandi ráðherra sex vikur til að segja af eða á. Og sá tími leið án þess að ráðherra tæki afstöðu til þess. Daginn eftir barst hins vegar bréf um að ráðuneytið hefði viljað friða garðinn en það var einfaldlega of seint,“ sagði Dagur í samtali við Höskuld Kára Schram fréttamann nú í morgun.Dagur segir að bréfið hafi borist of seint og það hafi þannig ekkert gildi.visir/arnþórÞannig að þessi yfirlýsing hefur ekkert gildi? „Okkur sýnist það svona í fljótu bragi, já,“ segir borgarstjóri.Friðunin markleysa að mati lögmannsHöskuldur ræddi jafnframt við Óskar Sigurðsson sem er lögmaður framkvæmdaaðila á svæðinu: Landsstólpar-þróunarfélag og innti þá eftir afstöðu nú þegar fyrir lægi að ráðherra vildi friða garðinn. „Afstaða minna umbjóðenda er sú að þessi ákvörðun kom á óvart. Og jafnframt liggur fyrir að þessi ákvörðun er ekki tekin í samræmi við fyrirmæli laga um menningarminjar, ekki innan þess frests er samkvæmt lögunum. Fresturinn er runninn út og ákvörðun sem ráðherra hefur tekið er í sjálfu sér markleysa.“Hinn umdeildi hafnargarður. Nú stefnir í að vilji Framsóknarmanna til að friða garðinn muni ekki ná fram að ganga.visir/gvaTjón hleypur þegar á hundruðum milljóna Óskar segist gera ráð fyrir að framkvæmdir haldi áfram næstu viku. Nú þegar hefur orðið verulegt tjón vegna tafa og hefur verið gerð grein fyrir því tjóni í bréfum til ráðuneytisins. „Tjónið er þegar orðið mjög mikið. Og lögin gera hreinlega ráð fyrir því að svona tjón skuli bætt og ef ekki næst samkomulag um bætur fer það eftir reglum um eignarnámsbætur. Og því verður væntanlega fylgt eftir.“ Lögmaðurinn segir að um verulegar fjárhæðir sé að ræða, sem hleypur á hundruðum milljóna og ef friðunin eigi að standa þá hlaupi skaðabótakrafa á mörgum milljörðum. Hann segir að komi til þess sé það ákvörðun ráðherra og ríkissjóður þannig skaðabótaskyldur. Tengdar fréttir Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00 Spyr Sigmund Davíð hvort hann hafi komið að skyndifriðun hafnargarðsins Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð. 16. september 2015 14:10 Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Friðlýsing forsætisráðherra á gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík barst of seint og því hefur hún ekkert lagalegt gildi. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Lögmaður framkvæmdaraðila tekur undir þetta mat og gerir ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist á svæðinu í næstu viku.Deigur krókur á móti bragðiFrá því var greint í gærkvöldi að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi friðað í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 í Reykjavík. Frá því hefur jafnframt verið greint að komi til friðunar muni lóðahafar höfða skaðabótamál á hendur ríkinu sem nemur 2,2 milljörðum króna.Í gærkvöldi bárust þær fréttir óvænt að Sigrún Magnúsdóttir væri settur forsætisráðherra og hún væri búin að friða hafnargarðinn.visir/stefánFriðun hafnargarðsins hefur verið sérstakt áhugamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og taldi borgarlögmaður hann vanhæfan til að fjalla um málið. Sem krókur á móti bragði var Sigrún skipuð forsætisráðherra, en sú ráðstöfun virðist ekki ætla að duga, ef marka má orð borgarstjóra.Ráðuneytið einfaldlega of seint á ferð með bréfið„Þegar kom í ljós að þessi hafnargarður var ekki meira en hundrað ára heldur yngri, frá 1928, þá lagði minjastofnun til skyndifriðun og þá hefur viðkomandi ráðherra sex vikur til að segja af eða á. Og sá tími leið án þess að ráðherra tæki afstöðu til þess. Daginn eftir barst hins vegar bréf um að ráðuneytið hefði viljað friða garðinn en það var einfaldlega of seint,“ sagði Dagur í samtali við Höskuld Kára Schram fréttamann nú í morgun.Dagur segir að bréfið hafi borist of seint og það hafi þannig ekkert gildi.visir/arnþórÞannig að þessi yfirlýsing hefur ekkert gildi? „Okkur sýnist það svona í fljótu bragi, já,“ segir borgarstjóri.Friðunin markleysa að mati lögmannsHöskuldur ræddi jafnframt við Óskar Sigurðsson sem er lögmaður framkvæmdaaðila á svæðinu: Landsstólpar-þróunarfélag og innti þá eftir afstöðu nú þegar fyrir lægi að ráðherra vildi friða garðinn. „Afstaða minna umbjóðenda er sú að þessi ákvörðun kom á óvart. Og jafnframt liggur fyrir að þessi ákvörðun er ekki tekin í samræmi við fyrirmæli laga um menningarminjar, ekki innan þess frests er samkvæmt lögunum. Fresturinn er runninn út og ákvörðun sem ráðherra hefur tekið er í sjálfu sér markleysa.“Hinn umdeildi hafnargarður. Nú stefnir í að vilji Framsóknarmanna til að friða garðinn muni ekki ná fram að ganga.visir/gvaTjón hleypur þegar á hundruðum milljóna Óskar segist gera ráð fyrir að framkvæmdir haldi áfram næstu viku. Nú þegar hefur orðið verulegt tjón vegna tafa og hefur verið gerð grein fyrir því tjóni í bréfum til ráðuneytisins. „Tjónið er þegar orðið mjög mikið. Og lögin gera hreinlega ráð fyrir því að svona tjón skuli bætt og ef ekki næst samkomulag um bætur fer það eftir reglum um eignarnámsbætur. Og því verður væntanlega fylgt eftir.“ Lögmaðurinn segir að um verulegar fjárhæðir sé að ræða, sem hleypur á hundruðum milljóna og ef friðunin eigi að standa þá hlaupi skaðabótakrafa á mörgum milljörðum. Hann segir að komi til þess sé það ákvörðun ráðherra og ríkissjóður þannig skaðabótaskyldur.
Tengdar fréttir Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00 Spyr Sigmund Davíð hvort hann hafi komið að skyndifriðun hafnargarðsins Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð. 16. september 2015 14:10 Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00
Spyr Sigmund Davíð hvort hann hafi komið að skyndifriðun hafnargarðsins Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð. 16. september 2015 14:10
Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26
Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41