Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Henry Birgir Gunnarsson á Samsung-vellinum skrifar 22. september 2014 14:32 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, lyftir Íslandsmeistarabikarnum. Vísir/Valli Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Liðið vann þá 3-0 sigur á Aftureldingu. Stjarnan er því búin að tryggja sér titilinn þó svo ein umferð sé eftir af mótinu. Þetta lið er einfaldlega langbest á Íslandi enda tvöfaldur meistari í fyrsta skiptið. Það var einhver meistaraskrekkur í liðinu framan af. Leikmenn virkuðu stressaðir. Sendingar ónákvæmar og liðinu gekk ekkert að búa til færi. Markalaust í leikhléi en í síðari hálfleik fór Stjarnan að sýna sítt rétta andlit. Harpa Þorsteinsdóttir kom liðinu yfir þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá var eins og þungu fargi væri létt af liðinu og það fór að spila sinn bolta. Harpa bætti við tveim mörkum í viðbót og er því búin að skora 27 mörk í 17 leikjum. Mörkin hefðu aftur á móti getað orðið mun fleiri því það lá þvílíkt á gestunum síðustu 15 mínúturnar og Stjarnan hreinlega óð í færum. Þrennan frá Hörpu dugði þó til og vel það. Frábær endir á mögnuðu tímabili hjá Stjörnunni. Það virðist vera hafin gullöld hjá Stjörnunni í kvennaboltanum og ekki útlit fyrir að velgengni liðsins dvíni á næstunni. Frábærlega mannað lið með Hörpu fremsta í flokki en hún hefur algjörlega farið á kostum í sumar. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessi Stjörnuliði og frábær liðsheild sem stendur að baki þessum magnað árangri. Til hamingju, Stjarnan.Ásgerður: Hrikalegur metnaður í liðinu "Þetta er eiginlega sætara en í fyrra enda erfiðara að verja titilinn en að vinna hann," sagði brosmildur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. "Það er frábært að hafa unnið bæði deild og bikar en það var markmið sumarsins hjá okkur. Það er hrikalegur metnaður í þessu liði og við leggjum gríðarlega hart að okkur. Liðið er samstillt og á svipuðum aldri. Við erum vinnusamt og gott lið." "Við vorum mjög ósáttar við fyrri hálfleikinn hjá okkur í dag og ákváðum að keyra okkur í gang í þeim síðari. Það gekk og við kláruðum þetta með stæl." Stjarnan búin að vinna tvö ár í röð núna og tvöfalt í ár. Hvað gerir liðið á næsta ári? "Við ætlum að verja báða bikarana," sagði fyrirliðinn og brosti dátt.Ólafur: Hópurinn er frábær "Ég er verulega stoltur af þessu liði enda frábær hópur og frábær umgjörð í kringum liðið hjá okkur," sagði þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, en hvað er svona sérstakt við þetta lið sem hann er með í höndunum? "Þetta er metnaðarfullur hópur sem er til í að leggja mikið á sig til þess að ná árangri. Kjarni liðsins hefur verið töluvert lengi saman. Það er góð aldursdreifing í hópnum og vel haldið utan um liðið. "Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki heldur unnið tvöfalt." Ólafur reiknar ekki með öðru en að hann haldi áfram að þjálfa liðið og segir að stefnan sé sett á að halda áfram að safna bikurum. "Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar." Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Liðið vann þá 3-0 sigur á Aftureldingu. Stjarnan er því búin að tryggja sér titilinn þó svo ein umferð sé eftir af mótinu. Þetta lið er einfaldlega langbest á Íslandi enda tvöfaldur meistari í fyrsta skiptið. Það var einhver meistaraskrekkur í liðinu framan af. Leikmenn virkuðu stressaðir. Sendingar ónákvæmar og liðinu gekk ekkert að búa til færi. Markalaust í leikhléi en í síðari hálfleik fór Stjarnan að sýna sítt rétta andlit. Harpa Þorsteinsdóttir kom liðinu yfir þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá var eins og þungu fargi væri létt af liðinu og það fór að spila sinn bolta. Harpa bætti við tveim mörkum í viðbót og er því búin að skora 27 mörk í 17 leikjum. Mörkin hefðu aftur á móti getað orðið mun fleiri því það lá þvílíkt á gestunum síðustu 15 mínúturnar og Stjarnan hreinlega óð í færum. Þrennan frá Hörpu dugði þó til og vel það. Frábær endir á mögnuðu tímabili hjá Stjörnunni. Það virðist vera hafin gullöld hjá Stjörnunni í kvennaboltanum og ekki útlit fyrir að velgengni liðsins dvíni á næstunni. Frábærlega mannað lið með Hörpu fremsta í flokki en hún hefur algjörlega farið á kostum í sumar. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessi Stjörnuliði og frábær liðsheild sem stendur að baki þessum magnað árangri. Til hamingju, Stjarnan.Ásgerður: Hrikalegur metnaður í liðinu "Þetta er eiginlega sætara en í fyrra enda erfiðara að verja titilinn en að vinna hann," sagði brosmildur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. "Það er frábært að hafa unnið bæði deild og bikar en það var markmið sumarsins hjá okkur. Það er hrikalegur metnaður í þessu liði og við leggjum gríðarlega hart að okkur. Liðið er samstillt og á svipuðum aldri. Við erum vinnusamt og gott lið." "Við vorum mjög ósáttar við fyrri hálfleikinn hjá okkur í dag og ákváðum að keyra okkur í gang í þeim síðari. Það gekk og við kláruðum þetta með stæl." Stjarnan búin að vinna tvö ár í röð núna og tvöfalt í ár. Hvað gerir liðið á næsta ári? "Við ætlum að verja báða bikarana," sagði fyrirliðinn og brosti dátt.Ólafur: Hópurinn er frábær "Ég er verulega stoltur af þessu liði enda frábær hópur og frábær umgjörð í kringum liðið hjá okkur," sagði þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, en hvað er svona sérstakt við þetta lið sem hann er með í höndunum? "Þetta er metnaðarfullur hópur sem er til í að leggja mikið á sig til þess að ná árangri. Kjarni liðsins hefur verið töluvert lengi saman. Það er góð aldursdreifing í hópnum og vel haldið utan um liðið. "Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki heldur unnið tvöfalt." Ólafur reiknar ekki með öðru en að hann haldi áfram að þjálfa liðið og segir að stefnan sé sett á að halda áfram að safna bikurum. "Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar."
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01