Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 11:00 Á vefnum naestaskref.is eiga að vera gagnvirk tæki og meðal annars áhugasviðskönnun til að auðvelda fólki að átta sig á við hvað það vill starfa. Vísir/GVA Þróun vefsins naestaskref.is, sem veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf, er í uppnámi þar sem ekki liggur fyrir hvernig fjármagna á smíði hans áfram. Þegar Evrópusambandið, ESB, sagði upp samningum um svokallaða IPA-styrki í febrúar í fyrra var styrkveitingum til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem stýrði verkefninu hætt í kjölfarið. Þá hafði 30 milljónum króna verið varið til smíði vefsins. Áætlað var að verkefnið, sem hófst árið 2012, myndi kosta um 100 milljónir. „Það er mikilvægt að við getum haldið þessari vinnu áfram til þess að vefurinn hafi það gildi sem hann á að hafa. Upplýsingar á vefnum, sem var opnaður í desember síðastliðnum, um störf og nám gætu orðið úreltar eftir tvö til þrjú ár,“ segir Fjóla María Lárusdóttir, sem veitir verkefninu forystu hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Fjóla getur þess að sent hafi verið erindi vegna samningsrofsins til umboðsmanns Evrópusambandsins sem styðji málstað Fræðslumiðstöðvarinnar. „En óvíst er hvort við fáum aftur fjármagn frá Evrópusambandinu. Það er mikilvægt að einhver grípi boltann. Það er mikið í húfi fyrir markhópinn okkar. Það eru komnar um 200 starfs- og námslýsingar á vefinn en við eigum eftir að ljúka hátt í 300 til viðbótar. Við eigum eftir að bæta við gagnvirkum tækjum um meðal annars áhugasviðskönnun sem gæti verið tæki fyrir fólk til að átta sig á hvað það vill verða. Fólk þarf að vita hvaða störf eru á markaði og vita leiðina að þeim. Það er ástæða til að upplýsa um heim starfanna en ekki bara um nám sem er í boði. Við höldum glæðum í vefnum meðan við getum en það er ekki hægt að gera það af afli fyrr en búið er að skilgreina hvar verkefnið á að vera. Féð er horfið og við þurfum að sinna annarri starfsemi.“ Sérfræðisetur um ævilanga náms- og starfsráðgjöf var samstarfsaðili í þeim þætti verkefnisins sem lýtur að hönnun og þróun vefsins. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, stýrði þeirri vinnu. „Við erum hálfnuð með verk sem lengi var þörf á hér. Nágrannaþjóðir okkar eru allar með svona vefi og þar þykir þetta sjálfsagt. Megintilgangur vefsins er að jafna aðgengi fólks að hlutlausum upplýsingum um nám og störf og veita stuðning á starfsferli í formi ráðgjafar og fræðsluefnis en einnig að vera þeim hvatning sem alla jafna myndu ekki leita persónulegrar náms- og starfsráðgjafar. Nú finnst mér verkefnið vera eins og píanó sem búið er að skera í tvennt og bara vírarnir upp í loftið. Verkefninu var hætt í miðju kafi án þess að gengið væri frá neinu.“ Fjóla tekur það fram að vilji sé hjá mörgum hagsmunaaðilum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um að verkefninu verði haldið áfram. „Við þurfum að finna leiðir til að halda áfram að þróa vefinn og uppfæra upplýsingar þannig að hann sé tæki sem gagnast almenningi í því að taka ákvarðanir um náms- og starfsval.“ Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Þróun vefsins naestaskref.is, sem veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf, er í uppnámi þar sem ekki liggur fyrir hvernig fjármagna á smíði hans áfram. Þegar Evrópusambandið, ESB, sagði upp samningum um svokallaða IPA-styrki í febrúar í fyrra var styrkveitingum til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem stýrði verkefninu hætt í kjölfarið. Þá hafði 30 milljónum króna verið varið til smíði vefsins. Áætlað var að verkefnið, sem hófst árið 2012, myndi kosta um 100 milljónir. „Það er mikilvægt að við getum haldið þessari vinnu áfram til þess að vefurinn hafi það gildi sem hann á að hafa. Upplýsingar á vefnum, sem var opnaður í desember síðastliðnum, um störf og nám gætu orðið úreltar eftir tvö til þrjú ár,“ segir Fjóla María Lárusdóttir, sem veitir verkefninu forystu hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Fjóla getur þess að sent hafi verið erindi vegna samningsrofsins til umboðsmanns Evrópusambandsins sem styðji málstað Fræðslumiðstöðvarinnar. „En óvíst er hvort við fáum aftur fjármagn frá Evrópusambandinu. Það er mikilvægt að einhver grípi boltann. Það er mikið í húfi fyrir markhópinn okkar. Það eru komnar um 200 starfs- og námslýsingar á vefinn en við eigum eftir að ljúka hátt í 300 til viðbótar. Við eigum eftir að bæta við gagnvirkum tækjum um meðal annars áhugasviðskönnun sem gæti verið tæki fyrir fólk til að átta sig á hvað það vill verða. Fólk þarf að vita hvaða störf eru á markaði og vita leiðina að þeim. Það er ástæða til að upplýsa um heim starfanna en ekki bara um nám sem er í boði. Við höldum glæðum í vefnum meðan við getum en það er ekki hægt að gera það af afli fyrr en búið er að skilgreina hvar verkefnið á að vera. Féð er horfið og við þurfum að sinna annarri starfsemi.“ Sérfræðisetur um ævilanga náms- og starfsráðgjöf var samstarfsaðili í þeim þætti verkefnisins sem lýtur að hönnun og þróun vefsins. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, stýrði þeirri vinnu. „Við erum hálfnuð með verk sem lengi var þörf á hér. Nágrannaþjóðir okkar eru allar með svona vefi og þar þykir þetta sjálfsagt. Megintilgangur vefsins er að jafna aðgengi fólks að hlutlausum upplýsingum um nám og störf og veita stuðning á starfsferli í formi ráðgjafar og fræðsluefnis en einnig að vera þeim hvatning sem alla jafna myndu ekki leita persónulegrar náms- og starfsráðgjafar. Nú finnst mér verkefnið vera eins og píanó sem búið er að skera í tvennt og bara vírarnir upp í loftið. Verkefninu var hætt í miðju kafi án þess að gengið væri frá neinu.“ Fjóla tekur það fram að vilji sé hjá mörgum hagsmunaaðilum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um að verkefninu verði haldið áfram. „Við þurfum að finna leiðir til að halda áfram að þróa vefinn og uppfæra upplýsingar þannig að hann sé tæki sem gagnast almenningi í því að taka ákvarðanir um náms- og starfsval.“
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira