
Fjárlagafrumvarp 2015

Eldgosin orðin sjö frá upphafi jarðhræringa
Tímabært er að vísa til umbrotanna í Vatnajökli á sama hátt og tíðkast hefur um Kröfluelda og Skaftárelda. Þegar hefur eldur verið uppi á sjö stöðum - sem þó er aðeins hluti af mun stærri jarðfræðilegum atburði sem hófst fyrir þremur vikum.

Vegagerðin fær 850 milljóna aukaframlag í stað þriggja milljarða
„Það þýðir að það er engin viðbót í viðhald sem við teljum mjög mikilvægt að sinna.“ Viðhaldsleysi getur komið niður á öryggi vegfarenda.

Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað
Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands.

Kaldar kveðjur til ferðaþjónustunnar
Ferðaþjónustuaðilar binda miklar vonir við margumtalaðan náttúrupassa.

20 milljónir í uppfærslu heimasíðu
Gert er ráð fyrir því að rekstrargjöld ríkisins vegna Hæstaréttar aukist um 27,9 milljónir króna á næsta ári.

Aukinn kraftur settur í nýsköpun og vísindi
Fjárveitingar í málaflokkinn hækka um 800 milljónir.

Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs
Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin muni selja hlut ríksins í Landsbankanum á næstu tveimur árum, ef rétt verð fáist. Af orðum Bjarna við kynningu á fjárlögum ársins 2015 má merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus.

Segir breytingarnar koma illa við tekjulág heimili og barnafólk
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, lýsir yfir efasemdum um breytingar á hækkun virðisaukaskatts á matvæli.

Framlög til Umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent
Heildarfjárveiting til embættisins árið 2015 verður 496,4 milljónir króna, miðað við 855,6 milljónir króna árið 2014.

Skorið niður hjá sérstökum saksóknara um 270 milljónir
Stefnt að því að starfseminni ljúki á næsta ári.

Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent
Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka.

Barnabætur hækka um 13%
Tekjutenging er á móti aukin þar sem skerðingarhlutföll hækka um eitt prósentustig.

Útvarpsgjald lækkar á næsta ári
Framlög til RÚV standa í stað.

Framlög til Þjóðkirkjunnar hækkuð
Framlög til Þjóðkirkjunnar hækka um rúmar 33 milljónir króna frá fjárlögum þessa árs og nema tæpum 1.508 milljónum króna á fjárlögum ársins 2015.

Framlag til Fiskistofu lækkar um 30 milljónir króna
Gert ráð fyrir 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum.

Framlög í Kvikmyndasjóð hækka
Heildarframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands rúmar 800 milljónir

Framlag til Háskóla Íslands hækkar
Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014.

Nýr skattur lagður á ferðaþjónustuna
Afþreyingarferðir á borð við hvalaskoðun og flúðasiglingar gætu hækkað í verði.

Framlög til Sinfóníunnar hækka um 67 milljónir
Heildarfjárveiting til Sinfóníunnar árið 2015 verður 1.000,2 milljónir króna.

Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs
Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra.

Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum
Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi.

Þing sett í dag
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hlakka til komandi vetrar.