Alþingi

Fréttamynd

Bára gæti fengið háa sekt

Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Veggjöld í breyttri samgönguáætlun

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, gagnrýnir að veggjöldum sé troðið í gegnum þingið á síðustu dögum haustþings, eins og hann kemst að orði.

Innlent
Fréttamynd

Nær hundrað milljónir árlega til þingflokka

Gert ráð fyrir að stjórnmálasamtök með minnst einn kjörinn þingmann eigi rétt á 12 milljónum úr ríkissjóði á ári. Þakið á styrkjum einstaklinga til flokka verður einnig hækkað úr 400 þúsund í 550 þúsund krónur á ári.

Innlent
Fréttamynd

Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði

Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara.

Viðskipti innlent