Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2015 12:15 Ekki hefur verið hægt að fá Bang & Olufsen vörur á Íslandi frá 2011. Vísir/Stefán Karlsson Á morgun opnar ný verslun í Reykjavík sem selur Bang & Olufsen vörur en slíkar vörur hafa ekki verið seldar á Íslandi um nokkurt skeið. Vörurnar frá Bang & Olufsen urðu að ákveðnu stöðutákni á Íslandi fyrir hrun og seldust gríðarlega vel. Bang & Olufsen er danskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða raftæki á borð við hljómtæki og sjónvörp. Árin fyrir hrun voru landsmenn vitlausir í Bang & Olufsen vörur en Ísland var í 2. sæti á heimslista yfir sölu á Bang & Olufsen raftækjum, aðeins Rússar keyptu fleiri. Eftir hrun hægðist þó verulega á sölu á vörum frá þessu vörumerki og fór svo á endanum að versluninni sem seldi Bang & Olufsen vörur hér á landi var lokað árið 2011, sama ár og félagið sem fór með eignarhald á verslunni varð gjaldþrota. Tækjaóðir landsmenn geta því tekið gleði sína á ný en Ormsson mun hefja sölu á raftækjum frá Bang & Olufsen á morgun. Líkt og fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu virðist hvergi vera til sparað en sérstakur hönnuður á vegum Bang & Olufsen kom til landsins til þess að hanna verslunina. „Við teljum að það sé markaður fyrir Bang & Olufsen á Íslandi í dag“ segir Einar Þór Magnússon framkvæmdastjóri Ormsson. Bang & Olufsen vörur eru yfirleitt í dýrari kantinum en í Danmörku má t.d. fá 55 tommu sjónvarp frá fyrirtækinu fyrir litlar 62.995 danskar krónur, rúmlega 1,2 milljónir íslenskra króna. Einar Þór óttast þó ekki að Íslendingum finnist vörur danska fyrirtækisins of dýrar. „Þeir hafa þróað sínar vörur áfram þannig að verðin eru orðin nær samkeppninni.“ Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Á morgun opnar ný verslun í Reykjavík sem selur Bang & Olufsen vörur en slíkar vörur hafa ekki verið seldar á Íslandi um nokkurt skeið. Vörurnar frá Bang & Olufsen urðu að ákveðnu stöðutákni á Íslandi fyrir hrun og seldust gríðarlega vel. Bang & Olufsen er danskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða raftæki á borð við hljómtæki og sjónvörp. Árin fyrir hrun voru landsmenn vitlausir í Bang & Olufsen vörur en Ísland var í 2. sæti á heimslista yfir sölu á Bang & Olufsen raftækjum, aðeins Rússar keyptu fleiri. Eftir hrun hægðist þó verulega á sölu á vörum frá þessu vörumerki og fór svo á endanum að versluninni sem seldi Bang & Olufsen vörur hér á landi var lokað árið 2011, sama ár og félagið sem fór með eignarhald á verslunni varð gjaldþrota. Tækjaóðir landsmenn geta því tekið gleði sína á ný en Ormsson mun hefja sölu á raftækjum frá Bang & Olufsen á morgun. Líkt og fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu virðist hvergi vera til sparað en sérstakur hönnuður á vegum Bang & Olufsen kom til landsins til þess að hanna verslunina. „Við teljum að það sé markaður fyrir Bang & Olufsen á Íslandi í dag“ segir Einar Þór Magnússon framkvæmdastjóri Ormsson. Bang & Olufsen vörur eru yfirleitt í dýrari kantinum en í Danmörku má t.d. fá 55 tommu sjónvarp frá fyrirtækinu fyrir litlar 62.995 danskar krónur, rúmlega 1,2 milljónir íslenskra króna. Einar Þór óttast þó ekki að Íslendingum finnist vörur danska fyrirtækisins of dýrar. „Þeir hafa þróað sínar vörur áfram þannig að verðin eru orðin nær samkeppninni.“
Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira