Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 11:00 Á vefnum naestaskref.is eiga að vera gagnvirk tæki og meðal annars áhugasviðskönnun til að auðvelda fólki að átta sig á við hvað það vill starfa. Vísir/GVA Þróun vefsins naestaskref.is, sem veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf, er í uppnámi þar sem ekki liggur fyrir hvernig fjármagna á smíði hans áfram. Þegar Evrópusambandið, ESB, sagði upp samningum um svokallaða IPA-styrki í febrúar í fyrra var styrkveitingum til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem stýrði verkefninu hætt í kjölfarið. Þá hafði 30 milljónum króna verið varið til smíði vefsins. Áætlað var að verkefnið, sem hófst árið 2012, myndi kosta um 100 milljónir. „Það er mikilvægt að við getum haldið þessari vinnu áfram til þess að vefurinn hafi það gildi sem hann á að hafa. Upplýsingar á vefnum, sem var opnaður í desember síðastliðnum, um störf og nám gætu orðið úreltar eftir tvö til þrjú ár,“ segir Fjóla María Lárusdóttir, sem veitir verkefninu forystu hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Fjóla getur þess að sent hafi verið erindi vegna samningsrofsins til umboðsmanns Evrópusambandsins sem styðji málstað Fræðslumiðstöðvarinnar. „En óvíst er hvort við fáum aftur fjármagn frá Evrópusambandinu. Það er mikilvægt að einhver grípi boltann. Það er mikið í húfi fyrir markhópinn okkar. Það eru komnar um 200 starfs- og námslýsingar á vefinn en við eigum eftir að ljúka hátt í 300 til viðbótar. Við eigum eftir að bæta við gagnvirkum tækjum um meðal annars áhugasviðskönnun sem gæti verið tæki fyrir fólk til að átta sig á hvað það vill verða. Fólk þarf að vita hvaða störf eru á markaði og vita leiðina að þeim. Það er ástæða til að upplýsa um heim starfanna en ekki bara um nám sem er í boði. Við höldum glæðum í vefnum meðan við getum en það er ekki hægt að gera það af afli fyrr en búið er að skilgreina hvar verkefnið á að vera. Féð er horfið og við þurfum að sinna annarri starfsemi.“ Sérfræðisetur um ævilanga náms- og starfsráðgjöf var samstarfsaðili í þeim þætti verkefnisins sem lýtur að hönnun og þróun vefsins. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, stýrði þeirri vinnu. „Við erum hálfnuð með verk sem lengi var þörf á hér. Nágrannaþjóðir okkar eru allar með svona vefi og þar þykir þetta sjálfsagt. Megintilgangur vefsins er að jafna aðgengi fólks að hlutlausum upplýsingum um nám og störf og veita stuðning á starfsferli í formi ráðgjafar og fræðsluefnis en einnig að vera þeim hvatning sem alla jafna myndu ekki leita persónulegrar náms- og starfsráðgjafar. Nú finnst mér verkefnið vera eins og píanó sem búið er að skera í tvennt og bara vírarnir upp í loftið. Verkefninu var hætt í miðju kafi án þess að gengið væri frá neinu.“ Fjóla tekur það fram að vilji sé hjá mörgum hagsmunaaðilum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um að verkefninu verði haldið áfram. „Við þurfum að finna leiðir til að halda áfram að þróa vefinn og uppfæra upplýsingar þannig að hann sé tæki sem gagnast almenningi í því að taka ákvarðanir um náms- og starfsval.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Þróun vefsins naestaskref.is, sem veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf, er í uppnámi þar sem ekki liggur fyrir hvernig fjármagna á smíði hans áfram. Þegar Evrópusambandið, ESB, sagði upp samningum um svokallaða IPA-styrki í febrúar í fyrra var styrkveitingum til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem stýrði verkefninu hætt í kjölfarið. Þá hafði 30 milljónum króna verið varið til smíði vefsins. Áætlað var að verkefnið, sem hófst árið 2012, myndi kosta um 100 milljónir. „Það er mikilvægt að við getum haldið þessari vinnu áfram til þess að vefurinn hafi það gildi sem hann á að hafa. Upplýsingar á vefnum, sem var opnaður í desember síðastliðnum, um störf og nám gætu orðið úreltar eftir tvö til þrjú ár,“ segir Fjóla María Lárusdóttir, sem veitir verkefninu forystu hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Fjóla getur þess að sent hafi verið erindi vegna samningsrofsins til umboðsmanns Evrópusambandsins sem styðji málstað Fræðslumiðstöðvarinnar. „En óvíst er hvort við fáum aftur fjármagn frá Evrópusambandinu. Það er mikilvægt að einhver grípi boltann. Það er mikið í húfi fyrir markhópinn okkar. Það eru komnar um 200 starfs- og námslýsingar á vefinn en við eigum eftir að ljúka hátt í 300 til viðbótar. Við eigum eftir að bæta við gagnvirkum tækjum um meðal annars áhugasviðskönnun sem gæti verið tæki fyrir fólk til að átta sig á hvað það vill verða. Fólk þarf að vita hvaða störf eru á markaði og vita leiðina að þeim. Það er ástæða til að upplýsa um heim starfanna en ekki bara um nám sem er í boði. Við höldum glæðum í vefnum meðan við getum en það er ekki hægt að gera það af afli fyrr en búið er að skilgreina hvar verkefnið á að vera. Féð er horfið og við þurfum að sinna annarri starfsemi.“ Sérfræðisetur um ævilanga náms- og starfsráðgjöf var samstarfsaðili í þeim þætti verkefnisins sem lýtur að hönnun og þróun vefsins. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, stýrði þeirri vinnu. „Við erum hálfnuð með verk sem lengi var þörf á hér. Nágrannaþjóðir okkar eru allar með svona vefi og þar þykir þetta sjálfsagt. Megintilgangur vefsins er að jafna aðgengi fólks að hlutlausum upplýsingum um nám og störf og veita stuðning á starfsferli í formi ráðgjafar og fræðsluefnis en einnig að vera þeim hvatning sem alla jafna myndu ekki leita persónulegrar náms- og starfsráðgjafar. Nú finnst mér verkefnið vera eins og píanó sem búið er að skera í tvennt og bara vírarnir upp í loftið. Verkefninu var hætt í miðju kafi án þess að gengið væri frá neinu.“ Fjóla tekur það fram að vilji sé hjá mörgum hagsmunaaðilum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um að verkefninu verði haldið áfram. „Við þurfum að finna leiðir til að halda áfram að þróa vefinn og uppfæra upplýsingar þannig að hann sé tæki sem gagnast almenningi í því að taka ákvarðanir um náms- og starfsval.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira