Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi Kristinn Páll Teitsson í Plzen skrifar 16. nóvember 2014 14:12 Kolbeinn Sigþórsson og Emil Hallfreðsson svekktir í leikslok. Vísir/Daníel Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir frábæra byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld. Þrátt fyrir sannkallaða draumabyrjun þegar Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir voru Tékkarnir einfaldlega sterkari í dag og áttu sigurinn skilið. Spennan fyrir leiknum var gríðarleg, tæplega sjö hundruð Íslendingar voru mættir til Plzen til fylgjast með leiknum og létu þeir vel í sér heyra á meðan leiknum stóð. Greinilegt var að tékkneska liðið ætlaði ekki að vanmeta íslenska liðið og náðu þeir undirtökunum í upphafi leiks. Reyndu þeir ítrekað að sækja upp vinstri kantinn og lentu leikmenn íslenska liðsins í erfiðleikum að stöðva fyrirliða tékkneska liðsins, Tomas Rosicky. Sjá einnig: Mörkin úr leiknum Tékkland fékk fyrsta færi leiksins þegar framherji liðsins, David Lafata, fékk gott skallafæri í miðjum vítateig íslenska liðsins en Hannes Þór Halldórsson í marki íslenska liðsins var vel á verði og varði. Þetta virtist vekja íslenska liðið en aðeins einni mínútu síðar náði íslenska liðið forystunni. Aron Einar Gunnarsson átti þá langt innkast sem Kolbeinn Sigþórsson skallaði yfir Petr Cech og náði Birkir Bjarnason á síðustu stundu að skalla boltann aftur inn í markteig áður en boltinn fór útaf vellinum. Þar var Ragnar einn á auðum sjó og skallaði hann boltann í autt netið. Glæsilegt mark og gríðarlega mikilvægt, staðan eitt núll fyrir Íslandi og íslensku stuðningsmennirnir tóku heldur betur við sér. Tékknesku leikmennirnir héldu áfram að stýra leiknum og fengu góð færi til að jafna metin á næstu mínútum en Hannes stóð vakt sína gríðarlega vel í markinu og bjargaði liðsfélögum sínum á ögurstundu. Kolbeinn var nálægt því að bæta við marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en varnarmenn tékkneska landsliðsins náðu að komast fyrir skot hans á síðustu stundu. Þegar allt virtist stefna í að Ísland færi með eins marks forskot inn í hálfleik kom jöfnunarmark Tékka með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Úr aukaspyrnu kom fyrirgjöf á fjærstöng sem Daniel Pudil sendi aftur inn í markteig og þar var Pavel Kadarábek galopinn og skallaði boltann í þaknetið. Gríðarlega svekkjandi mark en Wolfgang Stark, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks á meðan fagnaðarlætum Tékka stóð. Heimamenn héldu áfram að pressa og náðu forskotinu þegar korter var liðið af seinni hálfleik eftir mikla pressu. Jaroslav Pasil átti þá slaka fyrirgjöf sem hrökk af Jóni Daða Böðvarssyni í Hannes Þór og í netið. Gríðarlega svekkjandi mark en verðskuldað eftir þunga pressu tékkneska liðsins. Þetta virtist vekja strákana til lífsins en aðeins þremur mínútum seinna var Gylfi Þór Sigurðsson hársbreidd frá því að jafna metin. Boltinn datt fyrir Gylfa í vítateig tékkneska liðsins og reyndi hann lúmskt skot sem small í stönginni. Tékkneska liðið var nálægt því að gera út um leikinn á sjötugustu mínútu þegar Kári Árnason bjargaði á línu eftir skalla frá Michal Kadlec. Hannes Þór missti fyrirgjöf fyrir fætur Kadlec en Kári var vel staðsettur og náði að bjarga á síðustu stundu. Íslenska liðið færði sig framar á völlinn eftir markið og fékk varamaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson besta færi Íslands þegar boltinn datt fyrir hann í vítateig Tékklands en Cech sá við honum með heimsklassa markvörslu. Íslensku leikmennirnir reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins að minnka muninn en tékkneska liðið spilaði sterkan varnarleik og náði að halda út og tryggja sigurinn. Tékkland er með fullt hús stiga í A-riðlinum eftir leikinn en Ísland situr í 2. sæti með níu stig eftir fjóra leiki. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir frábæra byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld. Þrátt fyrir sannkallaða draumabyrjun þegar Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir voru Tékkarnir einfaldlega sterkari í dag og áttu sigurinn skilið. Spennan fyrir leiknum var gríðarleg, tæplega sjö hundruð Íslendingar voru mættir til Plzen til fylgjast með leiknum og létu þeir vel í sér heyra á meðan leiknum stóð. Greinilegt var að tékkneska liðið ætlaði ekki að vanmeta íslenska liðið og náðu þeir undirtökunum í upphafi leiks. Reyndu þeir ítrekað að sækja upp vinstri kantinn og lentu leikmenn íslenska liðsins í erfiðleikum að stöðva fyrirliða tékkneska liðsins, Tomas Rosicky. Sjá einnig: Mörkin úr leiknum Tékkland fékk fyrsta færi leiksins þegar framherji liðsins, David Lafata, fékk gott skallafæri í miðjum vítateig íslenska liðsins en Hannes Þór Halldórsson í marki íslenska liðsins var vel á verði og varði. Þetta virtist vekja íslenska liðið en aðeins einni mínútu síðar náði íslenska liðið forystunni. Aron Einar Gunnarsson átti þá langt innkast sem Kolbeinn Sigþórsson skallaði yfir Petr Cech og náði Birkir Bjarnason á síðustu stundu að skalla boltann aftur inn í markteig áður en boltinn fór útaf vellinum. Þar var Ragnar einn á auðum sjó og skallaði hann boltann í autt netið. Glæsilegt mark og gríðarlega mikilvægt, staðan eitt núll fyrir Íslandi og íslensku stuðningsmennirnir tóku heldur betur við sér. Tékknesku leikmennirnir héldu áfram að stýra leiknum og fengu góð færi til að jafna metin á næstu mínútum en Hannes stóð vakt sína gríðarlega vel í markinu og bjargaði liðsfélögum sínum á ögurstundu. Kolbeinn var nálægt því að bæta við marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en varnarmenn tékkneska landsliðsins náðu að komast fyrir skot hans á síðustu stundu. Þegar allt virtist stefna í að Ísland færi með eins marks forskot inn í hálfleik kom jöfnunarmark Tékka með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Úr aukaspyrnu kom fyrirgjöf á fjærstöng sem Daniel Pudil sendi aftur inn í markteig og þar var Pavel Kadarábek galopinn og skallaði boltann í þaknetið. Gríðarlega svekkjandi mark en Wolfgang Stark, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks á meðan fagnaðarlætum Tékka stóð. Heimamenn héldu áfram að pressa og náðu forskotinu þegar korter var liðið af seinni hálfleik eftir mikla pressu. Jaroslav Pasil átti þá slaka fyrirgjöf sem hrökk af Jóni Daða Böðvarssyni í Hannes Þór og í netið. Gríðarlega svekkjandi mark en verðskuldað eftir þunga pressu tékkneska liðsins. Þetta virtist vekja strákana til lífsins en aðeins þremur mínútum seinna var Gylfi Þór Sigurðsson hársbreidd frá því að jafna metin. Boltinn datt fyrir Gylfa í vítateig tékkneska liðsins og reyndi hann lúmskt skot sem small í stönginni. Tékkneska liðið var nálægt því að gera út um leikinn á sjötugustu mínútu þegar Kári Árnason bjargaði á línu eftir skalla frá Michal Kadlec. Hannes Þór missti fyrirgjöf fyrir fætur Kadlec en Kári var vel staðsettur og náði að bjarga á síðustu stundu. Íslenska liðið færði sig framar á völlinn eftir markið og fékk varamaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson besta færi Íslands þegar boltinn datt fyrir hann í vítateig Tékklands en Cech sá við honum með heimsklassa markvörslu. Íslensku leikmennirnir reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins að minnka muninn en tékkneska liðið spilaði sterkan varnarleik og náði að halda út og tryggja sigurinn. Tékkland er með fullt hús stiga í A-riðlinum eftir leikinn en Ísland situr í 2. sæti með níu stig eftir fjóra leiki.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira