Biður þingmenn um að styðja þingsályktunartillögu um aukinn stuðning við flóttafólk Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 18:37 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Vísir/Ernir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sent öllum þingmönnum þingsályktunartillögu sína um mótttöku flóttafólks í tölvupósti og óskar hún eftir meðflutningi fleiri þingmanna, úr öllum flokkum. „Í tillögunni, sem samin var í vor og dreift til þingmanna sem sitja í nefnd um endurskoðun útlendingalaga og aftur í síðustu viku, er talað um 500 manns en í ljósi þess að vandinn vex með viku hverri tel ég að það megi endurskoða þann fjölda,“ skrifar Sigríður Ingibjörg í póstinum sem Vísir hefur undir höndum. Þingmenn Samfylkingarinnar, Birgitta Jónsdóttir og Páll Valur Björnsson hafa þegar samþykkt meðflutning.Mörg hundruð flóttamanna hafa látið lífið við að flýja örbirgð og kvalir í heimalandi sínu.nordicphotos/AFPHún sendir póstinn vegna þeirrar þróunar sem hefur orðið í flóttamannamálum í heiminum. „Í ljósi vaxandi umræðu um þá skelfingu sem rekur nú vaxandi fjölda fólks á flótta undan stríði og óöld sendi ég ykkur þingsáætlunartillögu mína um móttöku flóttafólks.“ Tillagan fyrrnefnda felur í sér aukinn stuðning við móttöku flóttafólks. Hér eftir fer tillaga Sigríðar Ingibjargar:„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja þegar í stað undirbúning á móttöku flóttamanna, þ.e. kvótaflóttafólki, til landsins á næstu þremur árum í samvinnu við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Stefnt verði að því að 100 flóttamönnum verði boðin dvöl hér á landi árið 2015, 200 árið 2016 og 200 árið 2017. Sérstök áhersla verði lögð á móttöku flóttafólks frá Sýrlandi og flóttafólks annars staðar frá sem er í sambærilegri stöðu og viðkvæmir hópar flóttamanna sem Ísland hefur tekið á móti undanfarin ár í samstarfi við Flóttamannahjálpina.Vegna langvarandi stríðsástands í Sýrlandi skal jafnframt unnið að aukinni fjölskyldusameiningu Sýrlendinga, m.a. með því að heimila tímbundið veitingu dvalarleyfa til aðstandenda Sýrlendinga sem búsettir eru á Íslandi.Þá verði samhliða unnin áætlun um móttöku kvótaflóttamanna sem taki gildi árið 2018 þar sem tryggt verði að Ísland taki á móti flóttafólki til samræmis við íbúafjölda og efnahag landsins.“ Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07 „Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13 Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16 Okkur rennur blóðið til skyldunnar Bæjarstjórinn á Akureyri kveðst spenntur fyrir því að taka á móti flóttamönnum í bæinn 29. ágúst 2015 10:27 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sent öllum þingmönnum þingsályktunartillögu sína um mótttöku flóttafólks í tölvupósti og óskar hún eftir meðflutningi fleiri þingmanna, úr öllum flokkum. „Í tillögunni, sem samin var í vor og dreift til þingmanna sem sitja í nefnd um endurskoðun útlendingalaga og aftur í síðustu viku, er talað um 500 manns en í ljósi þess að vandinn vex með viku hverri tel ég að það megi endurskoða þann fjölda,“ skrifar Sigríður Ingibjörg í póstinum sem Vísir hefur undir höndum. Þingmenn Samfylkingarinnar, Birgitta Jónsdóttir og Páll Valur Björnsson hafa þegar samþykkt meðflutning.Mörg hundruð flóttamanna hafa látið lífið við að flýja örbirgð og kvalir í heimalandi sínu.nordicphotos/AFPHún sendir póstinn vegna þeirrar þróunar sem hefur orðið í flóttamannamálum í heiminum. „Í ljósi vaxandi umræðu um þá skelfingu sem rekur nú vaxandi fjölda fólks á flótta undan stríði og óöld sendi ég ykkur þingsáætlunartillögu mína um móttöku flóttafólks.“ Tillagan fyrrnefnda felur í sér aukinn stuðning við móttöku flóttafólks. Hér eftir fer tillaga Sigríðar Ingibjargar:„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja þegar í stað undirbúning á móttöku flóttamanna, þ.e. kvótaflóttafólki, til landsins á næstu þremur árum í samvinnu við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Stefnt verði að því að 100 flóttamönnum verði boðin dvöl hér á landi árið 2015, 200 árið 2016 og 200 árið 2017. Sérstök áhersla verði lögð á móttöku flóttafólks frá Sýrlandi og flóttafólks annars staðar frá sem er í sambærilegri stöðu og viðkvæmir hópar flóttamanna sem Ísland hefur tekið á móti undanfarin ár í samstarfi við Flóttamannahjálpina.Vegna langvarandi stríðsástands í Sýrlandi skal jafnframt unnið að aukinni fjölskyldusameiningu Sýrlendinga, m.a. með því að heimila tímbundið veitingu dvalarleyfa til aðstandenda Sýrlendinga sem búsettir eru á Íslandi.Þá verði samhliða unnin áætlun um móttöku kvótaflóttamanna sem taki gildi árið 2018 þar sem tryggt verði að Ísland taki á móti flóttafólki til samræmis við íbúafjölda og efnahag landsins.“
Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07 „Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13 Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16 Okkur rennur blóðið til skyldunnar Bæjarstjórinn á Akureyri kveðst spenntur fyrir því að taka á móti flóttamönnum í bæinn 29. ágúst 2015 10:27 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07
„Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13
Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16
Okkur rennur blóðið til skyldunnar Bæjarstjórinn á Akureyri kveðst spenntur fyrir því að taka á móti flóttamönnum í bæinn 29. ágúst 2015 10:27