Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Sveinn Arnarsson skrifar 27. maí 2014 07:00 Fyrirtæki Ásdísar Höllu sér um heimaþjónustu fyrir Garðabæ Fyrirtæki í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, er í tugmilljóna króna viðskiptum við Garðabæ á hverju ári án þess að útboð hafi farið fram. Fyrirtæki hennar, Sinnum ehf., sinnir heimaþjónustu við aldraða í bænum. Keppinautur fyrirtækisins segir Garðabæ hafa horft framhjá sér. Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Innkaupareglur Garðabæjar kveða á um að meginreglan sé sú að beita skuli útboði við innkaup. Skylt sé að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna kaupa á þjónustu fer yfir 15 milljónir króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði. Það var ekki gert í þessu tilviki og hefur ekki verið gert hingað til. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við ákváðum fyrst að koma þessu í hendur einkaaðila könnuðum við markaðinn og þá kom í ljós að aðeins eitt fyrirtæki sinnir þessum málum á einkamarkaði. Ákveðið var að fara þessa leið á sínum tíma til að bæta þjónustuna við þá sem þurfa á félagslegri heimaþjónustu að halda,“ segir Gunnar. Hann vildi ekki fara út í hvernig bærinn hefði staðið að athugun á fyrirtækjunum. Vinun ehf. hóf störf árið 2007, ári áður en Sinnum ehf. var stofnað, og sinnir svipuðum verkefnum. Fyrirtækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar, telur Garðabæ hafa gengið fram hjá henni. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldraða,“ segir hún. Ásdís Halla Bragadóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, er í tugmilljóna króna viðskiptum við Garðabæ á hverju ári án þess að útboð hafi farið fram. Fyrirtæki hennar, Sinnum ehf., sinnir heimaþjónustu við aldraða í bænum. Keppinautur fyrirtækisins segir Garðabæ hafa horft framhjá sér. Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Innkaupareglur Garðabæjar kveða á um að meginreglan sé sú að beita skuli útboði við innkaup. Skylt sé að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna kaupa á þjónustu fer yfir 15 milljónir króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði. Það var ekki gert í þessu tilviki og hefur ekki verið gert hingað til. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við ákváðum fyrst að koma þessu í hendur einkaaðila könnuðum við markaðinn og þá kom í ljós að aðeins eitt fyrirtæki sinnir þessum málum á einkamarkaði. Ákveðið var að fara þessa leið á sínum tíma til að bæta þjónustuna við þá sem þurfa á félagslegri heimaþjónustu að halda,“ segir Gunnar. Hann vildi ekki fara út í hvernig bærinn hefði staðið að athugun á fyrirtækjunum. Vinun ehf. hóf störf árið 2007, ári áður en Sinnum ehf. var stofnað, og sinnir svipuðum verkefnum. Fyrirtækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar, telur Garðabæ hafa gengið fram hjá henni. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldraða,“ segir hún. Ásdís Halla Bragadóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira